Kennsl borin á öll fórnarlömb í Noregi 30. júlí 2011 07:00 Við minningarathöfn í gær. Forseti norska þingsins, Dag Terje Andersen, ásamt leiðtogum jafnaðarmannaflokka á Norðurlöndunum, Helle Thorning-Schmidt frá Danmörku, Haakan Juholt frá Svíþjóð, Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Mikael Jungner frá Finnlandi. Mynd/AP Fjöldi látinna eftir hryðjuverkin í Noregi er nú 77, eftir að einn lést af sárum sínum á spítala. Allir aðrir sem liggja á spítala eftir hryðjuverkin í Noregi fyrir viku eru nú sagðir úr lífshættu. Fimmtán eru þó enn taldir alvarlega slasaðir. Þá hafa kennsl verið borin á alla þá sem létust og engra er lengur saknað. Norðmenn minntust þess í gær að vika var liðin frá hryðjuverkunum sem urðu 77 manns að bana í Útey og í miðborg Óslóar. Verkamannaflokkurinn stóð fyrir minningarathöfn um hina látnu og töluðu bæði Jens Stoltenberg, forsætisráðherra og formaður flokksins, og Eskil Pedersen, formaður ungliðahreyfingar flokksins, í minningarathöfninni. „Vika er liðin frá því að illskan réðst á okkur," sagði Stoltenberg við minningarathöfnina. Leiðtogum jafnaðarmannaflokkanna á Norðurlöndunum var boðið og tók Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra meðal annars þátt í athöfninni. Minningarathöfn var einnig haldin í einni af moskum Óslóar og Stoltenberg hélt einnig ræðu þar. Í ræðu sinni lagði hann áherslu á sameinaðan Noreg. „Við verðum eitt samfélag. Þvert á trúarbrögð, uppruna, kyn og stöðu." Hann sagði að hinir látnu yrðu heiðraðir með því að virða trú annarra og leyfa fjölbreytninni að blómstra. Fyrstu fórnarlömb árásanna voru borin til grafar í gær og minntist Stoltenberg þeirra sérstaklega. Hin átján ára gamla Bano Rashid og hinn nítján ára Ismail Haji Ahmed voru bæði skotin til bana í Útey. Breivik var fluttur úr fangelsi í yfirheyrslur hjá lögreglu í gær. Fram að því hafði hann aðeins verið yfirheyrður í sjö klukkustundir í síðustu viku. Lögreglan sagði margar nýjar upplýsingar komnar fram í dagsljósið. thorunn@frettabladid.is Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Sjá meira
Fjöldi látinna eftir hryðjuverkin í Noregi er nú 77, eftir að einn lést af sárum sínum á spítala. Allir aðrir sem liggja á spítala eftir hryðjuverkin í Noregi fyrir viku eru nú sagðir úr lífshættu. Fimmtán eru þó enn taldir alvarlega slasaðir. Þá hafa kennsl verið borin á alla þá sem létust og engra er lengur saknað. Norðmenn minntust þess í gær að vika var liðin frá hryðjuverkunum sem urðu 77 manns að bana í Útey og í miðborg Óslóar. Verkamannaflokkurinn stóð fyrir minningarathöfn um hina látnu og töluðu bæði Jens Stoltenberg, forsætisráðherra og formaður flokksins, og Eskil Pedersen, formaður ungliðahreyfingar flokksins, í minningarathöfninni. „Vika er liðin frá því að illskan réðst á okkur," sagði Stoltenberg við minningarathöfnina. Leiðtogum jafnaðarmannaflokkanna á Norðurlöndunum var boðið og tók Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra meðal annars þátt í athöfninni. Minningarathöfn var einnig haldin í einni af moskum Óslóar og Stoltenberg hélt einnig ræðu þar. Í ræðu sinni lagði hann áherslu á sameinaðan Noreg. „Við verðum eitt samfélag. Þvert á trúarbrögð, uppruna, kyn og stöðu." Hann sagði að hinir látnu yrðu heiðraðir með því að virða trú annarra og leyfa fjölbreytninni að blómstra. Fyrstu fórnarlömb árásanna voru borin til grafar í gær og minntist Stoltenberg þeirra sérstaklega. Hin átján ára gamla Bano Rashid og hinn nítján ára Ismail Haji Ahmed voru bæði skotin til bana í Útey. Breivik var fluttur úr fangelsi í yfirheyrslur hjá lögreglu í gær. Fram að því hafði hann aðeins verið yfirheyrður í sjö klukkustundir í síðustu viku. Lögreglan sagði margar nýjar upplýsingar komnar fram í dagsljósið. thorunn@frettabladid.is
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Sjá meira