Dýrgripir úr ólíkum þræði 28. júní 2011 16:00 Gamli og nýi tíminn mætast hjá Dóru Guðbjörtu Jónsdóttur gullsmiði og Maríu Kristínu Jónsdóttur vöruhönnuði en þær sýna skartgripi í Sparki á Klapparstíg 33. Fréttablaðið/GVA María Kristín Jónsdóttir vöruhönnuður og Dóra Guðbjört Jónsdóttir gullsmiður sýna verk sín í Sparki. Alls 47 ár skilja þær stöllur að í aldri og þær nálgast skartgripagerð á ólíkan hátt. Þó má finna tengingu í verkum þeirra. Dóra smíðar víravirki úr silfurþráðum og María hnýtir hálsmen úr þræði. „Ég nota ákveðna hnýtingaaðferð í hálsmenin sem heitir makrame og munstrin eru formuð með hnýtingum," útskýrir María Kristín en makrame-hnýtingar úr grófu snæri voru vinsælar á sjöunda og áttunda áratugnum. Dóra Guðbjört segist ekki þekkja til þess að makrame-hnýtingar hafi verið notaðar í skartgripagerð og segja megi að gamli og nýi tíminn mætist hjá þeim stöllum. „Þetta eru ólík efni og ólíkur aldur og kannski ólík sjónarmið. Handverkið er þó af sama grunni og þræðirnir tengja okkur Maríu saman," segir Dóra en hún sýnir silfurskart, unnið með aldagamalli tækni. „Ég nota mismunandi silfurþræði sem fléttast saman og vinn munina eins og víravirki hefur verið smíðað gegnum aldirnar, höfuðbeygjur og fíngerðari þræðir innan í," útskýrir Dóra. Víravirki tilheyrir íslenska þjóðbúningnum og sótti María einnig í íslenska búninga í hugmyndavinnu sinni. „Ég fékk að nota teikningar af munstursaumi á pilsfaldi íslenska faldbúningsins frá Hildi Rosenkjær og sökkti mér ofan í þær. Formin á hálsmenunum þróuðust síðan frekar þegar vinnan hófst við hnýtingarnar. Þjóðbúningurinn er því líka tenging milli okkar Dóru þó við vinnum í ólík efni. Hlutirnir okkar beggja eru dýrgripir úr gjörólíku hráefni." Á tímabili fór þeim fækkandi sem kunnu tæknina við víravirki en Dóra segist finna fyrir auknum áhuga ungs fólks á handverkinu en hún hefur verið með námskeið, meðal annars hjá Heimilisiðnaðarfélaginu og í Tækniskólanum. María Kristín stundar einmitt nám í gullsmíði við Tækniskólann og mun læra víravirki í haust. Sýningin Þræðir stendur til 10. september. heida@frettabladid.is Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fleiri fréttir Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Sjá meira
María Kristín Jónsdóttir vöruhönnuður og Dóra Guðbjört Jónsdóttir gullsmiður sýna verk sín í Sparki. Alls 47 ár skilja þær stöllur að í aldri og þær nálgast skartgripagerð á ólíkan hátt. Þó má finna tengingu í verkum þeirra. Dóra smíðar víravirki úr silfurþráðum og María hnýtir hálsmen úr þræði. „Ég nota ákveðna hnýtingaaðferð í hálsmenin sem heitir makrame og munstrin eru formuð með hnýtingum," útskýrir María Kristín en makrame-hnýtingar úr grófu snæri voru vinsælar á sjöunda og áttunda áratugnum. Dóra Guðbjört segist ekki þekkja til þess að makrame-hnýtingar hafi verið notaðar í skartgripagerð og segja megi að gamli og nýi tíminn mætist hjá þeim stöllum. „Þetta eru ólík efni og ólíkur aldur og kannski ólík sjónarmið. Handverkið er þó af sama grunni og þræðirnir tengja okkur Maríu saman," segir Dóra en hún sýnir silfurskart, unnið með aldagamalli tækni. „Ég nota mismunandi silfurþræði sem fléttast saman og vinn munina eins og víravirki hefur verið smíðað gegnum aldirnar, höfuðbeygjur og fíngerðari þræðir innan í," útskýrir Dóra. Víravirki tilheyrir íslenska þjóðbúningnum og sótti María einnig í íslenska búninga í hugmyndavinnu sinni. „Ég fékk að nota teikningar af munstursaumi á pilsfaldi íslenska faldbúningsins frá Hildi Rosenkjær og sökkti mér ofan í þær. Formin á hálsmenunum þróuðust síðan frekar þegar vinnan hófst við hnýtingarnar. Þjóðbúningurinn er því líka tenging milli okkar Dóru þó við vinnum í ólík efni. Hlutirnir okkar beggja eru dýrgripir úr gjörólíku hráefni." Á tímabili fór þeim fækkandi sem kunnu tæknina við víravirki en Dóra segist finna fyrir auknum áhuga ungs fólks á handverkinu en hún hefur verið með námskeið, meðal annars hjá Heimilisiðnaðarfélaginu og í Tækniskólanum. María Kristín stundar einmitt nám í gullsmíði við Tækniskólann og mun læra víravirki í haust. Sýningin Þræðir stendur til 10. september. heida@frettabladid.is
Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fleiri fréttir Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Sjá meira