Beitt gagnrýni kallar á svör Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. júní 2011 08:00 Rétt tæpar þrjár vikur eru síðan Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, setti opinberlega fram harða gagnrýni á sjónarmið þau sem virðast ráða för í áætlun stjórnvalda um afnám gjaldeyrishafta. Í gagnrýni sinni átelur Páll stjórnvöld fyrir óþarfa svartsýni í væntingum sínum um gengi krónunnar utan hafta, hér séu allar forsendur fyrir því að krónan gæti styrkst fremur en veikst. Þá bendir hann á að í áætluninni um afnám haftanna sem kynnt var sé helst lagt til grundvallar væntingum um gengi krónunnar utan hafta gengi svonefndrar aflandskrónu. Hún gæti þó aldrei talist mælikvarði í þessum efnum, gjaldeyrishöftin viðhaldi lágu gengi. Páll segir að fyrir tilstilli gjaldeyrishaftanna sjálfra kunni gengi krónunnar að haldast óeðlilega lágt og draga þar með úr kaupmætti almennings, auk þess sem þau auki fjármagnskostnað þjóðarinnar, dragi úr tiltrú á hagkerfinu og takmarki aðgengi þjóðarinnar að fjármagni. Fleiri hafa orðið til að benda á skaðsemi viðvarandi gjaldeyrishafta, þótt fáir mótmæli því að nauðsynlegt hafi verið að koma þeim á til að ná tökum á efnahagsþróuninni eftir hrunið. Í nýrri grein Þorvaldar Gylfasonar prófessors á síðu efnahagsvefritsins Vox (www.voxeu.org) bendir hann á að þótt efnahagsbati Íslands eftir eitt mesta hrun sem nokkurt ríki hafi orðið fyrir þá standi gjaldeyrishöftin nú áframhaldandi efnahagsbata fyrir þrifum. Lífeyrissjóðir geti ekki fjárfest erlendis, útflutningsfyrirtæki flytji ekki gjaldeyri heim og rýrir fjárfestingarkostir ýti undir fjárfestingu á fasteignamarkaði. Aukin viðskipti þar myndi nokkurs konar falskt skjól. Eða eins og Páll kallaði það í sinni gagnrýni að gjaldeyrishöftin skýldu stjórnvöldum fyrir afleiðingum lélegra ákvarðana, verðu atvinnulífið fyrir samkeppni og beindu einkaaðilum úr arðbærum verkefnum í „rentusókn". Í fréttum blaðsins í dag er svo greint frá baráttu einstaklings við að fá undanþágur frá gjaldeyrishöftum líkt og veittar hafa verið stórfyrirtækjum með starfsemi erlendis. Án þess að lagt sé mat á réttmæti þeirrar kröfugerðar verður ekki fram hjá því horft að framkvæmd haftanna er ógagnsæ í eðli sínu og ógjörningur fyrir fólk að sjá hvort samræmi og einsleitni sé í ákvörðunum sem varða undanþágur. Á þetta benti Páll raunar líka í erindi sínu í síðasta mánuði og velti því upp hvort lausnin væri að setja upp sérstakt eftirlit með framkvæmd gjaldeyrishaftanna. „Höftin mega ekki verða of þægileg fyrir stjórnvöld," sagði hann. Skemmst er frá því að segja að engin viðbrögð hafa verið við ábendingum Páls, eða annarra, hvorki úr Seðlabankanum né efnahags- og viðskiptaráðuneytinu þar sem þó er vélað um mál tengd gjaldeyrishöftunum. Jafnbeitt og málefnaleg gagnrýni ætti þó í það minnsta að vera grundvöllur opinnar umræðu um hvort vera kunni að stjórnvöld séu að fara út af sporinu í að viðhalda höftum of lengi. Þá má ekki gleymast að gjald vellíðunar „í skjóli hafta" er óþægindi og frelsisskerðing annarra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun
Rétt tæpar þrjár vikur eru síðan Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, setti opinberlega fram harða gagnrýni á sjónarmið þau sem virðast ráða för í áætlun stjórnvalda um afnám gjaldeyrishafta. Í gagnrýni sinni átelur Páll stjórnvöld fyrir óþarfa svartsýni í væntingum sínum um gengi krónunnar utan hafta, hér séu allar forsendur fyrir því að krónan gæti styrkst fremur en veikst. Þá bendir hann á að í áætluninni um afnám haftanna sem kynnt var sé helst lagt til grundvallar væntingum um gengi krónunnar utan hafta gengi svonefndrar aflandskrónu. Hún gæti þó aldrei talist mælikvarði í þessum efnum, gjaldeyrishöftin viðhaldi lágu gengi. Páll segir að fyrir tilstilli gjaldeyrishaftanna sjálfra kunni gengi krónunnar að haldast óeðlilega lágt og draga þar með úr kaupmætti almennings, auk þess sem þau auki fjármagnskostnað þjóðarinnar, dragi úr tiltrú á hagkerfinu og takmarki aðgengi þjóðarinnar að fjármagni. Fleiri hafa orðið til að benda á skaðsemi viðvarandi gjaldeyrishafta, þótt fáir mótmæli því að nauðsynlegt hafi verið að koma þeim á til að ná tökum á efnahagsþróuninni eftir hrunið. Í nýrri grein Þorvaldar Gylfasonar prófessors á síðu efnahagsvefritsins Vox (www.voxeu.org) bendir hann á að þótt efnahagsbati Íslands eftir eitt mesta hrun sem nokkurt ríki hafi orðið fyrir þá standi gjaldeyrishöftin nú áframhaldandi efnahagsbata fyrir þrifum. Lífeyrissjóðir geti ekki fjárfest erlendis, útflutningsfyrirtæki flytji ekki gjaldeyri heim og rýrir fjárfestingarkostir ýti undir fjárfestingu á fasteignamarkaði. Aukin viðskipti þar myndi nokkurs konar falskt skjól. Eða eins og Páll kallaði það í sinni gagnrýni að gjaldeyrishöftin skýldu stjórnvöldum fyrir afleiðingum lélegra ákvarðana, verðu atvinnulífið fyrir samkeppni og beindu einkaaðilum úr arðbærum verkefnum í „rentusókn". Í fréttum blaðsins í dag er svo greint frá baráttu einstaklings við að fá undanþágur frá gjaldeyrishöftum líkt og veittar hafa verið stórfyrirtækjum með starfsemi erlendis. Án þess að lagt sé mat á réttmæti þeirrar kröfugerðar verður ekki fram hjá því horft að framkvæmd haftanna er ógagnsæ í eðli sínu og ógjörningur fyrir fólk að sjá hvort samræmi og einsleitni sé í ákvörðunum sem varða undanþágur. Á þetta benti Páll raunar líka í erindi sínu í síðasta mánuði og velti því upp hvort lausnin væri að setja upp sérstakt eftirlit með framkvæmd gjaldeyrishaftanna. „Höftin mega ekki verða of þægileg fyrir stjórnvöld," sagði hann. Skemmst er frá því að segja að engin viðbrögð hafa verið við ábendingum Páls, eða annarra, hvorki úr Seðlabankanum né efnahags- og viðskiptaráðuneytinu þar sem þó er vélað um mál tengd gjaldeyrishöftunum. Jafnbeitt og málefnaleg gagnrýni ætti þó í það minnsta að vera grundvöllur opinnar umræðu um hvort vera kunni að stjórnvöld séu að fara út af sporinu í að viðhalda höftum of lengi. Þá má ekki gleymast að gjald vellíðunar „í skjóli hafta" er óþægindi og frelsisskerðing annarra.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun