Fimm atriði sem þú vissir ekki um Claudiu Schiffer 24. maí 2011 21:30 Vinsæl Schiffer var uppgötvuð sautján ára gömul og hefur fyrirsætuferill hennar verið nokkuð langur. Claudia Schiffer var ein vinsælasta fyrirsæta tíunda áratugarins og var lengi andlit tískuhússins Chanel. Hún þykir sláandi lík kvikmyndastjörnunni Brigitte Bardot og hefur á ferli sínum prýtt forsíður meira en 500 tímarita.1. Faðir Schiffer er þekktur lögfræðingur í Þýskalandi og á sínum yngri árum var hún staðráðin í að feta í fótspor hans. Hún hætti þó við þau áform eftir að hún var uppgötvuð á skemmtistað aðeins sautján ára gömul. 2. Árið 1995 opnaði Schiffer keðju veitingahúsa ásamt ofurfyrirsætunum Christy Turlington, Naomi Campbell og Elle Macpherson. Veitingastaðirnir hétu því frumlega nafni Fashion Café.3. Schiffer er gift breska framleiðandanum Matthew Vaughn. Þegar hann bað Schiffer gaf hann henni skjaldböku í stað trúlofunarhrings. Hjónin eiga saman þrjú börn, Caspar Matthew, Clementine og Cosima Violet.4. Schiffer hefur komið fram í nokkrum kvikmyndum á ferli sínum og ber þar helst að nefna myndirnar Richie Rich, The Blackout, Love Actually og Zoolander.5. Schiffer hefur tvisvar þurft að eiga við eltihrelli. Árið 2002 var ítalskur maður handtekinn eftir að hafa heimsótt heimili hennar níu sinnum í von um að hitta fyrirsætuna. Hann var sannfærður um að páfinn hefði sagt honum að giftast Schiffer. Árið 2004 var kanadískur maður handtekinn við heimili Schiffer; sá hafði einnig sent henni fjölda bréfa þar sem hann tjáði henni ást sína. Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira
Claudia Schiffer var ein vinsælasta fyrirsæta tíunda áratugarins og var lengi andlit tískuhússins Chanel. Hún þykir sláandi lík kvikmyndastjörnunni Brigitte Bardot og hefur á ferli sínum prýtt forsíður meira en 500 tímarita.1. Faðir Schiffer er þekktur lögfræðingur í Þýskalandi og á sínum yngri árum var hún staðráðin í að feta í fótspor hans. Hún hætti þó við þau áform eftir að hún var uppgötvuð á skemmtistað aðeins sautján ára gömul. 2. Árið 1995 opnaði Schiffer keðju veitingahúsa ásamt ofurfyrirsætunum Christy Turlington, Naomi Campbell og Elle Macpherson. Veitingastaðirnir hétu því frumlega nafni Fashion Café.3. Schiffer er gift breska framleiðandanum Matthew Vaughn. Þegar hann bað Schiffer gaf hann henni skjaldböku í stað trúlofunarhrings. Hjónin eiga saman þrjú börn, Caspar Matthew, Clementine og Cosima Violet.4. Schiffer hefur komið fram í nokkrum kvikmyndum á ferli sínum og ber þar helst að nefna myndirnar Richie Rich, The Blackout, Love Actually og Zoolander.5. Schiffer hefur tvisvar þurft að eiga við eltihrelli. Árið 2002 var ítalskur maður handtekinn eftir að hafa heimsótt heimili hennar níu sinnum í von um að hitta fyrirsætuna. Hann var sannfærður um að páfinn hefði sagt honum að giftast Schiffer. Árið 2004 var kanadískur maður handtekinn við heimili Schiffer; sá hafði einnig sent henni fjölda bréfa þar sem hann tjáði henni ást sína.
Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira