Leif Magnús flytur til Íslands í sumar Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 13. maí 2011 07:00 Leif Magnús Leif ásamt Grétari föður sínum, Hildi Helgadóttur ömmu sinni og Valgerði Erlu Óskarsdóttur föðursystur sinni. Óskar P. Friðriksson „Þetta eru mjög góð tíðindi. Það er þungu fargi af okkur öllum létt,“ segir Óskar P. Friðriksson, afi hins átta ára gamla Leifs Magnúsar Grétarssonar Thisland. Norskur dómstóll hefur samþykkt að veita Grétari, föður Leifs, fullt forræði yfir honum og er von á Leif til Íslands í byrjun júní þegar skólahaldi lýkur í bænum Mandal í Noregi. Þar hefur hann búið hjá norskum ættingjum frá því að móðir hans, Heidi Thisland Jensen, var myrt á hrottafengin hátt af kærasta sínum í mars síðastliðnum. „Ég talaði við Leif í gær og þá lá bara vel á honum, hann hlakkar mikið til að koma til okkar,“ segir Óskar og bætir við: „Við höfum auðvitað verið í miklu sambandi við hann en við pössum okkur þó að hringja ekki í hann allt of oft heldur. Hann er hjá mjög góðu fólki.“ Óskar á ekki von á því að það reynist Leif erfitt að aðlagast lífi á Íslandi. Hann hefur haft annan fótinn hér á landi undanfarin ár og bjó meðal annars hér frá júní 2008 til ágúst 2010. Íslensk fjölskylda Leifs býr í Vestmannaeyjum og þar gekk hann um tíma í skóla. „Það er hins vegar skylda okkar núna að sjá til þess að hann fái áfram að umgangast og vera með sínum ættingjum í Noregi. Amma hans talar til dæmis enga íslensku og þess vegna höfum við ráðið manneskju til að kenna honum og halda við norskunni,“ segir Óskar og bætir við: „Núna horfum við bara björtum augum á framtíðina og vonandi gróa sárin með tímanum. Þetta var náttúrlega gríðarleg áfall. Fyrir utan það að missa Heidi stóðum við allt í einu frammi fyrir því að þurfa að sanna okkur fyrir ættingjum hennar úti. En með góðra manna hjálp og mörgum bænum hefur þetta farið svona.“ Grétar, sonur Óskars, kynntist Heidi þegar hún dvaldist á sveitabæ hér á landi árið 2002. Þau felldu hugi saman og eignuðust Leif Magnús í janúar 2003. Heidi fluttist aftur til Noregs með drenginn en þau komu reglulega í langar heimsóknir til Íslands. Heidi fannst látin af völdum stungusára fyrir utan heimili sitt í Mandal hinn 20. mars síðastliðinn. Nokkrum klukkustundum síðar var kærasti hennar handtekinn en hann hefur síðan játað á sig morðið. Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Heim til Eyja eftir harmleik í Noregi „Þetta er hræðilegur harmleikur,“ segir Óskar P. Friðriksson, sem er á leið til Noregs á laugardag ásamt fjölskyldu sinni til þess að hitta barnabarn sitt, Leif Magnús Grétarsson, átta ára. Móðir Leifs Magnúsar, hin 28 ára gamla Heidi Thisland Jensen, var myrt aðfaranótt sunnudagsins í bænum Mandal í Noregi. 25. mars 2011 08:30 Gríðarlegt áfall fyrir drenginn "Það voru miklir fagnaðarfundir þegar við loksins hittum hann,“ segir Óskar P. Friðriksson úr Vestmannaeyjum sem hitti átta ára gamalt barnabarn sitt, Leif Magnús Grétarsson, í síðustu viku. 4. apríl 2011 09:30 Gott að hitta gamla skólafélaga Honum líkar vel og er alsæll. Hann er búinn að hitta gamla bekkjarfélaga og leikur sér við þá. Þetta gengur bara ofsalega vel,“ segir Óskar P. Friðriksson, afi Leifs Magnúsar, átta ára drengs í Vestmannaeyjum. 5. júlí 2011 05:45 Besta gjöfin að fá hann heim "Ég hef ekki fengið betri afmælisgjöf um ævina,“ segir Óskar P. Friðriksson, afi Leifs Magnúsar Grétarssonar, átta ára. Leif Magnús flytur til föðurfjölskyldu sinnar í Vestmannaeyjum frá Noregi 19. júní næstkomandi, á afmælisdegi afa síns. 26. maí 2011 07:00 Morðingi Heidi fékk fimmtán ár í fangelsi Morðingi Heidi Thisland-Jensen var dæmdur til fimmtán ára fangelsisvistar í Mandal í Noregi í gær. 12. nóvember 2011 21:15 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
„Þetta eru mjög góð tíðindi. Það er þungu fargi af okkur öllum létt,“ segir Óskar P. Friðriksson, afi hins átta ára gamla Leifs Magnúsar Grétarssonar Thisland. Norskur dómstóll hefur samþykkt að veita Grétari, föður Leifs, fullt forræði yfir honum og er von á Leif til Íslands í byrjun júní þegar skólahaldi lýkur í bænum Mandal í Noregi. Þar hefur hann búið hjá norskum ættingjum frá því að móðir hans, Heidi Thisland Jensen, var myrt á hrottafengin hátt af kærasta sínum í mars síðastliðnum. „Ég talaði við Leif í gær og þá lá bara vel á honum, hann hlakkar mikið til að koma til okkar,“ segir Óskar og bætir við: „Við höfum auðvitað verið í miklu sambandi við hann en við pössum okkur þó að hringja ekki í hann allt of oft heldur. Hann er hjá mjög góðu fólki.“ Óskar á ekki von á því að það reynist Leif erfitt að aðlagast lífi á Íslandi. Hann hefur haft annan fótinn hér á landi undanfarin ár og bjó meðal annars hér frá júní 2008 til ágúst 2010. Íslensk fjölskylda Leifs býr í Vestmannaeyjum og þar gekk hann um tíma í skóla. „Það er hins vegar skylda okkar núna að sjá til þess að hann fái áfram að umgangast og vera með sínum ættingjum í Noregi. Amma hans talar til dæmis enga íslensku og þess vegna höfum við ráðið manneskju til að kenna honum og halda við norskunni,“ segir Óskar og bætir við: „Núna horfum við bara björtum augum á framtíðina og vonandi gróa sárin með tímanum. Þetta var náttúrlega gríðarleg áfall. Fyrir utan það að missa Heidi stóðum við allt í einu frammi fyrir því að þurfa að sanna okkur fyrir ættingjum hennar úti. En með góðra manna hjálp og mörgum bænum hefur þetta farið svona.“ Grétar, sonur Óskars, kynntist Heidi þegar hún dvaldist á sveitabæ hér á landi árið 2002. Þau felldu hugi saman og eignuðust Leif Magnús í janúar 2003. Heidi fluttist aftur til Noregs með drenginn en þau komu reglulega í langar heimsóknir til Íslands. Heidi fannst látin af völdum stungusára fyrir utan heimili sitt í Mandal hinn 20. mars síðastliðinn. Nokkrum klukkustundum síðar var kærasti hennar handtekinn en hann hefur síðan játað á sig morðið.
Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Heim til Eyja eftir harmleik í Noregi „Þetta er hræðilegur harmleikur,“ segir Óskar P. Friðriksson, sem er á leið til Noregs á laugardag ásamt fjölskyldu sinni til þess að hitta barnabarn sitt, Leif Magnús Grétarsson, átta ára. Móðir Leifs Magnúsar, hin 28 ára gamla Heidi Thisland Jensen, var myrt aðfaranótt sunnudagsins í bænum Mandal í Noregi. 25. mars 2011 08:30 Gríðarlegt áfall fyrir drenginn "Það voru miklir fagnaðarfundir þegar við loksins hittum hann,“ segir Óskar P. Friðriksson úr Vestmannaeyjum sem hitti átta ára gamalt barnabarn sitt, Leif Magnús Grétarsson, í síðustu viku. 4. apríl 2011 09:30 Gott að hitta gamla skólafélaga Honum líkar vel og er alsæll. Hann er búinn að hitta gamla bekkjarfélaga og leikur sér við þá. Þetta gengur bara ofsalega vel,“ segir Óskar P. Friðriksson, afi Leifs Magnúsar, átta ára drengs í Vestmannaeyjum. 5. júlí 2011 05:45 Besta gjöfin að fá hann heim "Ég hef ekki fengið betri afmælisgjöf um ævina,“ segir Óskar P. Friðriksson, afi Leifs Magnúsar Grétarssonar, átta ára. Leif Magnús flytur til föðurfjölskyldu sinnar í Vestmannaeyjum frá Noregi 19. júní næstkomandi, á afmælisdegi afa síns. 26. maí 2011 07:00 Morðingi Heidi fékk fimmtán ár í fangelsi Morðingi Heidi Thisland-Jensen var dæmdur til fimmtán ára fangelsisvistar í Mandal í Noregi í gær. 12. nóvember 2011 21:15 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Heim til Eyja eftir harmleik í Noregi „Þetta er hræðilegur harmleikur,“ segir Óskar P. Friðriksson, sem er á leið til Noregs á laugardag ásamt fjölskyldu sinni til þess að hitta barnabarn sitt, Leif Magnús Grétarsson, átta ára. Móðir Leifs Magnúsar, hin 28 ára gamla Heidi Thisland Jensen, var myrt aðfaranótt sunnudagsins í bænum Mandal í Noregi. 25. mars 2011 08:30
Gríðarlegt áfall fyrir drenginn "Það voru miklir fagnaðarfundir þegar við loksins hittum hann,“ segir Óskar P. Friðriksson úr Vestmannaeyjum sem hitti átta ára gamalt barnabarn sitt, Leif Magnús Grétarsson, í síðustu viku. 4. apríl 2011 09:30
Gott að hitta gamla skólafélaga Honum líkar vel og er alsæll. Hann er búinn að hitta gamla bekkjarfélaga og leikur sér við þá. Þetta gengur bara ofsalega vel,“ segir Óskar P. Friðriksson, afi Leifs Magnúsar, átta ára drengs í Vestmannaeyjum. 5. júlí 2011 05:45
Besta gjöfin að fá hann heim "Ég hef ekki fengið betri afmælisgjöf um ævina,“ segir Óskar P. Friðriksson, afi Leifs Magnúsar Grétarssonar, átta ára. Leif Magnús flytur til föðurfjölskyldu sinnar í Vestmannaeyjum frá Noregi 19. júní næstkomandi, á afmælisdegi afa síns. 26. maí 2011 07:00
Morðingi Heidi fékk fimmtán ár í fangelsi Morðingi Heidi Thisland-Jensen var dæmdur til fimmtán ára fangelsisvistar í Mandal í Noregi í gær. 12. nóvember 2011 21:15
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?