Seðlabankar hækka stýrivexti bráðlega Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 4. maí 2011 16:00 Almennt er búist við að helstu seðlabankar heimsins séu að snúa frá lágvaxtastefnu sinni sem verið hefur við lýði í á þriðja ár í baráttu sinni gegn verðhækkunum á olíu- og matvörumarkaði sem hefur keyrt upp verðbólgu víða um heim. Evrópski seðlabankinn reið á vaðið í nýliðnum mánuði og hækkaði stýrivexti um fjórðung úr prósentustigi. Við það fór vaxtastig úr einu prósenti í 1,25 og hefur það ekki verið hærra í tæp þrjú ár. Helsta ástæðan fyrir vaxtahækkuninni er sú að verðbólga jókst á evrusvæðinu í mánuðinum, fór úr 2,7 prósentum í mars í 2,8 prósent. Það er tæpu prósentustigi yfir verðbólgumarkmiðum evrópska seðlabankans. Vaxtahækkun hefur af sömu ástæðu legið um skeið í loftinu í Bandaríkjunum og Bretlandi, sem bæði flagga lægstu stýrivöxtum í sögulegu tilliti. Bloomberg-fréttastofan hefur eftir fjármálasérfræðingum í Evrópu að aðstæður séu slíkar á myntsvæðinu að sennilegt sé að vextir verði hækkaðir frekar í næsta mánuði, jafnvel að þeir verði komnir í 1,75 prósent fyrir árslok. Jens Sondergaard, hagfræðingur hjá fjármálafyrirtækinu Nomura International í London, segir í samtali við fréttastofuna vaxtahækkun geta hamlað því að fasteignamarkaðurinn nái sér á strik eftir dýfu í fjármálakreppunni. „Það hefur dregið úr eftirspurn húsnæðislána. Við teljum að fólk viti ekki í hvorn fótinn það á að stíga," segir hann. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, AGS, varaði nýverið við að aukin verðbólga gæti haft neikvæð áhrif í Asíu, ekki síst á íbúa landanna. Mælt var með því að seðlabankar í álfunni brygðust við með aðhaldssamari fjármálastefnu en fram til þessa hefði tíðkast. Indverjar hafa ekki látið sitt eftir liggja. Seðlabanki landsins hækkaði stýrivexti í gær um hálft prósentustig og fór vaxtastig við það í 7,25 prósent. Breska ríkisútvarpið segir þetta snarpari hækkun en búist hafi verið við. Þetta var níunda stýrivaxtahækkun bankans á rúmu ári og liður í að draga úr þenslu efnahagslífsins. Verðbólga á Indlandi mældist 8,9 prósent í mars. Búist er við að aðgerðin muni draga hagvöxt niður í átta prósent á árinu. Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Sjá meira
Almennt er búist við að helstu seðlabankar heimsins séu að snúa frá lágvaxtastefnu sinni sem verið hefur við lýði í á þriðja ár í baráttu sinni gegn verðhækkunum á olíu- og matvörumarkaði sem hefur keyrt upp verðbólgu víða um heim. Evrópski seðlabankinn reið á vaðið í nýliðnum mánuði og hækkaði stýrivexti um fjórðung úr prósentustigi. Við það fór vaxtastig úr einu prósenti í 1,25 og hefur það ekki verið hærra í tæp þrjú ár. Helsta ástæðan fyrir vaxtahækkuninni er sú að verðbólga jókst á evrusvæðinu í mánuðinum, fór úr 2,7 prósentum í mars í 2,8 prósent. Það er tæpu prósentustigi yfir verðbólgumarkmiðum evrópska seðlabankans. Vaxtahækkun hefur af sömu ástæðu legið um skeið í loftinu í Bandaríkjunum og Bretlandi, sem bæði flagga lægstu stýrivöxtum í sögulegu tilliti. Bloomberg-fréttastofan hefur eftir fjármálasérfræðingum í Evrópu að aðstæður séu slíkar á myntsvæðinu að sennilegt sé að vextir verði hækkaðir frekar í næsta mánuði, jafnvel að þeir verði komnir í 1,75 prósent fyrir árslok. Jens Sondergaard, hagfræðingur hjá fjármálafyrirtækinu Nomura International í London, segir í samtali við fréttastofuna vaxtahækkun geta hamlað því að fasteignamarkaðurinn nái sér á strik eftir dýfu í fjármálakreppunni. „Það hefur dregið úr eftirspurn húsnæðislána. Við teljum að fólk viti ekki í hvorn fótinn það á að stíga," segir hann. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, AGS, varaði nýverið við að aukin verðbólga gæti haft neikvæð áhrif í Asíu, ekki síst á íbúa landanna. Mælt var með því að seðlabankar í álfunni brygðust við með aðhaldssamari fjármálastefnu en fram til þessa hefði tíðkast. Indverjar hafa ekki látið sitt eftir liggja. Seðlabanki landsins hækkaði stýrivexti í gær um hálft prósentustig og fór vaxtastig við það í 7,25 prósent. Breska ríkisútvarpið segir þetta snarpari hækkun en búist hafi verið við. Þetta var níunda stýrivaxtahækkun bankans á rúmu ári og liður í að draga úr þenslu efnahagslífsins. Verðbólga á Indlandi mældist 8,9 prósent í mars. Búist er við að aðgerðin muni draga hagvöxt niður í átta prósent á árinu.
Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Sjá meira