Kvótamálið og launafólkið Matthías Kristinsson skrifar 30. apríl 2011 06:00 Það er ólíðandi að Samtök atvinnulífsins skuli stilla almennu launafólki upp við vegg og halda því í gíslingu vegna fiskveiðikvótamáls sem er svo stórgallað að brýn þörf er á að breyta því. Af þeim sökum vil ég koma með innlegg í umræðuna og set það fram sem tillögu til lausnar á kvótakerfinu sem nánast ekkert gott hefur látið af sér leiða. Tillagan byggir á eftirfarandi atriðum: 1. Auðlindin er og verður alla tíð þjóðareign og skulu veiðiheimildir aðeins leigðar út af íslenska ríkinu samk. ákv. reglum. 2. Núverandi kvótahafar skulu þó halda kvótaveiðiheimildum sínum án veiðigjalds næstu fjögur árin en allur viðbótarkvóti skal leigður út af ríkinu. 3. Þeir sem sannanlega hafa keypt kvóta skulu halda honum, að frádregnum þeim kvóta sem þeir hafa selt, án veiðigjalds næstu 10-15 árin. 4. Kvótaveiðiheimildin erfist ekki og skal hún hvorki vera framseljanleg né leigð öðrum. 5. Sé kvótaveiðiheimildin ekki nýtt að neinu marki í tvö ár samfellt fellur kvótaveiðiheimildin niður. Þó má sama útgerð flytja kvótaveiðiheimild á milli skipa í eigin eigu. 6. Allan afla skal koma með að landi og verði handhafi kvótaveiðiheimildar uppvís að aflabrottkasti getur það orðið til þess að kvótaveiðiheimild hans falli úr gildi. Sama getur átt við ef handhafi kvótaveiðiheimildar verður uppvís að stórfelldum skattsvikum. Það er von mín að þessi ofangreindu atriði, ásam öðrum, geti orðið til að lausn finnist á þessu leiðinda máli og að sátt verði í framtíðinni um sjávarútvegsmál, kaup og kjör vinnandi fólks og lífskjör öryrkja og aldraðra í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun
Það er ólíðandi að Samtök atvinnulífsins skuli stilla almennu launafólki upp við vegg og halda því í gíslingu vegna fiskveiðikvótamáls sem er svo stórgallað að brýn þörf er á að breyta því. Af þeim sökum vil ég koma með innlegg í umræðuna og set það fram sem tillögu til lausnar á kvótakerfinu sem nánast ekkert gott hefur látið af sér leiða. Tillagan byggir á eftirfarandi atriðum: 1. Auðlindin er og verður alla tíð þjóðareign og skulu veiðiheimildir aðeins leigðar út af íslenska ríkinu samk. ákv. reglum. 2. Núverandi kvótahafar skulu þó halda kvótaveiðiheimildum sínum án veiðigjalds næstu fjögur árin en allur viðbótarkvóti skal leigður út af ríkinu. 3. Þeir sem sannanlega hafa keypt kvóta skulu halda honum, að frádregnum þeim kvóta sem þeir hafa selt, án veiðigjalds næstu 10-15 árin. 4. Kvótaveiðiheimildin erfist ekki og skal hún hvorki vera framseljanleg né leigð öðrum. 5. Sé kvótaveiðiheimildin ekki nýtt að neinu marki í tvö ár samfellt fellur kvótaveiðiheimildin niður. Þó má sama útgerð flytja kvótaveiðiheimild á milli skipa í eigin eigu. 6. Allan afla skal koma með að landi og verði handhafi kvótaveiðiheimildar uppvís að aflabrottkasti getur það orðið til þess að kvótaveiðiheimild hans falli úr gildi. Sama getur átt við ef handhafi kvótaveiðiheimildar verður uppvís að stórfelldum skattsvikum. Það er von mín að þessi ofangreindu atriði, ásam öðrum, geti orðið til að lausn finnist á þessu leiðinda máli og að sátt verði í framtíðinni um sjávarútvegsmál, kaup og kjör vinnandi fólks og lífskjör öryrkja og aldraðra í landinu.