Aðeins tveir af bönkunum sex fá að lifa 2. apríl 2011 08:00 Viðskiptavinir í biðröð við hraðbanka annars tveggja stóru bankanna sem ákveðið hefur verið að lifi af þjóðnýtingu bankakerfisins.fréttablaðið/AP Írska stjórnin vill enn fá því framgengt að erlendir kröfuhafar taki að hluta á sig skellinn af gjaldþroti írsku bankanna. Seðlabanki Evrópu, sem hefur höfuðstöðvar í Frankfurt, hefur hins vegar staðið í veginum. Á fimmtudag leiddi nýtt álagspróf í ljós að björgunarféð sem írska ríkið þarf að útvega bönkunum er 70,5 milljarðar evra, eða um það bil 11.500 milljarðar króna. Þetta er 24 milljörðum evra eða nærri 4.000 milljörðum króna hærri upphæð en áður var gert ráð fyrir. Í framhaldi af þessum upplýsingum kynnti írska stjórnin áform sín um uppstokkun á bankakerfinu: Ákvörðun hefur verið tekin um að einungis tveir af stóru bönkunum sex sem komnir eru í ríkiseigu fái að lifa áfram: Anglo-Irish Bank og Bank of Ireland. Írska stjórnin hefur fengið samþykki hjá Seðlabanka Evrópu til þess að láta eigendur veðtryggðra skuldabréfa taka á sig fimm milljarða evra tap, en það samsvarar ríflega 800 milljörðum króna. Michael Noonan, fjármálaráðherra Írlands, segir Seðlabankann hins vegar ekki fáanlegan til að samþykkja að forgangskröfuhafar, sem einkum eru breskir, þýskir og bandarískir bankar með óveðbundnar kröfur, taki á sig neitt tap. Noonan sagði þetta þveröfugt við þá leið sem farin hefði verið í Bandaríkjunum, þar sem kröfuhafar fengu á sig skellinn fljótlega eftir að bankakreppan þar skall á. „Bandaríska leiðin við að gera hlutina er að deila byrðunum og láta lánardrottna taka á sig hluta sársaukans. Evrópska leiðin er önnur,“ segir Noonan. Hann var ósáttur við áform Evrópusambandsins um að breyta þessu með nýjum reglum, sem eiga ekki að taka gildi fyrr en árið 2013, en þá yrði það orðið of seint fyrir Írland. Noonan segir írsku stjórnina ekki ætla að ganga gegn vilja Evrópska seðlabankans í þessum efnum, en gerir sér þó vonir um að bankinn verði fáanlegur til að skipta um skoðun, enda sé ekki einhugur meðal bankastjóra hans um málið. „Bankinn í Frankfurt er að útvega nærri 200 milljarða evrur í lausafé fyrir írska bankakerfið. Við sögðumst vilja deila byrðunum en við myndum ekki gera það einhliða,“ sagði hann. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Sjá meira
Írska stjórnin vill enn fá því framgengt að erlendir kröfuhafar taki að hluta á sig skellinn af gjaldþroti írsku bankanna. Seðlabanki Evrópu, sem hefur höfuðstöðvar í Frankfurt, hefur hins vegar staðið í veginum. Á fimmtudag leiddi nýtt álagspróf í ljós að björgunarféð sem írska ríkið þarf að útvega bönkunum er 70,5 milljarðar evra, eða um það bil 11.500 milljarðar króna. Þetta er 24 milljörðum evra eða nærri 4.000 milljörðum króna hærri upphæð en áður var gert ráð fyrir. Í framhaldi af þessum upplýsingum kynnti írska stjórnin áform sín um uppstokkun á bankakerfinu: Ákvörðun hefur verið tekin um að einungis tveir af stóru bönkunum sex sem komnir eru í ríkiseigu fái að lifa áfram: Anglo-Irish Bank og Bank of Ireland. Írska stjórnin hefur fengið samþykki hjá Seðlabanka Evrópu til þess að láta eigendur veðtryggðra skuldabréfa taka á sig fimm milljarða evra tap, en það samsvarar ríflega 800 milljörðum króna. Michael Noonan, fjármálaráðherra Írlands, segir Seðlabankann hins vegar ekki fáanlegan til að samþykkja að forgangskröfuhafar, sem einkum eru breskir, þýskir og bandarískir bankar með óveðbundnar kröfur, taki á sig neitt tap. Noonan sagði þetta þveröfugt við þá leið sem farin hefði verið í Bandaríkjunum, þar sem kröfuhafar fengu á sig skellinn fljótlega eftir að bankakreppan þar skall á. „Bandaríska leiðin við að gera hlutina er að deila byrðunum og láta lánardrottna taka á sig hluta sársaukans. Evrópska leiðin er önnur,“ segir Noonan. Hann var ósáttur við áform Evrópusambandsins um að breyta þessu með nýjum reglum, sem eiga ekki að taka gildi fyrr en árið 2013, en þá yrði það orðið of seint fyrir Írland. Noonan segir írsku stjórnina ekki ætla að ganga gegn vilja Evrópska seðlabankans í þessum efnum, en gerir sér þó vonir um að bankinn verði fáanlegur til að skipta um skoðun, enda sé ekki einhugur meðal bankastjóra hans um málið. „Bankinn í Frankfurt er að útvega nærri 200 milljarða evrur í lausafé fyrir írska bankakerfið. Við sögðumst vilja deila byrðunum en við myndum ekki gera það einhliða,“ sagði hann. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Sjá meira