Ótrúlegar vinsældir Adele 31. mars 2011 08:00 vinsæl Söngkonan Adele hefur slegið í gegn úti um allan heim með hljómfagri rödd sinni og flottum lagasmíðum. nordicphotos/getty Þrátt fyrir ungan aldur hefur breska söngkonan Adele slegið í gegn beggja vegna Atlantshafsins. Önnur plata hennar hefur setið í níu vikur á toppi breska breiðskífulistans. Önnur plata bresku söngkonunnar Adele, 21, hefur setið í níu vikur samfleytt á toppi breska breiðskífulistans. Þar með hefur hún jafnað met Madonnu yfir þær söngkonur sem hafa setið lengst í toppsætinu. Lögin Rolling in the Deep og Someone Like You hafa notið mikilla vinsælda og hið síðarnefnda er núna í efsta sæti breska smáskífulistans. Adele útskrifaðist árið 2006 úr Brit-tónlistarskólanum þar sem Amy Winehouse, Katie Melua og Leona Lewis hafa einnig stundað nám. Fyrst ætlaði hún ekki að verða söngkona heldur starfa við að koma öðrum listamönnum á framfæri. Söngferill hennar hófst óvænt eftir að vinur hennar setti á Myspace-síðuna upptökur af lögum sem hún hafði sungið í skólanum. Lögin vöktu athygli útgáfunnar XL Recordings sem samdi við hana sama ár. Adele vakti fyrst athygli þegar hún var valin líklegust til að slá í gegn á árinu 2008 af sérfræðingum BBC. Þá var hún aðeins nítján ára og um leið yngsti flytjandinn til að hljóta þennan heiður. Fyrsta plata hennar, 19, fór beint í efsta sætið í Bretlandi og hefur núna selst í 1,1 milljón eintaka. Árið 2009 hlaut Adele svo bandarísku Grammy-verðlaunin í tvígang, sem besti nýliðinn og fyrir lagið Chasing Pavement. Platan 19 er núna í öðru sæti á breska breiðskífulistanum á eftir 21 en sú plata hefur selst í 1,5 milljónum eintaka eftir að hafa farið beint á toppinn í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hver ætli ástæðan sé fyrir þessum ótrúlegu vinsældum Adele? Fyrir utan hljómfagra röddina og góð lög, sem hún semur sjálf, hjálpaði það henni að útgáfa hennar af lagi Bobs Dylan, Make You Feel My Love, var notuð margoft í breska X Factor-þættinum. Frammistaða Adele í bandaríska þættinum Saturday Night Live og á bresku Brit-hátíðinni átti einnig sinn þátt í vinsældunum. Á Brit-hátíðinni söng hún Someone Like You sitjandi við píanóið. „Maður er svo vanur tónlistarmönnum með mikil dansatriði en þetta var mjög berstrípað,“ sagði Paul Williams hjá Music Week í viðtali við BBC. Á tímum þegar of mikið af fyrirfram sköpuðum tónlistarmönnum er ýtt að almenningi kemur hún inn eins og ferskur stormsveipur.“ freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir VÆB-bræður komust áfram „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Þrátt fyrir ungan aldur hefur breska söngkonan Adele slegið í gegn beggja vegna Atlantshafsins. Önnur plata hennar hefur setið í níu vikur á toppi breska breiðskífulistans. Önnur plata bresku söngkonunnar Adele, 21, hefur setið í níu vikur samfleytt á toppi breska breiðskífulistans. Þar með hefur hún jafnað met Madonnu yfir þær söngkonur sem hafa setið lengst í toppsætinu. Lögin Rolling in the Deep og Someone Like You hafa notið mikilla vinsælda og hið síðarnefnda er núna í efsta sæti breska smáskífulistans. Adele útskrifaðist árið 2006 úr Brit-tónlistarskólanum þar sem Amy Winehouse, Katie Melua og Leona Lewis hafa einnig stundað nám. Fyrst ætlaði hún ekki að verða söngkona heldur starfa við að koma öðrum listamönnum á framfæri. Söngferill hennar hófst óvænt eftir að vinur hennar setti á Myspace-síðuna upptökur af lögum sem hún hafði sungið í skólanum. Lögin vöktu athygli útgáfunnar XL Recordings sem samdi við hana sama ár. Adele vakti fyrst athygli þegar hún var valin líklegust til að slá í gegn á árinu 2008 af sérfræðingum BBC. Þá var hún aðeins nítján ára og um leið yngsti flytjandinn til að hljóta þennan heiður. Fyrsta plata hennar, 19, fór beint í efsta sætið í Bretlandi og hefur núna selst í 1,1 milljón eintaka. Árið 2009 hlaut Adele svo bandarísku Grammy-verðlaunin í tvígang, sem besti nýliðinn og fyrir lagið Chasing Pavement. Platan 19 er núna í öðru sæti á breska breiðskífulistanum á eftir 21 en sú plata hefur selst í 1,5 milljónum eintaka eftir að hafa farið beint á toppinn í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hver ætli ástæðan sé fyrir þessum ótrúlegu vinsældum Adele? Fyrir utan hljómfagra röddina og góð lög, sem hún semur sjálf, hjálpaði það henni að útgáfa hennar af lagi Bobs Dylan, Make You Feel My Love, var notuð margoft í breska X Factor-þættinum. Frammistaða Adele í bandaríska þættinum Saturday Night Live og á bresku Brit-hátíðinni átti einnig sinn þátt í vinsældunum. Á Brit-hátíðinni söng hún Someone Like You sitjandi við píanóið. „Maður er svo vanur tónlistarmönnum með mikil dansatriði en þetta var mjög berstrípað,“ sagði Paul Williams hjá Music Week í viðtali við BBC. Á tímum þegar of mikið af fyrirfram sköpuðum tónlistarmönnum er ýtt að almenningi kemur hún inn eins og ferskur stormsveipur.“ freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir VÆB-bræður komust áfram „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira