Lét drauminn rætast og gerði plötu með pabba 18. mars 2011 09:00 Oddur Snær Magnússon lét drauminn rætast og tók upp sólóplötu fyrir þrítugsafmæli sitt. „Þetta er hlutur sem ég þurfti að gera áður en ég varð þrítugur," segir Oddur Snær Magnússon, sonur tónlistarmannsins Magnúsar Kjartanssonar. Oddur Snær heldur útgáfuhóf í kvöld, daginn fyrir þrítugsafmælið sitt, í tilefni af sinni fyrstu sólóplötu, Tækifæri. Hún hefur að geyma tökulög sem hafa lengi verið í uppáhaldi hjá honum og verða þau afhjúpuð í útgáfuhófinu í kvöld. „Þetta var seinasti séns til að gera eitthvað svona og þá var náttúrulega slegið til. Ég byrjaði að vinna í þessu í janúar," segir Oddur Snær, sem er ekki þekktur fyrir sönghæfileika sína. Hann ákvað að ganga alla leið með „grínið" því hann pantaði hljóðverstíma hjá föður sínum, lét útbúa plötuumslag með mynd af sér og sendi út fréttatilkynningu til vina og vandamanna, sem komu algjörlega af fjöllum.Umslag plötunnar Tækifæri sem Oddur lét útbúa vegna afmælisins.Aðspurður segir hann að kostulegt hafi verið að vinna með föður sínum í fyrsta sinn. „Þarna var ég með einn reyndasta upptökustjóra Íslands sem hefur unnið með Geirmundi Valtýssyni, Megasi og Hallbirni Hjartarsyni. Ég var þarna í góðra manna hópi undir hans leiðsögn," segir hann léttur og telur sig hafa hitt í mark hjá föður sínum. „Ég held ég hafi komið honum einstaklega á óvart með leyndum sönghæfileikum sem ég er búinn að liggja á eins og ormur á gulli í þrjátíu ár." Oddur Snær hefur lengi staðið í skugganum af systur sinni Margréti Gauju hvað sönghæfileika varðar því hann var fjögurra ára þegar hún söng Sólarsömbu með föður þeirra í Eurovision-keppninni. „Það mætti segja að ég sé að hefna mín núna. Hún er augljóslega að farast úr öfundsýki út af þessari plötu."Magnús Kjartansson.Oddur á reyndar stuttan feril að baki sem tónlistarmaður því hann vann Músíktilraunir með hljómsveitinni Stæner árið 1998 þar sem hann spilaði á hljómborð. Einnig syngur hann með karlakór Kaffibarsins. „Þetta blundar þarna undir niðri. Það er bara spurning um að virkja það." Maggi Kjartans hafði gaman af því að vinna með syni sínum og er sérlega ánægður með bassarödd hans. „Þegar hann tilkynnti mér að hann væri kominn í kór hélt ég að ég væri að heyra vitlaust því ég hafði aldrei heyrt hann syngja," segir hann. „Ég ætla ekki að fella neinn dóm um sönghæfileika hans nema bara að hann heldur lagi og er með þessa bassarödd. En diskurinn og öll þessi uppákoma er ein stór kómedía sem hann er að búa til." freyr@frettabladid.is Lífið Tónlist Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Sjá meira
„Þetta er hlutur sem ég þurfti að gera áður en ég varð þrítugur," segir Oddur Snær Magnússon, sonur tónlistarmannsins Magnúsar Kjartanssonar. Oddur Snær heldur útgáfuhóf í kvöld, daginn fyrir þrítugsafmælið sitt, í tilefni af sinni fyrstu sólóplötu, Tækifæri. Hún hefur að geyma tökulög sem hafa lengi verið í uppáhaldi hjá honum og verða þau afhjúpuð í útgáfuhófinu í kvöld. „Þetta var seinasti séns til að gera eitthvað svona og þá var náttúrulega slegið til. Ég byrjaði að vinna í þessu í janúar," segir Oddur Snær, sem er ekki þekktur fyrir sönghæfileika sína. Hann ákvað að ganga alla leið með „grínið" því hann pantaði hljóðverstíma hjá föður sínum, lét útbúa plötuumslag með mynd af sér og sendi út fréttatilkynningu til vina og vandamanna, sem komu algjörlega af fjöllum.Umslag plötunnar Tækifæri sem Oddur lét útbúa vegna afmælisins.Aðspurður segir hann að kostulegt hafi verið að vinna með föður sínum í fyrsta sinn. „Þarna var ég með einn reyndasta upptökustjóra Íslands sem hefur unnið með Geirmundi Valtýssyni, Megasi og Hallbirni Hjartarsyni. Ég var þarna í góðra manna hópi undir hans leiðsögn," segir hann léttur og telur sig hafa hitt í mark hjá föður sínum. „Ég held ég hafi komið honum einstaklega á óvart með leyndum sönghæfileikum sem ég er búinn að liggja á eins og ormur á gulli í þrjátíu ár." Oddur Snær hefur lengi staðið í skugganum af systur sinni Margréti Gauju hvað sönghæfileika varðar því hann var fjögurra ára þegar hún söng Sólarsömbu með föður þeirra í Eurovision-keppninni. „Það mætti segja að ég sé að hefna mín núna. Hún er augljóslega að farast úr öfundsýki út af þessari plötu."Magnús Kjartansson.Oddur á reyndar stuttan feril að baki sem tónlistarmaður því hann vann Músíktilraunir með hljómsveitinni Stæner árið 1998 þar sem hann spilaði á hljómborð. Einnig syngur hann með karlakór Kaffibarsins. „Þetta blundar þarna undir niðri. Það er bara spurning um að virkja það." Maggi Kjartans hafði gaman af því að vinna með syni sínum og er sérlega ánægður með bassarödd hans. „Þegar hann tilkynnti mér að hann væri kominn í kór hélt ég að ég væri að heyra vitlaust því ég hafði aldrei heyrt hann syngja," segir hann. „Ég ætla ekki að fella neinn dóm um sönghæfileika hans nema bara að hann heldur lagi og er með þessa bassarödd. En diskurinn og öll þessi uppákoma er ein stór kómedía sem hann er að búa til." freyr@frettabladid.is
Lífið Tónlist Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Sjá meira