Upphandleggurinn er 42 sentimetrar að ummáli 5. febrúar 2011 13:00 Jóhannes Haukur hefur tekið vel á því í ræktinni undanfarna þrjá mánuði og er orðinn hrikalegur að sjá. Hann býst þó ekki við að halda því til streitu þegar tökum á kvikmyndinni Svartur á leik lýkur.Fréttablaðið/Arnþór Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson undirbýr sig nú af krafti fyrir hlutverk sitt sem hrottinn Tóti úr bókinni Svartur á leik en tökur á myndinni hefjast 1. mars. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Stefáns Mána sem kom út fyrir sex árum en hitt aðalhlutverkið verður í höndum Þorvaldar Davíðs Kristjánssonar. Hann mun leika Stebba sækó. Jóhannes hefur stundað líkamsrækt og lyftingar af miklum móð síðastliðna þrjá mánuði, sporðrennt prótínum og lyft lóðum á nóttinni í líkamsræktarstöð World Class við Kringluna. „Ég er búinn að vera að vinna í þessu undir handleiðslu þriggja manna. Fyrst hjá Hilmari Arnarsyni hjá Fram við að koma mér í form fyrir áramót og svo hjá Konráð Gíslasyni kraftajötni eftir áramót við lyftingar. Svo er Guðjón Þorsteinn Pálmarsson, leikari og kraftlyftingaáhugamaður, með mér líka, hann sér samt aðallega um að ég mæti í ræktina og tryggir að ég geri æfingarnar,“ segir Jóhannes Haukur, sem hefur bætt töluvert við sig í vöðvamassa. Jóhannes segir þetta vera hrikalega skemmtilegt, ekki síst vegna þess að árangurinn er festur á filmu. „Ég hef aldrei prófað að gera svona áður fyrir hlutverk en maður hefur auðvitað prófað þetta í lífinu sjálfu með misjöfnum árangri.“ Jóhannes er orðinn ansi hrikalegur, er með upphandleggsvöðva sem fagmennirnir kalla „byssur“ upp á 42 sentimetra og búinn að lækka fituprósentuna úr 24 prósentustigum í átján. Hann tekur hundrað í bekk og hefur farið í ræktina á hverjum degi. Jóhannes segist sjálfur alltaf hafa rokkað í þyngd og hann býst við að allt fari fjandans til þegar tökum á Svörtum á leik lýkur. „Við sjáum samt til, ég hef alveg áður reynt að taka mig á, þetta er bölvað eilífðarverkefni.“ Jóhannes ætti þó ekki að vera í neinum vandræðum með að finna keppinaut á tökustað því þegar hefur verið tilkynnt að Egill „Gillz“ Einarsson, einn þekktasti kraftajötunn landsins, muni leika í myndinni. Jóhannes segir það koma til greina að skora á hann í einhvers konar keppni. „Ég sá hann reyndar um daginn og mér til mikillar gleði er hann mun lágvaxnari en ég. Ég þarf hins vegar aðeins að vinna meira í breiddinni.“ freyrgigja@frettabladid.is Heilsa Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Sjá meira
Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson undirbýr sig nú af krafti fyrir hlutverk sitt sem hrottinn Tóti úr bókinni Svartur á leik en tökur á myndinni hefjast 1. mars. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Stefáns Mána sem kom út fyrir sex árum en hitt aðalhlutverkið verður í höndum Þorvaldar Davíðs Kristjánssonar. Hann mun leika Stebba sækó. Jóhannes hefur stundað líkamsrækt og lyftingar af miklum móð síðastliðna þrjá mánuði, sporðrennt prótínum og lyft lóðum á nóttinni í líkamsræktarstöð World Class við Kringluna. „Ég er búinn að vera að vinna í þessu undir handleiðslu þriggja manna. Fyrst hjá Hilmari Arnarsyni hjá Fram við að koma mér í form fyrir áramót og svo hjá Konráð Gíslasyni kraftajötni eftir áramót við lyftingar. Svo er Guðjón Þorsteinn Pálmarsson, leikari og kraftlyftingaáhugamaður, með mér líka, hann sér samt aðallega um að ég mæti í ræktina og tryggir að ég geri æfingarnar,“ segir Jóhannes Haukur, sem hefur bætt töluvert við sig í vöðvamassa. Jóhannes segir þetta vera hrikalega skemmtilegt, ekki síst vegna þess að árangurinn er festur á filmu. „Ég hef aldrei prófað að gera svona áður fyrir hlutverk en maður hefur auðvitað prófað þetta í lífinu sjálfu með misjöfnum árangri.“ Jóhannes er orðinn ansi hrikalegur, er með upphandleggsvöðva sem fagmennirnir kalla „byssur“ upp á 42 sentimetra og búinn að lækka fituprósentuna úr 24 prósentustigum í átján. Hann tekur hundrað í bekk og hefur farið í ræktina á hverjum degi. Jóhannes segist sjálfur alltaf hafa rokkað í þyngd og hann býst við að allt fari fjandans til þegar tökum á Svörtum á leik lýkur. „Við sjáum samt til, ég hef alveg áður reynt að taka mig á, þetta er bölvað eilífðarverkefni.“ Jóhannes ætti þó ekki að vera í neinum vandræðum með að finna keppinaut á tökustað því þegar hefur verið tilkynnt að Egill „Gillz“ Einarsson, einn þekktasti kraftajötunn landsins, muni leika í myndinni. Jóhannes segir það koma til greina að skora á hann í einhvers konar keppni. „Ég sá hann reyndar um daginn og mér til mikillar gleði er hann mun lágvaxnari en ég. Ég þarf hins vegar aðeins að vinna meira í breiddinni.“ freyrgigja@frettabladid.is
Heilsa Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Sjá meira