Guðmundur vísar ummælum Dags til föðurhúsanna Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar 28. janúar 2011 08:00 Dagur Sigurðsson gagnrýndi Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara harkalega í þýskum fjölmiðlum í gær. Þar sakaði hann Guðmund um að þjösnast á Alexander Peterssyni, sem spilar undir stjórn Dags hjá Füchse Berlin, og hlífa um leið Ólafi Stefánssyni sem leikur undir stjórn Guðmundar hjá Rhein-Neckar Löwen. „Ég ræddi við Alexander Petersson og hann sagði mér að hann væri í slæmu ástandi og í raun búinn á því. Þrátt fyrir það spilar hann næstum alla leiki frá upphafi til enda," sagði Dagur í samtali við vefmiðilinn handball-welt.de. „Á sama tíma hefur Ólafur Stefánsson spilað mjög lítið. Svo les ég það í íslenskum fjölmiðlum að Ólafur segist vera leikfær. Það skil ég ekki og hef ég það á tilfinningunni að Guðmundur sé að hugsa um hagsmuni Löwen. Þetta er mér alls ekki auðvelt mál enda eru Ólafur og Guðmundur góðir vinir mínir." Fréttablaðið bar þessi ummæli undir Alexander. „Ég veit ekki af hverju Dagur er að segja þetta. Kannski heldur hann þetta en það er í fínu lagi með mig. Ég er góður og get spilað gegn Króatíu," sagði Alexander. Guðmundur hafði ekki lesið ummæli Dags þegar Fréttablaðið hitti hann í gær en hafði heyrt af þeim. Hann var ekki sáttur við það sem hann hafði heyrt. „Það er mín skylda að spila með þeim leikmönnum sem ég hef úr að spila. Ef það er rétt að Dagur ýi að því að ég sé að hlífa Ólafi þá er það sorglegt. Ólafur hefur verið með vökva í hné síðan í fyrsta leik og það er alvarlegt mál. Ég vísa þessum ummælum til föðurhúsanna og þessi gagnrýni á ekki rétt á sér," segir Guðmundur en hefur Alexander verið í nógu góðu ástandi til þess að spila alla þessa leiki? „Já, ég get ekki séð annað. Hann var stórkostlegur gegn Frökkum og stóð sína plikt allan tímann. Ég skil því ekki hvað um er að ræða. Það eru flestir leikmenn lemstraðir á svona móti," sagði Guðmundur og benti á að Snorri, Sverre og Ingimundur hefðu einnig verið að spila á HM þó svo að þeir gengju ekki alveg heilir til leiks. Tengdar fréttir Dagur greindi Guðmundi frá óánægju sinni Dagur Sigurðsson segist hafa greint Guðmundi Guðmundssyni landsliðsþjálfara frá því að hann væri ekki sáttur við hvaða meðferð Alexander Petersson væri að fá hjá íslenska landsliðinu. 27. janúar 2011 12:15 Dagur gagnrýnir Guðmund í þýskum fjölmiðlum Dagur Sigurðsson hefur gagnrýnt Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara í þýskum fjölmiðlum fyrir að nota Alexander Petersson of mikið í leikjum íslenska liðsins á HM. 27. janúar 2011 09:45 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Sjá meira
Dagur Sigurðsson gagnrýndi Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara harkalega í þýskum fjölmiðlum í gær. Þar sakaði hann Guðmund um að þjösnast á Alexander Peterssyni, sem spilar undir stjórn Dags hjá Füchse Berlin, og hlífa um leið Ólafi Stefánssyni sem leikur undir stjórn Guðmundar hjá Rhein-Neckar Löwen. „Ég ræddi við Alexander Petersson og hann sagði mér að hann væri í slæmu ástandi og í raun búinn á því. Þrátt fyrir það spilar hann næstum alla leiki frá upphafi til enda," sagði Dagur í samtali við vefmiðilinn handball-welt.de. „Á sama tíma hefur Ólafur Stefánsson spilað mjög lítið. Svo les ég það í íslenskum fjölmiðlum að Ólafur segist vera leikfær. Það skil ég ekki og hef ég það á tilfinningunni að Guðmundur sé að hugsa um hagsmuni Löwen. Þetta er mér alls ekki auðvelt mál enda eru Ólafur og Guðmundur góðir vinir mínir." Fréttablaðið bar þessi ummæli undir Alexander. „Ég veit ekki af hverju Dagur er að segja þetta. Kannski heldur hann þetta en það er í fínu lagi með mig. Ég er góður og get spilað gegn Króatíu," sagði Alexander. Guðmundur hafði ekki lesið ummæli Dags þegar Fréttablaðið hitti hann í gær en hafði heyrt af þeim. Hann var ekki sáttur við það sem hann hafði heyrt. „Það er mín skylda að spila með þeim leikmönnum sem ég hef úr að spila. Ef það er rétt að Dagur ýi að því að ég sé að hlífa Ólafi þá er það sorglegt. Ólafur hefur verið með vökva í hné síðan í fyrsta leik og það er alvarlegt mál. Ég vísa þessum ummælum til föðurhúsanna og þessi gagnrýni á ekki rétt á sér," segir Guðmundur en hefur Alexander verið í nógu góðu ástandi til þess að spila alla þessa leiki? „Já, ég get ekki séð annað. Hann var stórkostlegur gegn Frökkum og stóð sína plikt allan tímann. Ég skil því ekki hvað um er að ræða. Það eru flestir leikmenn lemstraðir á svona móti," sagði Guðmundur og benti á að Snorri, Sverre og Ingimundur hefðu einnig verið að spila á HM þó svo að þeir gengju ekki alveg heilir til leiks.
Tengdar fréttir Dagur greindi Guðmundi frá óánægju sinni Dagur Sigurðsson segist hafa greint Guðmundi Guðmundssyni landsliðsþjálfara frá því að hann væri ekki sáttur við hvaða meðferð Alexander Petersson væri að fá hjá íslenska landsliðinu. 27. janúar 2011 12:15 Dagur gagnrýnir Guðmund í þýskum fjölmiðlum Dagur Sigurðsson hefur gagnrýnt Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara í þýskum fjölmiðlum fyrir að nota Alexander Petersson of mikið í leikjum íslenska liðsins á HM. 27. janúar 2011 09:45 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Sjá meira
Dagur greindi Guðmundi frá óánægju sinni Dagur Sigurðsson segist hafa greint Guðmundi Guðmundssyni landsliðsþjálfara frá því að hann væri ekki sáttur við hvaða meðferð Alexander Petersson væri að fá hjá íslenska landsliðinu. 27. janúar 2011 12:15
Dagur gagnrýnir Guðmund í þýskum fjölmiðlum Dagur Sigurðsson hefur gagnrýnt Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara í þýskum fjölmiðlum fyrir að nota Alexander Petersson of mikið í leikjum íslenska liðsins á HM. 27. janúar 2011 09:45