NBA-tímabilið af stað með fimm dúndurleikjum - hvað er í boði í dag? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. desember 2011 15:00 Dwyane Wade. Mynd/Nordic Photos/Getty NBA-deildin hefst aftur í dag og framundan eru fimm dúndurleikir þar af er einn þeirra sýndur á Stöð 2 Sport og annar á NBA TV á fjölvarpinu. Það er óhætt að segja að NBA-áhugamenn fái flotta leiki þegar NBA-tímabilið fer loksins af stað tæpum tveimur mánuðum of seint. „Við fáum nokkra magnaða leiki á jóladag og ég er mjög spenntur," sagði Magic Johnson á ESPN. „Ég er ánægður að við getum loksins farið að einbeita okkur á körfuboltanum, liðunum og öll stórstjörunum sem spila í þessari deild. Ég er tilbúinn og ég held að allir séu klárir í bátana, bæði leikmennirnir og stuðningsmennirnir," sagði Magic. Veislan byrjar á leik New York Knicks og Boston Celtics í Madison Square Garden sem hefst klukkan fimm að íslenskum tíma. Boston sópaði New York út úr úrslitakeppninni í vor en Knicks er búið að styrkja sig með miðherjanum Tyson Chandler sem varð meistari með Dallas á síðasta tímabili. Boston þarf hugsanlega að byrja tímabilið án Paul Pierce sem er meiddur á ökkla.Dirk Nowitzki.Mynd/Nordic Photos/GettyNæst á dagskrá er leikur NBA-meistara Dallas Mavericks og Miami Heat, liðsins sem þeir unnu í úrslitunum í sumar. Dwyane Wade, LeBron James og Chris Bosh eru mættir á ný og ættu að vera gíraðir upp í leikinn eftir að hafa þurft að horfa upp á Dallas hengja upp meistarafána sinn fyrir leikinn. NBA-spekingar búast ekki við því að Dallas verji titilinn. Þeir hafa bætt við sig Lamar Odom og Vince Carter en eru búnir að missa tvo lykilmenn í Tyson Chandler og J.J. Barea. Þessi leikur verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst klukkan hálf átta að íslenskum tíma. Þriðji leikur kvöldsins hefst klukkan tíu að íslenskum tíma og er á milli Los Angeles Lakers og Chicago Bulls. Derrick Rose, besti leikmaður síðasta tímabils mætir með lið sitt í Staples Center og hefur nú Richard Hamilton með sér í bakvarðarsveitinni. Lakers er með nýjan þjálfara í Mike Brown en þarf að byrja án miðherjans Andrew Bynum sem er í leikbanni. Þetta lítur ekki alltof vel út fyrir Lakers sem lét Lamar Odom fara, reyndi að skipta Pau Gasol og þá þarf Kobe Bryant að spila meiddur á hendi. Þetta verður líka fyrsti NBA-leikur Metta World Peace (Ron Artest) undir nýju nafni hvað sem það þýðir.Chris PaulMynd/Nordic Photos/GettyFjórði leikur dagsins er á milli Oklahoma City Thunder og Orlando Magic en hann hefst klukkan eitt að íslenskum tíma. Thunder-liðið er eitt af þeim liðum sem er spáð mjög góðu gengi í vetur með Kevin Durant í fararbroddi. Hjá Orlando hafa síðustu vikur snúist um það hvort Dwight Howard verði með liðinu eða ekki. Hann verður með í þessum leik og það fór illa fyrir Kendrick Perkins þegar hann reyndi síðast að stoppa Súpermann. Howard var þá með 28 stig og 13 fráköst en Perkins skoraði ekki einasta stig. Lokaleikurinn er síðan á milli Golden State Warriors og Los Angeels Clippers sem hefst ekki fyrr en klukkan hálf fjögur að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á NBATV. Þetta er fyrsti mótsleikur Clippers með Chris Paul en liðið byrjaði vel á undirbúningstímabilunu og vann þá nágranna sína í Los Angeles Lakers tvisvar sinnum. Það verður enginn svikinn af því að sjá Paul leggja upp þrumutroðslur fyrir þá Blake Griffin og DeAndre Jordan sem voru tveir af þremur aðal-troðurum deildarinnar á síðustu leiktíð. Þetta verður líka fyrsti leikur Golden State liðsins undir stjórn Mark Jackson sem ætlar að leggja höfuðáhersluna á varnarleikinn hjá liði sem hefur aðallega einbeitt sér að því að keyra upp hraðann í sínum leikjum síðustu tímabil. NBA-leikir dagsins (íslenskur tími)Tyson Chandler.Mynd/Nordic Photos/Getty17:00 New York Knicks-Boston Celtics 19:30 Dallas Mavericks-Miami Heat (Stöð 2 Sport) 22:00 Los Angeles Lakers-Chicago Bulls 01:00 Oklahoma City Thunder-Orlando Magic 03:30 Golden State Warriors-Los Angeles Clippers (NBATV) NBA Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Sjá meira
NBA-deildin hefst aftur í dag og framundan eru fimm dúndurleikir þar af er einn þeirra sýndur á Stöð 2 Sport og annar á NBA TV á fjölvarpinu. Það er óhætt að segja að NBA-áhugamenn fái flotta leiki þegar NBA-tímabilið fer loksins af stað tæpum tveimur mánuðum of seint. „Við fáum nokkra magnaða leiki á jóladag og ég er mjög spenntur," sagði Magic Johnson á ESPN. „Ég er ánægður að við getum loksins farið að einbeita okkur á körfuboltanum, liðunum og öll stórstjörunum sem spila í þessari deild. Ég er tilbúinn og ég held að allir séu klárir í bátana, bæði leikmennirnir og stuðningsmennirnir," sagði Magic. Veislan byrjar á leik New York Knicks og Boston Celtics í Madison Square Garden sem hefst klukkan fimm að íslenskum tíma. Boston sópaði New York út úr úrslitakeppninni í vor en Knicks er búið að styrkja sig með miðherjanum Tyson Chandler sem varð meistari með Dallas á síðasta tímabili. Boston þarf hugsanlega að byrja tímabilið án Paul Pierce sem er meiddur á ökkla.Dirk Nowitzki.Mynd/Nordic Photos/GettyNæst á dagskrá er leikur NBA-meistara Dallas Mavericks og Miami Heat, liðsins sem þeir unnu í úrslitunum í sumar. Dwyane Wade, LeBron James og Chris Bosh eru mættir á ný og ættu að vera gíraðir upp í leikinn eftir að hafa þurft að horfa upp á Dallas hengja upp meistarafána sinn fyrir leikinn. NBA-spekingar búast ekki við því að Dallas verji titilinn. Þeir hafa bætt við sig Lamar Odom og Vince Carter en eru búnir að missa tvo lykilmenn í Tyson Chandler og J.J. Barea. Þessi leikur verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst klukkan hálf átta að íslenskum tíma. Þriðji leikur kvöldsins hefst klukkan tíu að íslenskum tíma og er á milli Los Angeles Lakers og Chicago Bulls. Derrick Rose, besti leikmaður síðasta tímabils mætir með lið sitt í Staples Center og hefur nú Richard Hamilton með sér í bakvarðarsveitinni. Lakers er með nýjan þjálfara í Mike Brown en þarf að byrja án miðherjans Andrew Bynum sem er í leikbanni. Þetta lítur ekki alltof vel út fyrir Lakers sem lét Lamar Odom fara, reyndi að skipta Pau Gasol og þá þarf Kobe Bryant að spila meiddur á hendi. Þetta verður líka fyrsti NBA-leikur Metta World Peace (Ron Artest) undir nýju nafni hvað sem það þýðir.Chris PaulMynd/Nordic Photos/GettyFjórði leikur dagsins er á milli Oklahoma City Thunder og Orlando Magic en hann hefst klukkan eitt að íslenskum tíma. Thunder-liðið er eitt af þeim liðum sem er spáð mjög góðu gengi í vetur með Kevin Durant í fararbroddi. Hjá Orlando hafa síðustu vikur snúist um það hvort Dwight Howard verði með liðinu eða ekki. Hann verður með í þessum leik og það fór illa fyrir Kendrick Perkins þegar hann reyndi síðast að stoppa Súpermann. Howard var þá með 28 stig og 13 fráköst en Perkins skoraði ekki einasta stig. Lokaleikurinn er síðan á milli Golden State Warriors og Los Angeels Clippers sem hefst ekki fyrr en klukkan hálf fjögur að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á NBATV. Þetta er fyrsti mótsleikur Clippers með Chris Paul en liðið byrjaði vel á undirbúningstímabilunu og vann þá nágranna sína í Los Angeles Lakers tvisvar sinnum. Það verður enginn svikinn af því að sjá Paul leggja upp þrumutroðslur fyrir þá Blake Griffin og DeAndre Jordan sem voru tveir af þremur aðal-troðurum deildarinnar á síðustu leiktíð. Þetta verður líka fyrsti leikur Golden State liðsins undir stjórn Mark Jackson sem ætlar að leggja höfuðáhersluna á varnarleikinn hjá liði sem hefur aðallega einbeitt sér að því að keyra upp hraðann í sínum leikjum síðustu tímabil. NBA-leikir dagsins (íslenskur tími)Tyson Chandler.Mynd/Nordic Photos/Getty17:00 New York Knicks-Boston Celtics 19:30 Dallas Mavericks-Miami Heat (Stöð 2 Sport) 22:00 Los Angeles Lakers-Chicago Bulls 01:00 Oklahoma City Thunder-Orlando Magic 03:30 Golden State Warriors-Los Angeles Clippers (NBATV)
NBA Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn