Fréttaskýring: Enn kemur Bernanke til bjargar Magnús Halldórsson skrifar 1. desember 2011 00:42 Ben Bernanke hefur staðið í ströngu. Sameiginleg tilkynning frá seðlabönkum Bandaríkjanna, Evrópu, Kanada, Japan og Sviss í dag, um að þeir ætli að bregðast við vanda á fjármálamörkuðum með því að viðhalda nægu lausu fé í umferð, og aðstoða ríki við endurfjármögnun skulda, þykir vera mikilvægasta viðspyrna við vaxandi skuldavanda sem komið hefur fram á undanförnum mánuðum. Um þetta eru fréttaskýrendur breska ríkisútvarpsins BBC og Wall Street Journal sammála.Miklar hækkanirMarkaðir brugðust við fréttunum með miklum hækkunum, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Nasdaq vísitalan hækkaði um 4,17% og Stoxx Europe, samræmd vísitala markaða í Evrópu, um 3,16%. Samkvæmt fréttum New York Times og Wall Street Journal var það seðlabankastjóri Bandaríkjanna Ben Bernanke sem hjó á hnútinn og leiddi seðlabankastjórana saman að borðinu. Aðgerðaráætlunin var síðan sameiginlega útbúin, en meginatriði hennar er að seðlabankarnir ábyrgist það að nægt fé sé í umferð svo hagvöxtur geti myndast á ný, hvorki meira né minna. Engin vandamál eru þó leyst enn. Skuldavandi ríkja er enn mikill, ekki síst í Suður-Evrópu þar sem um eiginlegan bráðavanda er að ræða. Álag á tíu ára skuldabréf Portúgals, Ítalíu, Spánar og Grikklandas er enn í hæstu hæðum, á bilinu 5 til 7 prósentustig ofan á millibankavexti, sem gerir það nær ómögulegt fyrir ríkin að endurfjármagna skuldir sínar. Áætlun seðlabankanna þykir skipta sköpum fyrir þetta vandamál. Þeir hafa í reynd með þessu tekið fram fyrir hendurnar á stjórnmálamönnum í Evrópu, sem ekki hafa náð að koma sér saman um hvernig björgunarsjóður Evrópusambandsins skildi notaður, eða fjármagnaður að fullu. Samþykki um stækkun hans úr 440 milljörðum evra í 1.000 milljarða liggur fyrir, en endanleg útfærsla á því hvernig nota á sjóðinn liggur ekki fyrir.LykilhlutverkBernanke hefur gegnt lykilhlutverki þegar kemur að viðbrögðum við vanda á fjármálamörkuðum á heimsvísu á undanförnum árum, enda Seðlabanki Bandaríkjanna sá valdamesti í heimi. Þannig fór hann fyrir aðgerðum bandarískra stjórnvalda, ásamt Hank Paulson, þáverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna, haustið 2008 þegar bankar féllu saman eins og spilaborgir um allan heim. Hann hefur sjálfur sagt að efnahagur heimsins glími við langtímavandamál vegna mikilla skulda, sem ekki verði leyst með skammtímalækningum. Viðbrögð seðlabankanna verða því að skoðast í því ljósi. Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Sameiginleg tilkynning frá seðlabönkum Bandaríkjanna, Evrópu, Kanada, Japan og Sviss í dag, um að þeir ætli að bregðast við vanda á fjármálamörkuðum með því að viðhalda nægu lausu fé í umferð, og aðstoða ríki við endurfjármögnun skulda, þykir vera mikilvægasta viðspyrna við vaxandi skuldavanda sem komið hefur fram á undanförnum mánuðum. Um þetta eru fréttaskýrendur breska ríkisútvarpsins BBC og Wall Street Journal sammála.Miklar hækkanirMarkaðir brugðust við fréttunum með miklum hækkunum, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Nasdaq vísitalan hækkaði um 4,17% og Stoxx Europe, samræmd vísitala markaða í Evrópu, um 3,16%. Samkvæmt fréttum New York Times og Wall Street Journal var það seðlabankastjóri Bandaríkjanna Ben Bernanke sem hjó á hnútinn og leiddi seðlabankastjórana saman að borðinu. Aðgerðaráætlunin var síðan sameiginlega útbúin, en meginatriði hennar er að seðlabankarnir ábyrgist það að nægt fé sé í umferð svo hagvöxtur geti myndast á ný, hvorki meira né minna. Engin vandamál eru þó leyst enn. Skuldavandi ríkja er enn mikill, ekki síst í Suður-Evrópu þar sem um eiginlegan bráðavanda er að ræða. Álag á tíu ára skuldabréf Portúgals, Ítalíu, Spánar og Grikklandas er enn í hæstu hæðum, á bilinu 5 til 7 prósentustig ofan á millibankavexti, sem gerir það nær ómögulegt fyrir ríkin að endurfjármagna skuldir sínar. Áætlun seðlabankanna þykir skipta sköpum fyrir þetta vandamál. Þeir hafa í reynd með þessu tekið fram fyrir hendurnar á stjórnmálamönnum í Evrópu, sem ekki hafa náð að koma sér saman um hvernig björgunarsjóður Evrópusambandsins skildi notaður, eða fjármagnaður að fullu. Samþykki um stækkun hans úr 440 milljörðum evra í 1.000 milljarða liggur fyrir, en endanleg útfærsla á því hvernig nota á sjóðinn liggur ekki fyrir.LykilhlutverkBernanke hefur gegnt lykilhlutverki þegar kemur að viðbrögðum við vanda á fjármálamörkuðum á heimsvísu á undanförnum árum, enda Seðlabanki Bandaríkjanna sá valdamesti í heimi. Þannig fór hann fyrir aðgerðum bandarískra stjórnvalda, ásamt Hank Paulson, þáverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna, haustið 2008 þegar bankar féllu saman eins og spilaborgir um allan heim. Hann hefur sjálfur sagt að efnahagur heimsins glími við langtímavandamál vegna mikilla skulda, sem ekki verði leyst með skammtímalækningum. Viðbrögð seðlabankanna verða því að skoðast í því ljósi.
Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent