Umfjöllun og viðtöl: FH - St. Raphael 20-29 Stefán Árni Pálsson í Kaplakrika skrifar 27. nóvember 2011 13:16 FH-ingar töpuðu illa, 29-20, fyrir Saint-Raphaël í 32-liða úrslitum EHF-bikarsins í handkanttleik en leikið var í Kaplakrika í dag. Ólafur Gústafsson var atkvæðamestur í liði FH með fimm mörk en liðið náði sér engan vegin á strik. Jafnræði var á með liðunum fyrstu mínútur leiksins og þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 8-8. Þá spýttu gestirnir í lófana og keyrðu upp hraðan. FH-ingar náðu fáum skotum í gegnum vörn Saint-Raphaël, en miklir turnar voru í hjarta varnarinnar. Frakkarnir sigu framúr næstu mínútur og höfðu fimm marka forystu í hálfleik, 14-9. Sama var uppá teningnum í síðari hálfleik og voru Frakkarnir einu númeri of stórir fyrir Íslandsmeistarana. Munurinn var mestur níu mörk á liðunum, 29-20, en þannig lauk leiknum og því Saint-Raphaël nánast komnir í 16-liða úrslit.Andri: Misstum trú á verkefninu „Þetta verður gríðarlega erfitt verkefni á útivelli," sagði Andri Berg Haraldsson, leikmaður FH, eftir tapið í kvöld. „Ég er aðallega svekktur útaf því við vorum ekki að spila eins vel og við getum. Við klikkum á fjórum dauðafærum á stuttum kafla í fyrri hálfleik sem eiginlega fór með leikinn, þeir komust þá fimm mörkum yfir". „Það var síðan eins og menn hefðu ekki trú á verkefninu þegar við lendum nokkrum mörkum undir. Við fengum fínan möguleik á að minnka muninn niður í tvö mörk í síðari hálfleik, en þá misnotum við vítakast og missum síðan mann af velli stuttu síðar. Þá fór leikurinn í raun". „Við fáum mikið úr því að spila gegn svona sterku liði, mikill plús fyrir liðið. Við ætlum að fara út til Frakklands og selja okkur dýrt þar". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Andra hér að ofan.Kristján Arason: Þeir hafa farið í gegnum lengri skóla en við „Við lentum á móti liði í kvöld sem var einu númeri of stórt fyrir okkur," sagði Kristján Arason, annar þjálfari FH, eftir tapið. „Við spiluðum vel framan af og vorum vel inn í leiknum, en þegar þeir komust tveimur mörkum yfir þá misstu menn tiltrúna". „Þeir keyrðu þá hratt í bakið á okkur og komust fljótlega fimm mörkum yfir. Við komum örlítið til baka í síðari hálfleiknum en þeir refsuðu okkur alltaf um hæl". „Við hættum að skjóta boltanum fyrir utan og fórum frekar að reyna hnoða boltanum inn á línuna. Það vantaði mun meiri hraða í okkar leik til að komast í gegnum vörn þeirra". „Við vorum auðvita að spila á móti algjöru toppliði með landsliðsmenn í nánast öllum stöðum á meðan við vorum að leyfa ungum strákum að spreyta sig. Þeir voru bara einfaldlega komnir í gegnum lengri skóla en við". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Kristján með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Hefur skorað á 16 tímabilum í röð í efstu deild Íslenski boltinn Neymar skrópaði á æfingu Fótbolti Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
FH-ingar töpuðu illa, 29-20, fyrir Saint-Raphaël í 32-liða úrslitum EHF-bikarsins í handkanttleik en leikið var í Kaplakrika í dag. Ólafur Gústafsson var atkvæðamestur í liði FH með fimm mörk en liðið náði sér engan vegin á strik. Jafnræði var á með liðunum fyrstu mínútur leiksins og þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 8-8. Þá spýttu gestirnir í lófana og keyrðu upp hraðan. FH-ingar náðu fáum skotum í gegnum vörn Saint-Raphaël, en miklir turnar voru í hjarta varnarinnar. Frakkarnir sigu framúr næstu mínútur og höfðu fimm marka forystu í hálfleik, 14-9. Sama var uppá teningnum í síðari hálfleik og voru Frakkarnir einu númeri of stórir fyrir Íslandsmeistarana. Munurinn var mestur níu mörk á liðunum, 29-20, en þannig lauk leiknum og því Saint-Raphaël nánast komnir í 16-liða úrslit.Andri: Misstum trú á verkefninu „Þetta verður gríðarlega erfitt verkefni á útivelli," sagði Andri Berg Haraldsson, leikmaður FH, eftir tapið í kvöld. „Ég er aðallega svekktur útaf því við vorum ekki að spila eins vel og við getum. Við klikkum á fjórum dauðafærum á stuttum kafla í fyrri hálfleik sem eiginlega fór með leikinn, þeir komust þá fimm mörkum yfir". „Það var síðan eins og menn hefðu ekki trú á verkefninu þegar við lendum nokkrum mörkum undir. Við fengum fínan möguleik á að minnka muninn niður í tvö mörk í síðari hálfleik, en þá misnotum við vítakast og missum síðan mann af velli stuttu síðar. Þá fór leikurinn í raun". „Við fáum mikið úr því að spila gegn svona sterku liði, mikill plús fyrir liðið. Við ætlum að fara út til Frakklands og selja okkur dýrt þar". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Andra hér að ofan.Kristján Arason: Þeir hafa farið í gegnum lengri skóla en við „Við lentum á móti liði í kvöld sem var einu númeri of stórt fyrir okkur," sagði Kristján Arason, annar þjálfari FH, eftir tapið. „Við spiluðum vel framan af og vorum vel inn í leiknum, en þegar þeir komust tveimur mörkum yfir þá misstu menn tiltrúna". „Þeir keyrðu þá hratt í bakið á okkur og komust fljótlega fimm mörkum yfir. Við komum örlítið til baka í síðari hálfleiknum en þeir refsuðu okkur alltaf um hæl". „Við hættum að skjóta boltanum fyrir utan og fórum frekar að reyna hnoða boltanum inn á línuna. Það vantaði mun meiri hraða í okkar leik til að komast í gegnum vörn þeirra". „Við vorum auðvita að spila á móti algjöru toppliði með landsliðsmenn í nánast öllum stöðum á meðan við vorum að leyfa ungum strákum að spreyta sig. Þeir voru bara einfaldlega komnir í gegnum lengri skóla en við". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Kristján með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Hefur skorað á 16 tímabilum í röð í efstu deild Íslenski boltinn Neymar skrópaði á æfingu Fótbolti Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira