Webber: Alltaf gaman að vinna 27. nóvember 2011 22:02 Mark Webber fagnar sigrinum i Brasilíu í dag. AP MYND: Victor R. Caivano Mark Webber hjá Red Bull liðinu vann sinn fyrsta sigur á keppnistímabilinu þegar hann kom fyrstur í endamark í brasilíska Formúlu 1 kappakstrinum í dag. Webber sagði sigurinn mikilvægan fyrir sig, en mótið í Brasilíu var það síðasta á keppnistímabilinu í Formúlu 1. Baráttan um fyrsta sætið í mótinu á Jose Carlos Pace brautinni í dag var á milli Webber og Sebastian Vettel, liðsfélaga hans hjá Red Bull. Vettel leiddi mótið, eftir að hafa ræst af stað af fremsta stað á ráslínu. En eitthvað vandamál kom upp í gírkassanum í bíl Vettel í mótinu og Webber nýtti sóknarfærið og fór framúr Vettel í 29 hring af 71, sem keppendur óku í mótinu. Webber varð ekki ógnað eftir þetta og Vettel hélt öðru sætinu til loka og kom í endamark á undan Jenson Button hjá McLaren. Button tryggði sér annað sætið í stigamóti ökumanna með árangri sínum í dag, á eftir Vettel sem var þegar búinn að tryggja sér titil ökumanna. Webber lauk tímabilinu í þriðja sæti í stigamóti ökumanna. Um árangurinn sinn í kappakstrinum í dag sagði Webber: „Tilfinningin er góð, það er alltaf gaman að vinna. Slagurinn við Vettel var ekki harður, af því hann lenti í vandræðum, en ég var á góðum hraða og leið vel í bílnum. Það var fínn endir á árinu", sagði Webber. „Ef ég horfði yfir árið þá var þetta ekki besta tímabilið mitt, en ekki það versta heldur. Árið byrjaði ekki vel og ég gat ekki nýtt mér ólán annarra, eða komist í stöðu til að vinna mót, en maður tekur sigrunum þegar færi gefst." „Þetta var því mjög mikilvægur sigur fyrir mig í dag og liðið lýkur tímabilinu í sigurvímu. Ég hafði verulega gaman af síðustu hringjunum. Þetta er frábær braut fyrir liðið og við höfum unnið þrjá sigra í röð hérna", sagði Webber." Formúla Íþróttir Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Mark Webber hjá Red Bull liðinu vann sinn fyrsta sigur á keppnistímabilinu þegar hann kom fyrstur í endamark í brasilíska Formúlu 1 kappakstrinum í dag. Webber sagði sigurinn mikilvægan fyrir sig, en mótið í Brasilíu var það síðasta á keppnistímabilinu í Formúlu 1. Baráttan um fyrsta sætið í mótinu á Jose Carlos Pace brautinni í dag var á milli Webber og Sebastian Vettel, liðsfélaga hans hjá Red Bull. Vettel leiddi mótið, eftir að hafa ræst af stað af fremsta stað á ráslínu. En eitthvað vandamál kom upp í gírkassanum í bíl Vettel í mótinu og Webber nýtti sóknarfærið og fór framúr Vettel í 29 hring af 71, sem keppendur óku í mótinu. Webber varð ekki ógnað eftir þetta og Vettel hélt öðru sætinu til loka og kom í endamark á undan Jenson Button hjá McLaren. Button tryggði sér annað sætið í stigamóti ökumanna með árangri sínum í dag, á eftir Vettel sem var þegar búinn að tryggja sér titil ökumanna. Webber lauk tímabilinu í þriðja sæti í stigamóti ökumanna. Um árangurinn sinn í kappakstrinum í dag sagði Webber: „Tilfinningin er góð, það er alltaf gaman að vinna. Slagurinn við Vettel var ekki harður, af því hann lenti í vandræðum, en ég var á góðum hraða og leið vel í bílnum. Það var fínn endir á árinu", sagði Webber. „Ef ég horfði yfir árið þá var þetta ekki besta tímabilið mitt, en ekki það versta heldur. Árið byrjaði ekki vel og ég gat ekki nýtt mér ólán annarra, eða komist í stöðu til að vinna mót, en maður tekur sigrunum þegar færi gefst." „Þetta var því mjög mikilvægur sigur fyrir mig í dag og liðið lýkur tímabilinu í sigurvímu. Ég hafði verulega gaman af síðustu hringjunum. Þetta er frábær braut fyrir liðið og við höfum unnið þrjá sigra í röð hérna", sagði Webber."
Formúla Íþróttir Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira