Leikmenn kjósa um tillögu - spilað í NBA 15. desember? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. nóvember 2011 09:30 David Stern á blaðamannafundi í gær. Nordic Photos / Getty Images Deiluaðilar í verkbanni NBA-deildarinnar hafa fundað stíft síðustu daga og hafa fulltrúar deildarinnar nú lagt fram tillögu að samningum. Verði tillagan samþykkt af leikmönnum hefst nýtt keppnistímabil þann 15. desember næstkomandi. David Stern, framkvæmdarstjóri NBA-deildarinnar, sagði tillöguna sýna að eigendur félaganna hefðu teygt sig eins langt og þeir mögulega gátu. „Við gerðum það til að eiga möguleika á að hefja 72 leikja keppnistímabil þann 15. desember,“ sagði Stern við fjölmiðla vestan hafs í nótt. „Við höfum nú fengið nýja og endurskoðaða tillögu frá NBA-deildinni. Við erum ekki fullkomnlega sáttir við allt það sem kemur fram í henni en okkur fannst engu að síður mikilvægt að reyna að ná samningum,“ sagði Derek Fisher, leikmaður LA Lakers og formaður leikmannasamtakanna. „Við myndum gjarnan vilja halda viðræðum áfram og reyna að ná betri samningnum. En það gest ekki tími til þess eins og er,“ bætti hann við. Fundað verður með fulltrúum leikmanna á næstu dögum og er búist við því að leikmenn fái að kjósa um tillöguna í upphafi næstu viku. Stern segir að verði henni hafnað muni eigendur félaganna ekki bjóða jafn góð kjör á ný. Deilan snýst um skiptingu tekna deildarinnar á milli félaganna og leikmanna. Félögin eru nú reiðubúin að semja um að skipta tekjunum jafnt en leikmenn vilja ekki minna en 52,5 prósent. En ef nýju tillögunni verður hafnað munu félögin ekki sætta sig við minna en 53 prósent teknanna. Gamli samningurinn tryggði leikmönnum 57 prósent teknanna. Einnig er deilt um launaþak leikmanna sem og önnur mál sem snúa að öðru en fjárhagslegum atriðum. NBA Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
Deiluaðilar í verkbanni NBA-deildarinnar hafa fundað stíft síðustu daga og hafa fulltrúar deildarinnar nú lagt fram tillögu að samningum. Verði tillagan samþykkt af leikmönnum hefst nýtt keppnistímabil þann 15. desember næstkomandi. David Stern, framkvæmdarstjóri NBA-deildarinnar, sagði tillöguna sýna að eigendur félaganna hefðu teygt sig eins langt og þeir mögulega gátu. „Við gerðum það til að eiga möguleika á að hefja 72 leikja keppnistímabil þann 15. desember,“ sagði Stern við fjölmiðla vestan hafs í nótt. „Við höfum nú fengið nýja og endurskoðaða tillögu frá NBA-deildinni. Við erum ekki fullkomnlega sáttir við allt það sem kemur fram í henni en okkur fannst engu að síður mikilvægt að reyna að ná samningum,“ sagði Derek Fisher, leikmaður LA Lakers og formaður leikmannasamtakanna. „Við myndum gjarnan vilja halda viðræðum áfram og reyna að ná betri samningnum. En það gest ekki tími til þess eins og er,“ bætti hann við. Fundað verður með fulltrúum leikmanna á næstu dögum og er búist við því að leikmenn fái að kjósa um tillöguna í upphafi næstu viku. Stern segir að verði henni hafnað muni eigendur félaganna ekki bjóða jafn góð kjör á ný. Deilan snýst um skiptingu tekna deildarinnar á milli félaganna og leikmanna. Félögin eru nú reiðubúin að semja um að skipta tekjunum jafnt en leikmenn vilja ekki minna en 52,5 prósent. En ef nýju tillögunni verður hafnað munu félögin ekki sætta sig við minna en 53 prósent teknanna. Gamli samningurinn tryggði leikmönnum 57 prósent teknanna. Einnig er deilt um launaþak leikmanna sem og önnur mál sem snúa að öðru en fjárhagslegum atriðum.
NBA Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira