Vettel og Red Bull vilja taka titilinn með trompi 26. september 2011 15:51 Red Bull menn fagna árangrinum á brautinni í Singapúr í gær. AP MYND: TERENCE TAN Christian Horner, yfirmaður Red Bull Formúlu 1 liðsins segir að liðið og Sebastian Vettel vilji landa meistaratitli ökumanna með sigri í næsta móti sem er í Japan eftir hálfan mánuð. Vettel nægir tíunda sætið í mótinu og eitt stig, til að verða meistari þegar fimm mótum er ólokið á tímabilinu. Aðeins Jenson Button getur skákað honum í titilslagnum. Til þess þarf hann að vinna öll 5 mótin sem eftir eru og Vettel má ekki fá stigi í neinu þeirra. „Ég leyfi mér að hugsa það að við verðum að reyna verulega mikið til að tapa þessu niður. Það er aðeins tveir inn í myndinni núna. Það vantar aðeins eitt stig, en þetta er ekki búið fyrr en það er búið", sagði Horner í frétt á autosport.com. „Við munum fara til Japan með sömu aðferðarfræði í fararteskinu og í Singapúr og í öllum öðrum mótum. Að gera okkar besta og gæta að því að ná í þetta eina stig. En við munum líka stefna á sigur að auki." „Það væri frábært að að klára þetta með stæl. Þetta er búið að vera frábært tímabil til þessa." Suzuka brautin í Japan ætti að henta Red Bull bíl Vettel og Mark Webber vel, en Webber varð í þriðja sæti í mótinu í Singapúr í gær, á eftir Vettel og Jenson Button hjá McLaren liðinu. „Það eru fimm mót eftir og við munum leggja okkur alla fram til loka meistaramótsins", sagði Horner. Formúla Íþróttir Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Christian Horner, yfirmaður Red Bull Formúlu 1 liðsins segir að liðið og Sebastian Vettel vilji landa meistaratitli ökumanna með sigri í næsta móti sem er í Japan eftir hálfan mánuð. Vettel nægir tíunda sætið í mótinu og eitt stig, til að verða meistari þegar fimm mótum er ólokið á tímabilinu. Aðeins Jenson Button getur skákað honum í titilslagnum. Til þess þarf hann að vinna öll 5 mótin sem eftir eru og Vettel má ekki fá stigi í neinu þeirra. „Ég leyfi mér að hugsa það að við verðum að reyna verulega mikið til að tapa þessu niður. Það er aðeins tveir inn í myndinni núna. Það vantar aðeins eitt stig, en þetta er ekki búið fyrr en það er búið", sagði Horner í frétt á autosport.com. „Við munum fara til Japan með sömu aðferðarfræði í fararteskinu og í Singapúr og í öllum öðrum mótum. Að gera okkar besta og gæta að því að ná í þetta eina stig. En við munum líka stefna á sigur að auki." „Það væri frábært að að klára þetta með stæl. Þetta er búið að vera frábært tímabil til þessa." Suzuka brautin í Japan ætti að henta Red Bull bíl Vettel og Mark Webber vel, en Webber varð í þriðja sæti í mótinu í Singapúr í gær, á eftir Vettel og Jenson Button hjá McLaren liðinu. „Það eru fimm mót eftir og við munum leggja okkur alla fram til loka meistaramótsins", sagði Horner.
Formúla Íþróttir Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira