Vettel bjóst ekki við að verða fljótastur 10. september 2011 20:52 Lewis Hamilton, Sebastian Vettel og Jenson Button eftir tímatökuna í dag, en þeir eru í fyrstu þremur sætunum á ráslínu. Vettel er fyrstur, Hamilton annar og Button þriðji. AP mynd: Luca Bruno Sebastian Vettel hjá Red Bull liðinu verður fremstur á ráslínu í Monza Formúlu 1 kappakstrinum á Ítalíu í morgun. Hann náði besta tíma í tímatökunni í dag, en Lewis Hamilton á McLaren verður annar á ráslínunni, Jenson Button þriðji á McLaren og Fernando Alonso á Ferrrari fjórði. Við erum hissa hvað við erum samkeppnisfærir og ég hélt þetta yrði jafnara", sagði Vettel í fréttatilkynningu frá Red Bull í dag, en hann var 0.450 úr sekúndu fljótari en Hamilton í lokaumferð tímatökunnar í dag. Hann sagði að liðsmenn Red Bull hefðu ekki verið vissir hvort dekkin sem notuð voruð í lokaumferðinni nýttust best í fyrsta eða öðrum hring í fyrri atlögu hans af tveimur að ná besta tíma. Vettel gerði mistök í seinni hringnum í fyrstu atlögunni og reyndi svo annað rennsli í lokin á tímatökunni. „Í annarri tilraun vissi ég að ég ætti eitthvað inni, eftir að hafa ekið fyrsta hringinn einn. Í seinni hringnum voru tveir bílar fyrir framan mig og það hjálpar alltaf hérna. Ég hefði samt aldrei búist við að ná besta tíma, þar sem brautin hefur ekki hentað bíl okkar síðustu tvö ár", sagði Vettel. „Bíllinn er góður og ég er mjög ánægður. Auk þess að hafa heppilegra uppsetningu afturvængnum þá er mikilvægt að bíllinn hafi gott jafnvægi í brautinni og það er gott í ár. Mér leið vel í tímatökunni og ég fann hvernig aðstæður á brautinni bötnuðu. Ég fann inn á brautina og það er galdurinn, ef það er eitthvað slíkt til", sagði Vettel. Formúla Íþróttir Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull liðinu verður fremstur á ráslínu í Monza Formúlu 1 kappakstrinum á Ítalíu í morgun. Hann náði besta tíma í tímatökunni í dag, en Lewis Hamilton á McLaren verður annar á ráslínunni, Jenson Button þriðji á McLaren og Fernando Alonso á Ferrrari fjórði. Við erum hissa hvað við erum samkeppnisfærir og ég hélt þetta yrði jafnara", sagði Vettel í fréttatilkynningu frá Red Bull í dag, en hann var 0.450 úr sekúndu fljótari en Hamilton í lokaumferð tímatökunnar í dag. Hann sagði að liðsmenn Red Bull hefðu ekki verið vissir hvort dekkin sem notuð voruð í lokaumferðinni nýttust best í fyrsta eða öðrum hring í fyrri atlögu hans af tveimur að ná besta tíma. Vettel gerði mistök í seinni hringnum í fyrstu atlögunni og reyndi svo annað rennsli í lokin á tímatökunni. „Í annarri tilraun vissi ég að ég ætti eitthvað inni, eftir að hafa ekið fyrsta hringinn einn. Í seinni hringnum voru tveir bílar fyrir framan mig og það hjálpar alltaf hérna. Ég hefði samt aldrei búist við að ná besta tíma, þar sem brautin hefur ekki hentað bíl okkar síðustu tvö ár", sagði Vettel. „Bíllinn er góður og ég er mjög ánægður. Auk þess að hafa heppilegra uppsetningu afturvængnum þá er mikilvægt að bíllinn hafi gott jafnvægi í brautinni og það er gott í ár. Mér leið vel í tímatökunni og ég fann hvernig aðstæður á brautinni bötnuðu. Ég fann inn á brautina og það er galdurinn, ef það er eitthvað slíkt til", sagði Vettel.
Formúla Íþróttir Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira