Meira sjálfstraust hjá Hamilton 22. ágúst 2011 15:49 Lewis Hamilton bíður spenntur eftir því að stíga um borð í McLaren bílinn á föstudaginn. Mynd: McLaren F1 Lewis Hamilton hjá McLaren telur að öllum Formúlu 1 ökumönnum hlakki til að keppa á Spa brautinni um næstu helgi, sem hann telur eina af bestu brautum heims. Hamilton er í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna á eftir Sebastain Vettel og Mark Webber hjá Red Bull. „Eftir (nærri) mánuð fjarri ökumannsklefanum, þá held ég að allir ökumenn á ráslínunni hlakki til að keppa á braut eins og Spa sem er ein af þeim bestu í heimi. Spa hefur alltaf verið ein af uppáhaldsbrautum mínum", sagði Hamilton í fréttatiklynningu frá McLaren. Síðast var keppt í Ungverjalandi 31. júlí, en keppnislið fóru síðan í sumarfrí. Hamilton segir að Spa brautin sé þannig úr garði gerð að hann finni vel þegar keyrt er á ystu nöf og þá sé einstök upplifun í Formúlu 1 bíl. „Ég er þegar farinn að hlakka til að keyra á föstudagsæfingum. Beygjur eins og Eau Rogue, Pouhon og Blanchimont eru frábærar, af því þær eru svo hraðar. Sérstaklega Pouhon, sem er ótrúleg. Maður er á mörkum þess að hafa grip og spilar á bensíngjöfina og reynir að tapa ekki of miklum hraða gegnum stýrishreyfingar. Að ná þessari beygju réttri er undraverð tilfinning." McLaren liðið hefur unnið tvö síðustu mót. Hamilton vann í Þýskalandi, en Jenson Button í Ungverjalandi, en bæði mótin fóru fram í júlí. „Við mætum vel stemmdir, eftir sigur í tveimur síðustu mótum og bíllinn virkar ölfugur. Við höfum lagt okkur fram við að bæta uppsetningu bílsins, sem gefur meira sjálfstraust og þýðir að hægt er að taka meira á, en ella. Sérstaklega í tímatökunni." Veðrið skiptir máli á Spa eins og á öðrum brautum, en Hamilton segir veðrið þar oft óútreiknanlegt. „Ég vil frekar þurra keppni, en satt að segja þá tek ég við öllum aðstæðum. Ég get ekki beðið eftir því að komast af stað á bílnum!", sagði Hamilton. Formúla Íþróttir Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Lewis Hamilton hjá McLaren telur að öllum Formúlu 1 ökumönnum hlakki til að keppa á Spa brautinni um næstu helgi, sem hann telur eina af bestu brautum heims. Hamilton er í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna á eftir Sebastain Vettel og Mark Webber hjá Red Bull. „Eftir (nærri) mánuð fjarri ökumannsklefanum, þá held ég að allir ökumenn á ráslínunni hlakki til að keppa á braut eins og Spa sem er ein af þeim bestu í heimi. Spa hefur alltaf verið ein af uppáhaldsbrautum mínum", sagði Hamilton í fréttatiklynningu frá McLaren. Síðast var keppt í Ungverjalandi 31. júlí, en keppnislið fóru síðan í sumarfrí. Hamilton segir að Spa brautin sé þannig úr garði gerð að hann finni vel þegar keyrt er á ystu nöf og þá sé einstök upplifun í Formúlu 1 bíl. „Ég er þegar farinn að hlakka til að keyra á föstudagsæfingum. Beygjur eins og Eau Rogue, Pouhon og Blanchimont eru frábærar, af því þær eru svo hraðar. Sérstaklega Pouhon, sem er ótrúleg. Maður er á mörkum þess að hafa grip og spilar á bensíngjöfina og reynir að tapa ekki of miklum hraða gegnum stýrishreyfingar. Að ná þessari beygju réttri er undraverð tilfinning." McLaren liðið hefur unnið tvö síðustu mót. Hamilton vann í Þýskalandi, en Jenson Button í Ungverjalandi, en bæði mótin fóru fram í júlí. „Við mætum vel stemmdir, eftir sigur í tveimur síðustu mótum og bíllinn virkar ölfugur. Við höfum lagt okkur fram við að bæta uppsetningu bílsins, sem gefur meira sjálfstraust og þýðir að hægt er að taka meira á, en ella. Sérstaklega í tímatökunni." Veðrið skiptir máli á Spa eins og á öðrum brautum, en Hamilton segir veðrið þar oft óútreiknanlegt. „Ég vil frekar þurra keppni, en satt að segja þá tek ég við öllum aðstæðum. Ég get ekki beðið eftir því að komast af stað á bílnum!", sagði Hamilton.
Formúla Íþróttir Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira