Evrópa komin í rautt, dökkt útlit vestanhafs 11. ágúst 2011 12:06 Helstu markaðir Evrópu eru komnir í rauðar tölur eftir nokkuð góða hækkun þegar viðskiptin hófust í morgun. Þá benda utanmarkaðsviðskipti til þess að markaðir í Bandaríkjunum muni opna í mínus eftir hádegið. Í frétt um málið á BBC segir að FTSE vísitalan sé nú 0,8% í mínus eftir að hafa verið um 2% í plús snemma í morgun. Dax vísitalan í Frankfurt er komin í mínus 1,2% og Cac 40 í mínus 2,3%. Það eru einkum hlutir í bönkum sem valda þessum viðsnúningi til hins verra en þeir hafa fallið um 5% að meðaltali í morgun. Eins og staðan er í utanmarkaðsviðskiptum í Bandaríkjunum í augnablikinu munu helstu vísitölur þar lækka um 1% þegar viðskiptin hefjast klukkan 13.30 að okkar tíma. Þessar sveiflur innan dagsins að undanförnu benda til þessa að fjárfestar séu mjög taugatrekktir. Þannig var tilhæfulaus orðrómur í gærdag þess valdandi að markaðir tóku djúpa dýfu. Orðrómurinn var á þá leið að Frakkland væri að missa topplánshæfiseinkunn sína. Yfirlýsingar þriggja stóru matsfyrirtækjanna um að þetta væri bull höfðu ekkert að segja gegn taugaveikluninni. Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Helstu markaðir Evrópu eru komnir í rauðar tölur eftir nokkuð góða hækkun þegar viðskiptin hófust í morgun. Þá benda utanmarkaðsviðskipti til þess að markaðir í Bandaríkjunum muni opna í mínus eftir hádegið. Í frétt um málið á BBC segir að FTSE vísitalan sé nú 0,8% í mínus eftir að hafa verið um 2% í plús snemma í morgun. Dax vísitalan í Frankfurt er komin í mínus 1,2% og Cac 40 í mínus 2,3%. Það eru einkum hlutir í bönkum sem valda þessum viðsnúningi til hins verra en þeir hafa fallið um 5% að meðaltali í morgun. Eins og staðan er í utanmarkaðsviðskiptum í Bandaríkjunum í augnablikinu munu helstu vísitölur þar lækka um 1% þegar viðskiptin hefjast klukkan 13.30 að okkar tíma. Þessar sveiflur innan dagsins að undanförnu benda til þessa að fjárfestar séu mjög taugatrekktir. Þannig var tilhæfulaus orðrómur í gærdag þess valdandi að markaðir tóku djúpa dýfu. Orðrómurinn var á þá leið að Frakkland væri að missa topplánshæfiseinkunn sína. Yfirlýsingar þriggja stóru matsfyrirtækjanna um að þetta væri bull höfðu ekkert að segja gegn taugaveikluninni.
Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur