Ásdís: Ég kem bara sterk inn í seinni hlutann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2011 06:00 Ásdís Hjálmsdóttir varð í fyrrakvöld fyrsti Íslendingurinn sem tryggir sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í London 2012 þegar hún kastaði spjótinu 59,12 metra á Kastmóti ÍR. Ásdís var í viðtali hjá Ásgeiri Erlendssyni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Það hefur gengið á ýmsu hjá Ásdísi í sumar en hún náði þarna að tryggja sér sæti á HM í Daegu sem fram fer í lok mánaðarins og fékk síðan Ólympíusætið í bónus. „Ég fékk matareitrun og var frá út af henni í heilan mánuð. Svo átti ég erfitt með að fá mót. Ég hef verið að æfa hérna heima í hörku formi en hef ekki komist á nein mót. Ég var orðin svolítið stressuð enda stutt í að fresturinn myndi renna út. Það var því ágætt að þetta kláraðist," sagði Ásdís. „Fresturinn til að komast inn á Heimsmeistaramótið rennur út 15. ágúst og þetta var því orðið smá stress. Ég vissi alveg að ég á að geta kastað þetta langt og þetta átti ekki að vera nein spurning. Maður þarf samt alltaf smá heppni og það er ekkert búið að falla með mér í sumar. Ég kem bara sterk inn í seinni hlutann," sagði Ásdís. „Ég á nóg inni. Ég átti líka annað kast upp á 58 metra slétta og mér finnst ég eiga alveg helling inni. Ég vona að ég nái að kreista það út á endasprettinum í sumar," sagði Ásdís en mun keppa á Demantamóti í London um helgina. „Ég ætla bara að kasta vel. Við erum búin að vera einblína á nokkra hluti á æfingum og ég ætla að fara þangað og gera þá hluti vel. Ef ég geri það þá fer spjótið langt. Maður á ekki að vera að hugsa of mikið um vegalengdirnar þegar maður fer í svona mót. Ef maður kastar vel þá fer spjótið langt," sagði Ásdís að lokum en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Innlendar Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Sjá meira
Ásdís Hjálmsdóttir varð í fyrrakvöld fyrsti Íslendingurinn sem tryggir sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í London 2012 þegar hún kastaði spjótinu 59,12 metra á Kastmóti ÍR. Ásdís var í viðtali hjá Ásgeiri Erlendssyni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Það hefur gengið á ýmsu hjá Ásdísi í sumar en hún náði þarna að tryggja sér sæti á HM í Daegu sem fram fer í lok mánaðarins og fékk síðan Ólympíusætið í bónus. „Ég fékk matareitrun og var frá út af henni í heilan mánuð. Svo átti ég erfitt með að fá mót. Ég hef verið að æfa hérna heima í hörku formi en hef ekki komist á nein mót. Ég var orðin svolítið stressuð enda stutt í að fresturinn myndi renna út. Það var því ágætt að þetta kláraðist," sagði Ásdís. „Fresturinn til að komast inn á Heimsmeistaramótið rennur út 15. ágúst og þetta var því orðið smá stress. Ég vissi alveg að ég á að geta kastað þetta langt og þetta átti ekki að vera nein spurning. Maður þarf samt alltaf smá heppni og það er ekkert búið að falla með mér í sumar. Ég kem bara sterk inn í seinni hlutann," sagði Ásdís. „Ég á nóg inni. Ég átti líka annað kast upp á 58 metra slétta og mér finnst ég eiga alveg helling inni. Ég vona að ég nái að kreista það út á endasprettinum í sumar," sagði Ásdís en mun keppa á Demantamóti í London um helgina. „Ég ætla bara að kasta vel. Við erum búin að vera einblína á nokkra hluti á æfingum og ég ætla að fara þangað og gera þá hluti vel. Ef ég geri það þá fer spjótið langt. Maður á ekki að vera að hugsa of mikið um vegalengdirnar þegar maður fer í svona mót. Ef maður kastar vel þá fer spjótið langt," sagði Ásdís að lokum en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Innlendar Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Sjá meira