Hver er Anders Breivik? 23. júlí 2011 12:19 Anders Behring Breivik átti fjölda vopna og er sagður hægrisinnaður trúarofstækismaður. Mynd/AFP Anders Behring Breivik, norski byssumaðurinn sem handtekinn var í gær og er talinn bera ábyrgð bæði á sprengjuárásinni í Osló og skotárusunum í Útey, hlaut þjálfun í norska hernum, átti fjölda vopna og er sagður hægrisinnaður trúarofstækismaður. Anders Behring var þjálfaður í norska hernum og var félagi í skotklúbbi skammbyssueigenda í Osló. Hann var skráður fyrir mörgum skotvopnum, þar á meðal hálfsjálvirkum vopnum. Verden Gang greinir frá því að Anders hafi átt heima í vesturhluta Osló alla ævi þar til hann flutti til Heiðmerkur fyrir um mánuði. Bíll hans stendur enn á bryggjunni við Útey og fundust í honum mörg vopn. Hann var þjóðernissinnaður, hægri öfgamaður og segja sumir norskir fjölmiðlar frá tengslum hans við nýnastiahreyfingar. Lögreglan í Noregi leitaði í gær á heimili Anders. Þar fundust tengsl við öfgasíður á internetinu og færslur á samskiptavefum eins og Twitter og feisbúkk. Þar kemur fram djúpstætt hatur hans á fjölmenningu og Íslam sem hann telur vera að taka yfir Evrópu. Aðeins örfáum dögum fyrir voðaverkin stofnaði Anders Twitter-síðu - þar setti hann inn eina færslu, tilvitnun í John Stuart Mill, um að einn sannfærður maður geti áorkað því sem hundrað þúsund ósannfærðir nái aldrei. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, sagði þetta á blaðamannafundi í morgun: „Miðað við önnur lönd myndi ég segja að hægri öfgahreyfingar væru ekki stórt vandamál í noregi. En það eru hér hópar, öfgahreyfingar sem lögreglan veit af og við höfum fylgst með." Anders stofnaði garðyrkjufyrirtæki árið 2009 og sagðist ætla að rækta grænmeti og rótarávexti. Slík fyrirtæki geta keypt mikið af áburði án þess að það veki sérstaka athygli en slíkan áburð er hægt að nota sem sprengiefni. Gögn hafa fundist sem sýna fram á að Anders keypti sex tonn af áburði í vor. Anders Behring er talinn hafa drepið yfir níutíu manns í tveimur skipulögðum árásum í Noregi. Hann var handtekinn af sérsveitarmönnum og segir lögreglan í norskum fjölmiðlum í dag það vera athyglisvert að Anders hafi ekki svipt sig lífi líkt og flestir þeir sem fremja slíkar árásir gera. Sú staðreynd að hann sé á lífi muni þó væntanlega geta varpað ljósi á málið og hvort hann hafi verið einn að verki. Norðmenn eru æfir af reiði út í Anders og krefjast hefndar. Fjölmargar Feisbúkk síður hafa litið dagsins ljós þar sem þess er krafist að Anders verði hengdur, brenndur eða látinn dúsa í lífstíðarfangelsi. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Anders Behring Breivik, norski byssumaðurinn sem handtekinn var í gær og er talinn bera ábyrgð bæði á sprengjuárásinni í Osló og skotárusunum í Útey, hlaut þjálfun í norska hernum, átti fjölda vopna og er sagður hægrisinnaður trúarofstækismaður. Anders Behring var þjálfaður í norska hernum og var félagi í skotklúbbi skammbyssueigenda í Osló. Hann var skráður fyrir mörgum skotvopnum, þar á meðal hálfsjálvirkum vopnum. Verden Gang greinir frá því að Anders hafi átt heima í vesturhluta Osló alla ævi þar til hann flutti til Heiðmerkur fyrir um mánuði. Bíll hans stendur enn á bryggjunni við Útey og fundust í honum mörg vopn. Hann var þjóðernissinnaður, hægri öfgamaður og segja sumir norskir fjölmiðlar frá tengslum hans við nýnastiahreyfingar. Lögreglan í Noregi leitaði í gær á heimili Anders. Þar fundust tengsl við öfgasíður á internetinu og færslur á samskiptavefum eins og Twitter og feisbúkk. Þar kemur fram djúpstætt hatur hans á fjölmenningu og Íslam sem hann telur vera að taka yfir Evrópu. Aðeins örfáum dögum fyrir voðaverkin stofnaði Anders Twitter-síðu - þar setti hann inn eina færslu, tilvitnun í John Stuart Mill, um að einn sannfærður maður geti áorkað því sem hundrað þúsund ósannfærðir nái aldrei. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, sagði þetta á blaðamannafundi í morgun: „Miðað við önnur lönd myndi ég segja að hægri öfgahreyfingar væru ekki stórt vandamál í noregi. En það eru hér hópar, öfgahreyfingar sem lögreglan veit af og við höfum fylgst með." Anders stofnaði garðyrkjufyrirtæki árið 2009 og sagðist ætla að rækta grænmeti og rótarávexti. Slík fyrirtæki geta keypt mikið af áburði án þess að það veki sérstaka athygli en slíkan áburð er hægt að nota sem sprengiefni. Gögn hafa fundist sem sýna fram á að Anders keypti sex tonn af áburði í vor. Anders Behring er talinn hafa drepið yfir níutíu manns í tveimur skipulögðum árásum í Noregi. Hann var handtekinn af sérsveitarmönnum og segir lögreglan í norskum fjölmiðlum í dag það vera athyglisvert að Anders hafi ekki svipt sig lífi líkt og flestir þeir sem fremja slíkar árásir gera. Sú staðreynd að hann sé á lífi muni þó væntanlega geta varpað ljósi á málið og hvort hann hafi verið einn að verki. Norðmenn eru æfir af reiði út í Anders og krefjast hefndar. Fjölmargar Feisbúkk síður hafa litið dagsins ljós þar sem þess er krafist að Anders verði hengdur, brenndur eða látinn dúsa í lífstíðarfangelsi.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira