McLaren lætur ekki deigan síga eftir sigur 25. júlí 2011 11:25 Lewis Hamilton náði forystu í keppninni í Þýskalandi etir ræsingu mótsins. AP mynd: Martin Meissner Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren liðsins segir að lið sitt muni halda áfram að setja pressu á Sebastian Vettel, sem hefur gott forskot í stigamóti ökumanna. Lewis Hamilton á McLaren vann mót í Þýskalandi í gær, en Vettel varð fjórði á Red Bull bíl sínum. Vettel er enn með afgerandi forskot í stigamóti ökumanna með 216 stig. Mark Webber á Red Bull er með 139, Hamilton 134 og Fernando Alonso á Ferrari 130. Vettel var ekki í slag um sigur í gær. „Við getum ekki valdið mistökum hans. Það eina sem við getum gert er að pressa á hann og ég tel að Sebastian hafi gert mistök hérna. En hann var fullur sjálfstrausts í upphafi tímabilsins og gerði engin mistök. Við verðum að einbeita okkur að því sem við erum að gera. Ef það nægir til að vinna einstök mót, þá verður það frábært", sagði Whitmarsh í frétt á autosport.com í dag. McLaren keppir í Ungverjalandi um næstu helgi og mætir með nýjungar íbílnum, rétt eins og liðið gerði um helgina. „Það er ómögulegt að spá í gang mála, hlutirnir ganga upp og niður. Sigurinn núna segir ekkert að við séum á flugi, en við gætum þó unnið. En við munum leggja hart að okkur að ná árangri í næsta móti. Okkur líkar ekki við að vinna ekki mót. Við höfum trú á okkur og að við getum gert góða hluti og liðið býr yfir innri styrk", sagði Whitmarsh. Formúla Íþróttir Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren liðsins segir að lið sitt muni halda áfram að setja pressu á Sebastian Vettel, sem hefur gott forskot í stigamóti ökumanna. Lewis Hamilton á McLaren vann mót í Þýskalandi í gær, en Vettel varð fjórði á Red Bull bíl sínum. Vettel er enn með afgerandi forskot í stigamóti ökumanna með 216 stig. Mark Webber á Red Bull er með 139, Hamilton 134 og Fernando Alonso á Ferrari 130. Vettel var ekki í slag um sigur í gær. „Við getum ekki valdið mistökum hans. Það eina sem við getum gert er að pressa á hann og ég tel að Sebastian hafi gert mistök hérna. En hann var fullur sjálfstrausts í upphafi tímabilsins og gerði engin mistök. Við verðum að einbeita okkur að því sem við erum að gera. Ef það nægir til að vinna einstök mót, þá verður það frábært", sagði Whitmarsh í frétt á autosport.com í dag. McLaren keppir í Ungverjalandi um næstu helgi og mætir með nýjungar íbílnum, rétt eins og liðið gerði um helgina. „Það er ómögulegt að spá í gang mála, hlutirnir ganga upp og niður. Sigurinn núna segir ekkert að við séum á flugi, en við gætum þó unnið. En við munum leggja hart að okkur að ná árangri í næsta móti. Okkur líkar ekki við að vinna ekki mót. Við höfum trú á okkur og að við getum gert góða hluti og liðið býr yfir innri styrk", sagði Whitmarsh.
Formúla Íþróttir Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira