Sigurgeir Árni á leið til Kristiansund HK Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júlí 2011 11:31 Sigurgeir Árni og Ólafur Guðmunds fagna marki í leik gegn Fram á síðasta tímabili Mynd/Anton Fyrirliði Íslandsmeistara FH í handknattleik, Sigurgeir Árni Ægisson, er á leið til norska félagsins Kristiansund HK. Þjálfari liðsins er Íslendingurinn Gunnar Magnússon en auk þess leikur Akureyringurinn Jónatan Magnússon með liðinu. „Það stefnir allt í það. Það er ekki búið að skrifa undir en þetta er líklega allt að klárast. Mér líst ágætlega á þetta. Þetta er smá ævintýri sem við fjölskyldan ákváðum að fara í með börnin og hafa gaman. Gott að nýta handboltann svona á síðustu metrunum,“ sagði Sigurgeir í spjalli við Vísi. „Ég geri mér ekki alveg grein fyrir hversu sterk næstefsta deildin í Noregi er. Þetta er engin svaka deild en það er metnaður í félaginu. Félagið fór beint upp í fyrra og ætlar sér stærri hluti,“ segir Sigurgeir Árni. Sigurgeir Árni var lykilmaður í liði FH sem varð Íslandsmeistari í vor. Hann þykir harður í horn að taka í varnarleiknum. „Ég kem til þess að loka varnarleiknum. Þá þurfum við að skora færri mörk til þess að vinna leiki,“ segir Sigurgeir Árni í léttum tón. Sigurgeir Árni reiknar með því að vinna eitthvað með handboltanum enda sé hann ekki að fara utan peninganna vegna. Þetta sé aðallega aðlaðandi fyrir fjölskylduna og börnin. Allt útlit er fyrir að Íslandsmeistaralið FH mæti vængbrotið til leiks í haust. Ólafur Guðmundsson er á leið til Danmerkur og þá hefur Ásbjörn Friðriksson verið að reyna fyrir sér í Noregi. „Óli er auðvitað farinn og það stefnir allt í að ég sé að fara. Svo er ekki alveg ljóst hver staðan er með Ása. En það er nú bara þannig í þessum handbolta að það kemur maður í mann stað. Aðrir fá sviðið og fá að blómstra,“ sagði Sigurgeir Árni. „Sérstaklega er eðlilegt að þessir ungu strákar séu að reyna fyrir sér enda eiga þeir þvílíka framtíð fyrir sér. Þetta kom meira óvænt upp hjá mér. Smá ævintýraþrá að prófa þetta.“ Sigurgeir reiknar með því að fara utan í byrjun ágústmánaðar. Íslenski handboltinn Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira
Fyrirliði Íslandsmeistara FH í handknattleik, Sigurgeir Árni Ægisson, er á leið til norska félagsins Kristiansund HK. Þjálfari liðsins er Íslendingurinn Gunnar Magnússon en auk þess leikur Akureyringurinn Jónatan Magnússon með liðinu. „Það stefnir allt í það. Það er ekki búið að skrifa undir en þetta er líklega allt að klárast. Mér líst ágætlega á þetta. Þetta er smá ævintýri sem við fjölskyldan ákváðum að fara í með börnin og hafa gaman. Gott að nýta handboltann svona á síðustu metrunum,“ sagði Sigurgeir í spjalli við Vísi. „Ég geri mér ekki alveg grein fyrir hversu sterk næstefsta deildin í Noregi er. Þetta er engin svaka deild en það er metnaður í félaginu. Félagið fór beint upp í fyrra og ætlar sér stærri hluti,“ segir Sigurgeir Árni. Sigurgeir Árni var lykilmaður í liði FH sem varð Íslandsmeistari í vor. Hann þykir harður í horn að taka í varnarleiknum. „Ég kem til þess að loka varnarleiknum. Þá þurfum við að skora færri mörk til þess að vinna leiki,“ segir Sigurgeir Árni í léttum tón. Sigurgeir Árni reiknar með því að vinna eitthvað með handboltanum enda sé hann ekki að fara utan peninganna vegna. Þetta sé aðallega aðlaðandi fyrir fjölskylduna og börnin. Allt útlit er fyrir að Íslandsmeistaralið FH mæti vængbrotið til leiks í haust. Ólafur Guðmundsson er á leið til Danmerkur og þá hefur Ásbjörn Friðriksson verið að reyna fyrir sér í Noregi. „Óli er auðvitað farinn og það stefnir allt í að ég sé að fara. Svo er ekki alveg ljóst hver staðan er með Ása. En það er nú bara þannig í þessum handbolta að það kemur maður í mann stað. Aðrir fá sviðið og fá að blómstra,“ sagði Sigurgeir Árni. „Sérstaklega er eðlilegt að þessir ungu strákar séu að reyna fyrir sér enda eiga þeir þvílíka framtíð fyrir sér. Þetta kom meira óvænt upp hjá mér. Smá ævintýraþrá að prófa þetta.“ Sigurgeir reiknar með því að fara utan í byrjun ágústmánaðar.
Íslenski handboltinn Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira