Langá opnaði í morgun með 13 löxum á 3 tímum Karl Lúðvíksson skrifar 21. júní 2011 11:44 Veiðistaður númer 61 í Langá, Jósef. Mynd: www.svfr.is Veiði hófst í Langá á Mýrum nú í morgunsárið. Segja má að opnunardagurinn sé eðlilegt framhald síðustu sumra, því eftir þrjá tíma voru þrettán laxar komnir á land. Það var gott hljóð í Jóhannesi Oddssyni veiðiverði er við heyrðum í honum fyrir stundu. Að hans sögn virðist laxinn vera vel dreifður því búið er að landa löxum í Réttarhyl, Stórhólakvörn, Tannalækjarbreiðu og tveir voru komnir á land af Kattarfossbrún. Það vekur athygli að sjá hvað laxinn er kominn ofarlega í ánna en veiðistaðir eins og Réttarhylur er á miðsvæðinu. Þetta er frábær byrjun á veiðitímabilinu í Langá, og ljóst að veiðimenn með leyfi geta farið að láta sig hlakka til. Vatnsstaða er mjög góð, og miðlunin við Langavatn er full þetta sumarið. Það eru því öll skilyrði til staðar til að áin setji met þetta árið, bara spurning um hvernig göngurnar verða en þessi opnun gefur svo sannarlega góða von um framhaldið. Við vekjum athygli á að einhver leyfi eru laus í Langá hjá SVFR Stangveiði Mest lesið Klaus Frimor kennir fluguköst Veiði Fyrirmyndar leiðsögn um Hörgá Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði Dágott gengi hjá lokahollinu í Þverá Veiði Sporðaköst byrja í kvöld á Stöð 2 Veiði Stórir fiskar úr Úlfljótsvatni Veiði Erlendir veiðimenn farnir að sækja í haustveiði Veiði Skjálfandafljót: Félag tengt Lax-Á með hæsta boð Veiði Breiðdalsá: Meðalþyngdin 10 pund í sumar! Veiði Rysjótt veður en nokkrir með ágæta veiði Veiði
Veiði hófst í Langá á Mýrum nú í morgunsárið. Segja má að opnunardagurinn sé eðlilegt framhald síðustu sumra, því eftir þrjá tíma voru þrettán laxar komnir á land. Það var gott hljóð í Jóhannesi Oddssyni veiðiverði er við heyrðum í honum fyrir stundu. Að hans sögn virðist laxinn vera vel dreifður því búið er að landa löxum í Réttarhyl, Stórhólakvörn, Tannalækjarbreiðu og tveir voru komnir á land af Kattarfossbrún. Það vekur athygli að sjá hvað laxinn er kominn ofarlega í ánna en veiðistaðir eins og Réttarhylur er á miðsvæðinu. Þetta er frábær byrjun á veiðitímabilinu í Langá, og ljóst að veiðimenn með leyfi geta farið að láta sig hlakka til. Vatnsstaða er mjög góð, og miðlunin við Langavatn er full þetta sumarið. Það eru því öll skilyrði til staðar til að áin setji met þetta árið, bara spurning um hvernig göngurnar verða en þessi opnun gefur svo sannarlega góða von um framhaldið. Við vekjum athygli á að einhver leyfi eru laus í Langá hjá SVFR
Stangveiði Mest lesið Klaus Frimor kennir fluguköst Veiði Fyrirmyndar leiðsögn um Hörgá Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði Dágott gengi hjá lokahollinu í Þverá Veiði Sporðaköst byrja í kvöld á Stöð 2 Veiði Stórir fiskar úr Úlfljótsvatni Veiði Erlendir veiðimenn farnir að sækja í haustveiði Veiði Skjálfandafljót: Félag tengt Lax-Á með hæsta boð Veiði Breiðdalsá: Meðalþyngdin 10 pund í sumar! Veiði Rysjótt veður en nokkrir með ágæta veiði Veiði