Laxarnir mættir í Elliðaárnar Karl Lúðvíksson skrifar 1. júní 2011 10:10 Fossinn í Elliðaánum, sívinsæll veiðistaður Svo virðist sem að lax sé genginn í Elliðaárnar samkvæmt arnaraugum Ásgeirs Heiðars leiðsögumanns. Laxinn er töluvert seinna á ferðinni en undanfarin sumur. Ásgeir segir lax hafa verið að sjá í Fossinum seinni partinn í dag. Er þetta fyrsta staðfesta fregnin af laxgengd í árnar í sumar, og er sá silfraði nokkuð seinna á ferðinni en undanfarin tvö sumur. Til viðmiðunar mátti sjá nýgengna laxa þann 20. maí í fyrravor. Þess má geta að nokkrar tilkynningar hafa borist um laxa við Árbæjarstíflu að undanförnu, en ef þar er fisk að finna er það væntanlega annað hvort silungur eða stöku hoplax sem mögulega er seinn til sjávar þetta vorið. Í það minnsta er kistan við laxateljarann lokuð, og því ætti ekki að vera um nýjan fisk að ræða ofan hennar, nema að lax hafi gengið fyrir 10. maí sem verður að teljast afar ólíklegt. Einnig má geta þess að nú stendur yfir merking á niðurgönguseiðum í Elliðaánum. Samkvæmt Jóhannesi Sturlaugssyni hjá Laxfiskum þá er ástand villtra laxaseiða nokkuð gott, og kröftug niðurgana sjógönguseiða hefur verið síðasta hálfa mánuðinn. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið 110 sm lax úr Vatnsdalsá Veiði Stærsti lax sumarsins tók ónefnda flugu í Vatnsdalsá Veiði Fleiri lokatölur í nýjum vikulegum veiðitölum Veiði Stórir urriðar að koma á land í Þingvallavatni Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Veiðifélög mótmæla Þingvallanefnd Veiði Veiðileyfasala komin á fullt Veiði Tvær vikur í opnun veiðisvæðanna Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði
Svo virðist sem að lax sé genginn í Elliðaárnar samkvæmt arnaraugum Ásgeirs Heiðars leiðsögumanns. Laxinn er töluvert seinna á ferðinni en undanfarin sumur. Ásgeir segir lax hafa verið að sjá í Fossinum seinni partinn í dag. Er þetta fyrsta staðfesta fregnin af laxgengd í árnar í sumar, og er sá silfraði nokkuð seinna á ferðinni en undanfarin tvö sumur. Til viðmiðunar mátti sjá nýgengna laxa þann 20. maí í fyrravor. Þess má geta að nokkrar tilkynningar hafa borist um laxa við Árbæjarstíflu að undanförnu, en ef þar er fisk að finna er það væntanlega annað hvort silungur eða stöku hoplax sem mögulega er seinn til sjávar þetta vorið. Í það minnsta er kistan við laxateljarann lokuð, og því ætti ekki að vera um nýjan fisk að ræða ofan hennar, nema að lax hafi gengið fyrir 10. maí sem verður að teljast afar ólíklegt. Einnig má geta þess að nú stendur yfir merking á niðurgönguseiðum í Elliðaánum. Samkvæmt Jóhannesi Sturlaugssyni hjá Laxfiskum þá er ástand villtra laxaseiða nokkuð gott, og kröftug niðurgana sjógönguseiða hefur verið síðasta hálfa mánuðinn. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið 110 sm lax úr Vatnsdalsá Veiði Stærsti lax sumarsins tók ónefnda flugu í Vatnsdalsá Veiði Fleiri lokatölur í nýjum vikulegum veiðitölum Veiði Stórir urriðar að koma á land í Þingvallavatni Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Veiðifélög mótmæla Þingvallanefnd Veiði Veiðileyfasala komin á fullt Veiði Tvær vikur í opnun veiðisvæðanna Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði