Eyjastúlkur áfram með fullt hús eftir sigur á Blikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2011 19:56 Eyjastúlkur eru á mikilli silgingu. mynd/heimasíða ÍBV Nýliðar ÍBV héldu sigurgöngu sinni áfram í Pepsi-deild kvenna og tryggðu sér aftur toppsætið með 2-0 sigri á Breiðabliki í Kópavogi í kvöld. Eyjakonur eru eina liðið í deildinni með fullt hús eftir þrjár umferðir og tók toppsæti aftur af Íslandsmeisturum Vals sem höfðu tekið það af þeim í gær. Blikakonur sitja hinsvegar áfram í hópi neðstu liða með aðeins eitt stig í húsi af níu mögulegum. Vesna Smiljkovic og Danka Podovac skoruðu mörk Eyjaliðsins í leiknum í sitthvorum hálfleiknum og ætla heldur betur að reynast nýliðunum happafengur en þær komu til liðsins frá Þór/KA fyrir tímabilið. Eftir slaka byrjun vann Blikaliðið sig inn í leikinn og tókst að skapa sér fullt af vænlegum tækifærum en þegar kom að því að klára þau gekk ekkert upp. Eyjaliðið varðist vel og ógnaði alltaf með hröðum upphlaupum. Birna Berg Haraldsdóttir, markvörðurinn ungi sem kom frá FH, er því ekki enn búin að fá á sig mark í sumar en hún stóð vaktina vel í Eyjamarkinu í kvöld og varði nokkrum sinnum mjög vel frá Blikastúlkum. Vesna Smiljkovic kom ÍBV í 1-0 á 13. mínútu þegar hún stakk Blikavörnina af eftir að hafa fengið sendingu frá Kristínu Ernu Sigurlásdóttur. Eftir markið vann Blikaliðið sig inn í leikinn og skapaði sér fullt af færum fram að hálfleik. Greta Mjöll Samúelsdóttir var mjög nálægt því að jafna leikinn á 20. mínútu en Birna Berg Haraldsdóttir varði þá frábærlega óvænt skot hennar eftir fyrirgjöf Fanndísar Friðriksdóttur. Greta og Fanndís voru allt í öllu sóknarleik Blika og áttu eftir að skapa fleiri færi fram að hálfleik. Leikurinn var rólegri í seinni hálfleik en Danka Podovac kom ÍBV í 2-0 á 70. mínútu með sínu fimmta marki í sumar og gerði nánast út um leikinn með því. Danka fékk boltann frá Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur og lék skemmtilega á markvörð Blika áður en hún skoraði. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira
Nýliðar ÍBV héldu sigurgöngu sinni áfram í Pepsi-deild kvenna og tryggðu sér aftur toppsætið með 2-0 sigri á Breiðabliki í Kópavogi í kvöld. Eyjakonur eru eina liðið í deildinni með fullt hús eftir þrjár umferðir og tók toppsæti aftur af Íslandsmeisturum Vals sem höfðu tekið það af þeim í gær. Blikakonur sitja hinsvegar áfram í hópi neðstu liða með aðeins eitt stig í húsi af níu mögulegum. Vesna Smiljkovic og Danka Podovac skoruðu mörk Eyjaliðsins í leiknum í sitthvorum hálfleiknum og ætla heldur betur að reynast nýliðunum happafengur en þær komu til liðsins frá Þór/KA fyrir tímabilið. Eftir slaka byrjun vann Blikaliðið sig inn í leikinn og tókst að skapa sér fullt af vænlegum tækifærum en þegar kom að því að klára þau gekk ekkert upp. Eyjaliðið varðist vel og ógnaði alltaf með hröðum upphlaupum. Birna Berg Haraldsdóttir, markvörðurinn ungi sem kom frá FH, er því ekki enn búin að fá á sig mark í sumar en hún stóð vaktina vel í Eyjamarkinu í kvöld og varði nokkrum sinnum mjög vel frá Blikastúlkum. Vesna Smiljkovic kom ÍBV í 1-0 á 13. mínútu þegar hún stakk Blikavörnina af eftir að hafa fengið sendingu frá Kristínu Ernu Sigurlásdóttur. Eftir markið vann Blikaliðið sig inn í leikinn og skapaði sér fullt af færum fram að hálfleik. Greta Mjöll Samúelsdóttir var mjög nálægt því að jafna leikinn á 20. mínútu en Birna Berg Haraldsdóttir varði þá frábærlega óvænt skot hennar eftir fyrirgjöf Fanndísar Friðriksdóttur. Greta og Fanndís voru allt í öllu sóknarleik Blika og áttu eftir að skapa fleiri færi fram að hálfleik. Leikurinn var rólegri í seinni hálfleik en Danka Podovac kom ÍBV í 2-0 á 70. mínútu með sínu fimmta marki í sumar og gerði nánast út um leikinn með því. Danka fékk boltann frá Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur og lék skemmtilega á markvörð Blika áður en hún skoraði.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira