Ótrúlega gott ástand á Laxárurriðanum Karl Lúðvíksson skrifar 31. maí 2011 16:09 Mynd frá www.flugur.is Vanir veiðimenn við Laxá í Mývatnssveit hafa sjaldan séð urriðann jafn vel haldinn og nú. Sannkölluð stórfiskaveiði hefur verið fyrstu dagana og veiddust 100 fyrsta daginn! Spár veiðimann um gott sumar í Laxárdal og Mývatnssveit virðast ætla að rætast. Þrátt fyrir ömurlegar aðstæður fyrstu dagana hefur nú hlýnað fyrir norðan og mildara veður tekið við. Hefðbundnar veiðisögur berast nú úr Mývatnssveit. Fimmtán stórfiskar voru teknir úr Brotaflóa í morgun og tíu stórurriðar á bilinu fimm til sjö pund voru teknir á flotlínu og straumflugur úr Geirastaðaskurði. Að sögn veiðimanna er urriðinn í ótrúlega góðu ásigkomulagi. Til að mynda veiddist í gær 55cm urriði sem var gersamlega hnöttóttur og vóg 3.3 kíló? Að mestu er um að ræða urriða frá 50-64cm. Nú er hitastig um átta gráður og logn í Mývatnssveitinni. Það er því veisla framundan hjá veiðimönnum. Við bendum á lausar stangir í Laxárdal næstu daga, auk þess sem að örfáar júnístangir eru eftir í Mývatnssveitinni. Veiðileyfin eru aðgengileg í vefsölunni hjá SVFR Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið 110 sm lax úr Vatnsdalsá Veiði Stærsti lax sumarsins tók ónefnda flugu í Vatnsdalsá Veiði Stórir urriðar að koma á land í Þingvallavatni Veiði Fleiri lokatölur í nýjum vikulegum veiðitölum Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Tvær vikur í opnun veiðisvæðanna Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Veiðifélög mótmæla Þingvallanefnd Veiði Veiðileyfasala komin á fullt Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði
Vanir veiðimenn við Laxá í Mývatnssveit hafa sjaldan séð urriðann jafn vel haldinn og nú. Sannkölluð stórfiskaveiði hefur verið fyrstu dagana og veiddust 100 fyrsta daginn! Spár veiðimann um gott sumar í Laxárdal og Mývatnssveit virðast ætla að rætast. Þrátt fyrir ömurlegar aðstæður fyrstu dagana hefur nú hlýnað fyrir norðan og mildara veður tekið við. Hefðbundnar veiðisögur berast nú úr Mývatnssveit. Fimmtán stórfiskar voru teknir úr Brotaflóa í morgun og tíu stórurriðar á bilinu fimm til sjö pund voru teknir á flotlínu og straumflugur úr Geirastaðaskurði. Að sögn veiðimanna er urriðinn í ótrúlega góðu ásigkomulagi. Til að mynda veiddist í gær 55cm urriði sem var gersamlega hnöttóttur og vóg 3.3 kíló? Að mestu er um að ræða urriða frá 50-64cm. Nú er hitastig um átta gráður og logn í Mývatnssveitinni. Það er því veisla framundan hjá veiðimönnum. Við bendum á lausar stangir í Laxárdal næstu daga, auk þess sem að örfáar júnístangir eru eftir í Mývatnssveitinni. Veiðileyfin eru aðgengileg í vefsölunni hjá SVFR Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið 110 sm lax úr Vatnsdalsá Veiði Stærsti lax sumarsins tók ónefnda flugu í Vatnsdalsá Veiði Stórir urriðar að koma á land í Þingvallavatni Veiði Fleiri lokatölur í nýjum vikulegum veiðitölum Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Tvær vikur í opnun veiðisvæðanna Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Veiðifélög mótmæla Þingvallanefnd Veiði Veiðileyfasala komin á fullt Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði