Miklar álbirgðir í heiminum en markaðurinn þrengist 23. maí 2011 07:40 Í nýlegri greiningu á álmarkaðinum hjá Reuters kemur fram að þótt álbrigðir heimsins hafi aldri verið meiri sé markaðurinn samt að þrengjast, það er framboð heldur ekki í við eftirspurn. Þetta skýrist af m.a. því að lítil áform eru um að opna aftur mörg af þeim álverum sem lokað var í kreppunni. Eina undantekningin er Alcoa, móðurfélag Fjarðaráls, sem hefur tilkynnt um enduropnun þriggja álvera í Bandaríkjunum. Samkvæmt Reuters er mjög ólíklegt að fleiri fylgi á eftir. Og þótt þessi álver komist í gagnið vantar en tæplega 500.000 tonn upp á að framleiðslan verði jafnmikil og hún var árið 2008. Frá því ári hefur framleiðslan dregist saman um rúmlega 1,2 milljónir tonna. Með áformum Alcoa og einu 50.000 tonna álveri sem enduropna á í Texas munu nást 725.000 tonn til baka af þeim samdrætti. Á sama tíma upplýsir London Metal Exchange, helsti málmmarkaður heimsins, að birgðir í vöruhúsum hans nemi nú 4,7 milljónum tonn og hafi aldrei verið meiri. Verðið hefur þó haldist hátt. Það stendur í 2.510 dollurum á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga og hefur raunar verið yfir 2.500 dollurum síðan í mars. Það sló upp í tæpa 2.800 dollara í vor en hrapaði síðan í hrávöruniðursveiflunni fyrir skömmu eins og olía og aðrar dollaratengdar hrávörur. Álframleiðsla í Bandaríkjunum hefur dregist verulega saman á undanförnum árum. Í kringum árið 1990 framleiddi landið 4,65 milljónir tonna eða um fjórðunginn af þáverandi heimsframleiðslu. Á síðasta ári var framleiðslan 1,7 milljónir tonna eða 4% af heimsframleiðslunni sem nam 41 milljón tonna. Kína er það land sem hefur hvað mesta að segja á álmarkaðinum en þar er ársframleiðslan komin í 24 milljónir tonna. Samkvæmt Reuters ganga áætlanir Kínverja hinsvegar út á að minnka þessa framleiðslu um 4 milljónir tonna fram til ársins 2015. Þetta ætti að auka áhugann á að byggja ný álver annarsstaðar eða enduropna fleiri af þeim sem lokað var. Orkuverð og mengun eru höfuðstæður fyrir því að álverin sem lokað var í kreppunni eru ekki enduropnuð þrátt fyrir hátt álverð. Orkan er um þriðjungur af framleiðslukostnaðinum. Því er Ísland nefnt sem álitlegur kostur í greiningu Reuters um hvar hagkvæmast er að stunda álframleiðslu í heiminum. Mest lesið Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Sjá meira
Í nýlegri greiningu á álmarkaðinum hjá Reuters kemur fram að þótt álbrigðir heimsins hafi aldri verið meiri sé markaðurinn samt að þrengjast, það er framboð heldur ekki í við eftirspurn. Þetta skýrist af m.a. því að lítil áform eru um að opna aftur mörg af þeim álverum sem lokað var í kreppunni. Eina undantekningin er Alcoa, móðurfélag Fjarðaráls, sem hefur tilkynnt um enduropnun þriggja álvera í Bandaríkjunum. Samkvæmt Reuters er mjög ólíklegt að fleiri fylgi á eftir. Og þótt þessi álver komist í gagnið vantar en tæplega 500.000 tonn upp á að framleiðslan verði jafnmikil og hún var árið 2008. Frá því ári hefur framleiðslan dregist saman um rúmlega 1,2 milljónir tonna. Með áformum Alcoa og einu 50.000 tonna álveri sem enduropna á í Texas munu nást 725.000 tonn til baka af þeim samdrætti. Á sama tíma upplýsir London Metal Exchange, helsti málmmarkaður heimsins, að birgðir í vöruhúsum hans nemi nú 4,7 milljónum tonn og hafi aldrei verið meiri. Verðið hefur þó haldist hátt. Það stendur í 2.510 dollurum á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga og hefur raunar verið yfir 2.500 dollurum síðan í mars. Það sló upp í tæpa 2.800 dollara í vor en hrapaði síðan í hrávöruniðursveiflunni fyrir skömmu eins og olía og aðrar dollaratengdar hrávörur. Álframleiðsla í Bandaríkjunum hefur dregist verulega saman á undanförnum árum. Í kringum árið 1990 framleiddi landið 4,65 milljónir tonna eða um fjórðunginn af þáverandi heimsframleiðslu. Á síðasta ári var framleiðslan 1,7 milljónir tonna eða 4% af heimsframleiðslunni sem nam 41 milljón tonna. Kína er það land sem hefur hvað mesta að segja á álmarkaðinum en þar er ársframleiðslan komin í 24 milljónir tonna. Samkvæmt Reuters ganga áætlanir Kínverja hinsvegar út á að minnka þessa framleiðslu um 4 milljónir tonna fram til ársins 2015. Þetta ætti að auka áhugann á að byggja ný álver annarsstaðar eða enduropna fleiri af þeim sem lokað var. Orkuverð og mengun eru höfuðstæður fyrir því að álverin sem lokað var í kreppunni eru ekki enduropnuð þrátt fyrir hátt álverð. Orkan er um þriðjungur af framleiðslukostnaðinum. Því er Ísland nefnt sem álitlegur kostur í greiningu Reuters um hvar hagkvæmast er að stunda álframleiðslu í heiminum.
Mest lesið Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Sjá meira