Eldgosið í rénun 24. maí 2011 12:00 Á hverri sekúndu koma um 100 tonn af gosefnum upp úr gosstöðvunum í Grímsvötnum. Til samanburðar þá komu um tíu til tuttugu þúsund tonn á sekúndu þegar gosið stóð sem hæst á sunnudaginn. Mynd/Visir.is Dregið hefur jafnt og þétt úr eldgosinu í Grímsvötnum síðan í gær. Gosmökkurinn stendur nú í um þriggja til fimm kílómetrahæð og er gosefnaframleiðsla umtalsvert minni. Mjög sterk norðanátt er enn á svæðinu sem feykir ösku til suðurs, dregur úr vindi síðar í dag að sögn Veðurstofunnar. Á hverri sekúndu koma um 100 tonn af gosefnum upp úr gosstöðvunum í Grímsvötnum. Í gærkvöldi voru um þúsund tonn að koma upp og hefur því dregið umtalsvert úr gosefnaframleiðslu. Til samanburðar þá komu um tíu til tuttugu þúsund tonn á sekúndu þegar gosið stóð sem hæst á sunnudaginn. Gosórói hefur hins vegar haldist svipaður. Engir djúpir skjálftar né eldingar hafa mælst við gosstöðvarnar síðan um miðjan dag í gær að sögn Veðurstofunnar. Gosmökkurinn er nú um þrír til fimm kílómetrar að hæð en var átta til tíu á sama tíma í gær. Stíf norðanátt er á svæðinu sem feykir öskunni til suðurs og veldur miklu öskufjúki á svæðinu. Það lægir hins vegar með kvöldinu. Gosið er sprengigos með mikilli gosösku. Ísinn í kring bráðnar og vatn í Grímsvötnum verður til þess að gosefnin tætast og þannig myndast þessi mikla aska. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir litlar líkur á því að gígurinn þorni á meðan á gosinu standi. „Það er nóg vatn í jöklinum og vatnsborðið í Grímsvötnum stýrir vatnsborðinu. Þegar að svona mikið gos er þá hleðst ekkert upp neinn gígur nema á jöklinum umhverfis og þá er nógur aðgangur vatns að gígnum og við höfum heldur engin dæmi um það hafi gerst í Grímsvötnum," segir Magnús Tumi. Hann segir því líklegt að svo lengi sem gos standi í Grímsvötnum verði það öskugos. „Við verðum að vera viðbúin við því og getum ekkert útilokað að það renni hraun en það er ekkert líklegt að það geri það meðan gosið er sæmilega öflugt," segir hann. Grímsvötn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Dregið hefur jafnt og þétt úr eldgosinu í Grímsvötnum síðan í gær. Gosmökkurinn stendur nú í um þriggja til fimm kílómetrahæð og er gosefnaframleiðsla umtalsvert minni. Mjög sterk norðanátt er enn á svæðinu sem feykir ösku til suðurs, dregur úr vindi síðar í dag að sögn Veðurstofunnar. Á hverri sekúndu koma um 100 tonn af gosefnum upp úr gosstöðvunum í Grímsvötnum. Í gærkvöldi voru um þúsund tonn að koma upp og hefur því dregið umtalsvert úr gosefnaframleiðslu. Til samanburðar þá komu um tíu til tuttugu þúsund tonn á sekúndu þegar gosið stóð sem hæst á sunnudaginn. Gosórói hefur hins vegar haldist svipaður. Engir djúpir skjálftar né eldingar hafa mælst við gosstöðvarnar síðan um miðjan dag í gær að sögn Veðurstofunnar. Gosmökkurinn er nú um þrír til fimm kílómetrar að hæð en var átta til tíu á sama tíma í gær. Stíf norðanátt er á svæðinu sem feykir öskunni til suðurs og veldur miklu öskufjúki á svæðinu. Það lægir hins vegar með kvöldinu. Gosið er sprengigos með mikilli gosösku. Ísinn í kring bráðnar og vatn í Grímsvötnum verður til þess að gosefnin tætast og þannig myndast þessi mikla aska. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir litlar líkur á því að gígurinn þorni á meðan á gosinu standi. „Það er nóg vatn í jöklinum og vatnsborðið í Grímsvötnum stýrir vatnsborðinu. Þegar að svona mikið gos er þá hleðst ekkert upp neinn gígur nema á jöklinum umhverfis og þá er nógur aðgangur vatns að gígnum og við höfum heldur engin dæmi um það hafi gerst í Grímsvötnum," segir Magnús Tumi. Hann segir því líklegt að svo lengi sem gos standi í Grímsvötnum verði það öskugos. „Við verðum að vera viðbúin við því og getum ekkert útilokað að það renni hraun en það er ekkert líklegt að það geri það meðan gosið er sæmilega öflugt," segir hann.
Grímsvötn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira