Real Madrid búið að reka Valdano Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. maí 2011 23:30 Á meðan allt lék í lyndi. Jose Mourinho og Jorge Valdano. Nordic Photos / AFP Stjórn Real Madrid kom saman í kvöld og ákvað að reka framkvæmdarstjórann Jorge Valdano úr sínu starfi hjá félaginu. Talið er að það styrki stöðu Jose Mourinho knattspyrnustjóra talsvert. „Við höfum ákveðið að slíta samstarfi félagsins við Jorge Valdano," sagði Florentino Perez, forseti félagsins, við blaðamenn í Madríd í kvöld. Það sló í brýnu á milli Valdano og Mourinho þegar að sá fyrrnefndi gerði athugasemdir við þá ósk Mourinho að kaupa annan framherja til félagsins eftir að Gonzalo Higuain meiddist í haust. Mourinho vill fá fullt vald yfir þeim málum sem snúa að knattspyrnunni hjá félaginu og því ákvað Perez og stjórn félagsins að breyta skipuriti félagsins. „Mourinho krafðist fulls sjálfstæðis í sínu starfi líkt því sem á sér stað hjá enskum knattspyrnufélögum. Ég tel að félagið þurfi á slíkri endurskipulagningu að halda," sagði Perez enn fremur. „Við sömdum við besta þjálfara heims. Við viljum vera vissir um að þegar hann fer einn daginn og við fáum annan þjálfara í heimsklassa sé þetta kerfi til staðar." Valdano staðfesti síðar í viðtali við fjölmiðla að hann hefði ekki rætt við Mourinho í langan tíma. „Við heilsumst kurteisislega en hann kaus að ræða við aðra en mig." Valdano er þó sáttur við að Mourinho verði áfram. „Ég tel að það sé hollt fyrir félagið að hann verði áfram, sérstaklega fyrir félag sem hefur skort stöðugleika undanfarin ár. Ég tel að hann sé góður í sínu starfi og finnst eðlilegt að hann haldi áfram." Spænski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira
Stjórn Real Madrid kom saman í kvöld og ákvað að reka framkvæmdarstjórann Jorge Valdano úr sínu starfi hjá félaginu. Talið er að það styrki stöðu Jose Mourinho knattspyrnustjóra talsvert. „Við höfum ákveðið að slíta samstarfi félagsins við Jorge Valdano," sagði Florentino Perez, forseti félagsins, við blaðamenn í Madríd í kvöld. Það sló í brýnu á milli Valdano og Mourinho þegar að sá fyrrnefndi gerði athugasemdir við þá ósk Mourinho að kaupa annan framherja til félagsins eftir að Gonzalo Higuain meiddist í haust. Mourinho vill fá fullt vald yfir þeim málum sem snúa að knattspyrnunni hjá félaginu og því ákvað Perez og stjórn félagsins að breyta skipuriti félagsins. „Mourinho krafðist fulls sjálfstæðis í sínu starfi líkt því sem á sér stað hjá enskum knattspyrnufélögum. Ég tel að félagið þurfi á slíkri endurskipulagningu að halda," sagði Perez enn fremur. „Við sömdum við besta þjálfara heims. Við viljum vera vissir um að þegar hann fer einn daginn og við fáum annan þjálfara í heimsklassa sé þetta kerfi til staðar." Valdano staðfesti síðar í viðtali við fjölmiðla að hann hefði ekki rætt við Mourinho í langan tíma. „Við heilsumst kurteisislega en hann kaus að ræða við aðra en mig." Valdano er þó sáttur við að Mourinho verði áfram. „Ég tel að það sé hollt fyrir félagið að hann verði áfram, sérstaklega fyrir félag sem hefur skort stöðugleika undanfarin ár. Ég tel að hann sé góður í sínu starfi og finnst eðlilegt að hann haldi áfram."
Spænski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira