Skráðu þig á fluguveiðinámskeið fyrir sumarið Karl Lúðvíksson skrifar 27. maí 2011 11:20 Veitt á flugu á sólskinsdegi Veiðikortið og Veiðiheimur hafa blásið til fluguveiðinámskeiðs þar sem áhersla er lögð á silungsveiði í vötnum landsins. Þátttökugjaldi er stillt í hóf. Námskeiðið er haldið dagana 8. og 9. júní og er tilvalið fyrir þá sem vilja kynnast betur heimi fluguveiðinnar. Farið verður í vatnaveiði almennt, hnýtingar sem og fluguköst, en kennsla fer fram á bökkum Elliðavatns. Allt efni til hnýtinga er á staðnum sem og flugustangir. Veiðimönnum er að sjálfsögðu heimilt að taka með sínar eigin græjur ef að þeir vilja læra sérstaklega á þær. Vekjum athygli á því að það er takmarkaður fjöldi þátttakenda til að námskeiðið skili sem mestu fyrir þátttakendur þannig að það er um að gera að skrá sig strax. Þessi tvö námskeið eru fyrst og fremst ætluð handhöfum Veiðikortsins og skráning er inná síðu Veiðikortsins www.veidikortid.is Stangveiði Mest lesið Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Veiðitölur LV: Aldrei minni veiði síðan talningar hófust Veiði Misjöfn veiði í Þingvallavatni Veiði Gott úrval leyfa í stóran silung Veiði Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði
Veiðikortið og Veiðiheimur hafa blásið til fluguveiðinámskeiðs þar sem áhersla er lögð á silungsveiði í vötnum landsins. Þátttökugjaldi er stillt í hóf. Námskeiðið er haldið dagana 8. og 9. júní og er tilvalið fyrir þá sem vilja kynnast betur heimi fluguveiðinnar. Farið verður í vatnaveiði almennt, hnýtingar sem og fluguköst, en kennsla fer fram á bökkum Elliðavatns. Allt efni til hnýtinga er á staðnum sem og flugustangir. Veiðimönnum er að sjálfsögðu heimilt að taka með sínar eigin græjur ef að þeir vilja læra sérstaklega á þær. Vekjum athygli á því að það er takmarkaður fjöldi þátttakenda til að námskeiðið skili sem mestu fyrir þátttakendur þannig að það er um að gera að skrá sig strax. Þessi tvö námskeið eru fyrst og fremst ætluð handhöfum Veiðikortsins og skráning er inná síðu Veiðikortsins www.veidikortid.is
Stangveiði Mest lesið Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Veiðitölur LV: Aldrei minni veiði síðan talningar hófust Veiði Misjöfn veiði í Þingvallavatni Veiði Gott úrval leyfa í stóran silung Veiði Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði