NBA: Dallas vann aftur í LA er komið 2-0 yfir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2011 09:00 Kobe Bryant var ekki upplitsdjarfur á bekknum. Mynd/AP NBA-meistararnir í Los Angeles Lakers eru komnir í afar slæm mál í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir að þeir töpuðu öðrum heimaleiknum í röð á móti Dallas Mavericks. Dallas er nú 2-0 yfir og getur klárað einvígið með því að vinna næstu tvo leiki á heimavelli. Chicago Bulls sem tapaði óvænt á heimavelli í fyrsta leik jafnaði hinsvegar einvígið sitt á móti Atlanta Hawks í nótt. Dirk Nowitzki skoraði 24 stig í 93-81 sigri Dallas Mavericks á Los Angeles Lakers í Staples Center en góð vörn og 9-0 sprettur í fjórða leikhlutanum lagði grunninn að sigrinum. Shawn Marion var með 14 stig, J.J. Barea skoraði 12 stig á 17 mínútum og Jason Kidd var með 10 stig. „Ef einhver hefði sagt mér fyrir einvígið að við myndum vinna báða leikina hér þá hefði ég átt erfitt með að trúa því en ég held að við höfum unnið fyrir þessum sigrum," sagði Dirk Nowitzki. Kobe Bryant skoraði 23 stig fyrir Lakers sem er að lenda 0-2 undir í fyrsta sinn síðan í lokaúrslitunum 2008 en það er einmitt síðasta einvígið sem meistarar síðustu tveggja ára töpuðu. Andrew Bynum var með 18 stig og 13 fráköst og Pau Gasol bætti við 13 stigum og 10 fráköstum. Næsti leikur liðanna verður annað kvöld í Dallas en þar verður Ron Artest líklega í leikbanni því hann var rekinn út úr húsi í lok leiksins í nótt.Derrick Rose.Mynd/APDerrick Rose var með 25 stig og Joakim Noah bætti við 19 stigum og 14 fráköstum í 86-73 sigri Chicago Bulls á Atlanta Hawks en með því jafnaði Chicago einvígið í 1-1. Rose tók við bikarnum sem besti leikmaður NBA-deildarinnar fyrir leikinn. „Ég er bara feginn að þetta sé afstaðið þannig að ég geti farið að einbeita mér að því að spila körfubolta," sagði Rose sem hefur ekki hitt vel í úrslitakeppninni. Það var samt allt annað að sjá til Chicago-liðsins sem spilaði hörmulega í fyrsta leiknum sem Atlanta vann 103-95. Luol Deng var með 14 stig og 12 fráköst og Carlos Boozer skoraði 8 stig og tók 11 fráköst. Jeff Teague skoraði 21 stig fyrir Atlanta Hawks og hefur staðið sig vel við að leysa af hinn meidda Kirk Hinrich. Það gekk hinsvegar illa hjá þeim Joe Johnson og Jamal Crawford að fylgja eftir góðum fyrsta leik. Johnson fór úr 34 stigum niður í 16 og Crawford fór úr því að skora 22 stig í leik eitt í það að skora aðeins 11 stig í gær. Næstu tveir leikir fara fram í Atlanta og verða þeir spilaðir á morgun og á sunnudag. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar:Dirk Nowitzki.Mynd/APAusturdeildin Chicago Bulls-Atlanta Hawks 86-73 (Staðan er 1-1) Miami Heat-Boston Celtics mætast á laugardag í Boston (Staðan er 2-0)Vesturdeildin Los Angeles Lakers-Dallas Mavericks 81-93 (Staðan er 0-2) Oklahoma City Thunder-Memphis Grizzlies mætast á laugardag í Memphis (Staðan er 1-1) NBA Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Fleiri fréttir „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn Sjá meira
NBA-meistararnir í Los Angeles Lakers eru komnir í afar slæm mál í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir að þeir töpuðu öðrum heimaleiknum í röð á móti Dallas Mavericks. Dallas er nú 2-0 yfir og getur klárað einvígið með því að vinna næstu tvo leiki á heimavelli. Chicago Bulls sem tapaði óvænt á heimavelli í fyrsta leik jafnaði hinsvegar einvígið sitt á móti Atlanta Hawks í nótt. Dirk Nowitzki skoraði 24 stig í 93-81 sigri Dallas Mavericks á Los Angeles Lakers í Staples Center en góð vörn og 9-0 sprettur í fjórða leikhlutanum lagði grunninn að sigrinum. Shawn Marion var með 14 stig, J.J. Barea skoraði 12 stig á 17 mínútum og Jason Kidd var með 10 stig. „Ef einhver hefði sagt mér fyrir einvígið að við myndum vinna báða leikina hér þá hefði ég átt erfitt með að trúa því en ég held að við höfum unnið fyrir þessum sigrum," sagði Dirk Nowitzki. Kobe Bryant skoraði 23 stig fyrir Lakers sem er að lenda 0-2 undir í fyrsta sinn síðan í lokaúrslitunum 2008 en það er einmitt síðasta einvígið sem meistarar síðustu tveggja ára töpuðu. Andrew Bynum var með 18 stig og 13 fráköst og Pau Gasol bætti við 13 stigum og 10 fráköstum. Næsti leikur liðanna verður annað kvöld í Dallas en þar verður Ron Artest líklega í leikbanni því hann var rekinn út úr húsi í lok leiksins í nótt.Derrick Rose.Mynd/APDerrick Rose var með 25 stig og Joakim Noah bætti við 19 stigum og 14 fráköstum í 86-73 sigri Chicago Bulls á Atlanta Hawks en með því jafnaði Chicago einvígið í 1-1. Rose tók við bikarnum sem besti leikmaður NBA-deildarinnar fyrir leikinn. „Ég er bara feginn að þetta sé afstaðið þannig að ég geti farið að einbeita mér að því að spila körfubolta," sagði Rose sem hefur ekki hitt vel í úrslitakeppninni. Það var samt allt annað að sjá til Chicago-liðsins sem spilaði hörmulega í fyrsta leiknum sem Atlanta vann 103-95. Luol Deng var með 14 stig og 12 fráköst og Carlos Boozer skoraði 8 stig og tók 11 fráköst. Jeff Teague skoraði 21 stig fyrir Atlanta Hawks og hefur staðið sig vel við að leysa af hinn meidda Kirk Hinrich. Það gekk hinsvegar illa hjá þeim Joe Johnson og Jamal Crawford að fylgja eftir góðum fyrsta leik. Johnson fór úr 34 stigum niður í 16 og Crawford fór úr því að skora 22 stig í leik eitt í það að skora aðeins 11 stig í gær. Næstu tveir leikir fara fram í Atlanta og verða þeir spilaðir á morgun og á sunnudag. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar:Dirk Nowitzki.Mynd/APAusturdeildin Chicago Bulls-Atlanta Hawks 86-73 (Staðan er 1-1) Miami Heat-Boston Celtics mætast á laugardag í Boston (Staðan er 2-0)Vesturdeildin Los Angeles Lakers-Dallas Mavericks 81-93 (Staðan er 0-2) Oklahoma City Thunder-Memphis Grizzlies mætast á laugardag í Memphis (Staðan er 1-1)
NBA Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Fleiri fréttir „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn