Horner: Höfum ekki efni á að vera værukærir 9. maí 2011 14:04 Red Bull liðið umvafið fjölmiðlamönnum eftir sigurinn í Tyrklandi í gær. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Yfirmaður Red Bull Formúlu 1 liðisins, Christian Horner segir að lið sitt sé ekki ósigrandi. Sebastian Vettel hefur unnið þrjú mót af fjórum á keppnistímabilinu og hann er efstur í stigamóti ökumanna og Red Bull í stigamóti bílasmiða. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá getur þetta breyst hratt. Fernando Alonso veitti okkur keppni í Tyrklandi, en engin annar virtist vera á sömu nótum. Fyrir 2-3 vikum var McLaren aðal keppinauturinn og svo virðist Mercedes hafa tekið framfaraskref", sagði Horner í frétt á autosport.com í dag. Við höfum ekki efni á að vera værukærir og þurfum sð setja undir okkur hausinn til að hámarka árangurinn og læra á bílinn. Sigurinn um helgina var sá 18 á rúmum tveimur árum, þannig að við erum búnir að byggja upp góðan grunn." Það er frábært að fara til Barcelona á Spáni með 43 stiga forskot í keppni bílasmiða og Sebastian er með 34 stiga forskot í keppni ökumanna. En þessi stigamunur getur horfið eins og dögg fyrir sólu. Við töpuðum 43 stigum í Tyrklandi í fyrra, þannig að það var sætt að sigra núna, ári síðar." Horner telur að Vettel sé að vaxa sem persóna og ökumaður og það hjálpi gangi mála. Hann er núverandi meistari, en finnst það ekki auka álag. Hann nýtur þess og er í toppformi, skilur hvernig dekkin virka, hvernig hann nýtir þau og hann stóð sig vel", sagði Horner. Hann bætti því við að liðið væri búið að laga KERS-kerfi bílsins sem gefur 80 aukahestöfl í hring, en bilanir plöguðu bíl Vettels og Mark Webber í fyrstu mótunum. Formúla Íþróttir Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Yfirmaður Red Bull Formúlu 1 liðisins, Christian Horner segir að lið sitt sé ekki ósigrandi. Sebastian Vettel hefur unnið þrjú mót af fjórum á keppnistímabilinu og hann er efstur í stigamóti ökumanna og Red Bull í stigamóti bílasmiða. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá getur þetta breyst hratt. Fernando Alonso veitti okkur keppni í Tyrklandi, en engin annar virtist vera á sömu nótum. Fyrir 2-3 vikum var McLaren aðal keppinauturinn og svo virðist Mercedes hafa tekið framfaraskref", sagði Horner í frétt á autosport.com í dag. Við höfum ekki efni á að vera værukærir og þurfum sð setja undir okkur hausinn til að hámarka árangurinn og læra á bílinn. Sigurinn um helgina var sá 18 á rúmum tveimur árum, þannig að við erum búnir að byggja upp góðan grunn." Það er frábært að fara til Barcelona á Spáni með 43 stiga forskot í keppni bílasmiða og Sebastian er með 34 stiga forskot í keppni ökumanna. En þessi stigamunur getur horfið eins og dögg fyrir sólu. Við töpuðum 43 stigum í Tyrklandi í fyrra, þannig að það var sætt að sigra núna, ári síðar." Horner telur að Vettel sé að vaxa sem persóna og ökumaður og það hjálpi gangi mála. Hann er núverandi meistari, en finnst það ekki auka álag. Hann nýtur þess og er í toppformi, skilur hvernig dekkin virka, hvernig hann nýtir þau og hann stóð sig vel", sagði Horner. Hann bætti því við að liðið væri búið að laga KERS-kerfi bílsins sem gefur 80 aukahestöfl í hring, en bilanir plöguðu bíl Vettels og Mark Webber í fyrstu mótunum.
Formúla Íþróttir Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira