Bætt þjónusta - minni útgjöld Þorgerður Sigurðardóttir skrifar 15. apríl 2011 10:12 Krafa dagsins er að velt verði við hverjum steini til að hagræða og spara, og þá ekki aðeins fyrir hið opinbera, heldur ekki síður fyrir heimilin og fjölskyldurnar. Hér skal bent á leið innan heilbrigðisgeirans, sem erlendis hefur reynst stuðla að betri nýtingu fjármuna og tíma. Sú leið er að taka upp beint aðgengi að sjúkraþjálfun, eins og gefið hefur góða raun víða á Vesturlöndum. Hér á landi hefur um áraraðir verið sú meginregla við lýði að framvísa þarf tilvísun frá lækni við komu til sjúkraþjálfara. Í löndum sem tekið hafa upp milliliðalaust samband skjólstæðings og sjúkraþjálfara, styðja rannsóknir að náðst hefur fram sparnaður. Þannig sýndi bandarísk rannsókn að fjöldi sjúkraþjálfunartíma var mun færri hjá þeim sem komu beint til sjúkraþjálfara en hjá þeim sem komu með beiðni (7,6 á móti 12,2). Beint aðgengi að sjúkraþjálfun þekkist víða. Þar fer Ástralía fremst í flokki en þetta fyrirkomulag hefur tíðkast þar í meira en aldarfjórðung. Bretlandseyjar að hluta og flest ríki Bandaríkjanna hafa tekið upp beint aðgengi að sjúkraþjálfun, sem og Hollendingar, svo fáein dæmi séu nefnd. Niðurstöður rannsókna á beinu aðgengi að sjúkraþjálfun benda ekki aðeins til fjárhagslegrar hagkvæmni heldur batnaði jafnframt þjónustan. Skjólstæðingar fengu fyrr úrlausn sinna mála og þurftu því styttri meðferð. Beint aðgengi að sjúkraþjálfun hérlendis þýddi milliliðalausa þjónustu með minni kostnaði fyrir skjólstæðinginn. Hann þyrfti ekki að verja fjármunum og tíma í heimsókn á heilsugæsluna eða til sérfræðilæknis, sem myndi létta á álagi þar og draga úr kostnaði ríkisins. Samfélagslegur ábati fengist jafnframt með minni fjarveru frá vinnu. Lítið dæmi sýnir að við gætum verið að tala um verulegar fjárhæðir í ljósi þess að um 35 þúsund manns notfæra sér þjónustu sjúkraþjálfara árlega. Ef helmingur þeirra, sem koma í 25 meðferðir eða færri, sparar sér eina læknisheimsókn vegna tilvísunar, sparast tæplega 16 þúsund læknisheimsóknir. Sparnaður heimila og ríkis hleypur á tugum milljóna, og er þó varlega áætlað. Nú kynni einhver að spyrja: Er beint aðgengi að sjúkraþjálfun hættulegt heilsu og öryggi fólks? Reynslan erlendis frá bendir til að slíkar áhyggjur séu óþarfar. Bandarísk tryggingafélög lýstu því yfir, að lögsóknum vegna meðferða fjölgaði ekki þar sem beint aðgengi hafði verið lögleitt. Rannsóknir hafa einnig sýnt að fagleg ábyrgð sjúkraþjálfara er mikil. Þeir vísi sínum skjólstæðingum til læknis eða beri málefni þeirra undir lækni sé þess þörf. Í dag er samráð við lækna bundið í lög. Á meðan svo er eru sjúkraþjálfarar ekki fullkomlega faglega sjálfstæðir, ólíkt því sem gildir til dæmis um hjúkrunarfræðinga og ljósmæður. Samskipti lækna og sjúkraþjálfara hafa aftur á móti almennt verið mjög góð og gagnkvæm virðing er mikil. Góð samvinna er og verður ávallt mjög mikilvæg. Þegar öllu er á botninn hvolft er það umhyggjan fyrir skjólstæðingum okkar sem skiptir öllu máli. Þorgerður Sigurðardóttir, sjúkraþjálfari M.Sc. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Sigurðardóttir Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Krafa dagsins er að velt verði við hverjum steini til að hagræða og spara, og þá ekki aðeins fyrir hið opinbera, heldur ekki síður fyrir heimilin og fjölskyldurnar. Hér skal bent á leið innan heilbrigðisgeirans, sem erlendis hefur reynst stuðla að betri nýtingu fjármuna og tíma. Sú leið er að taka upp beint aðgengi að sjúkraþjálfun, eins og gefið hefur góða raun víða á Vesturlöndum. Hér á landi hefur um áraraðir verið sú meginregla við lýði að framvísa þarf tilvísun frá lækni við komu til sjúkraþjálfara. Í löndum sem tekið hafa upp milliliðalaust samband skjólstæðings og sjúkraþjálfara, styðja rannsóknir að náðst hefur fram sparnaður. Þannig sýndi bandarísk rannsókn að fjöldi sjúkraþjálfunartíma var mun færri hjá þeim sem komu beint til sjúkraþjálfara en hjá þeim sem komu með beiðni (7,6 á móti 12,2). Beint aðgengi að sjúkraþjálfun þekkist víða. Þar fer Ástralía fremst í flokki en þetta fyrirkomulag hefur tíðkast þar í meira en aldarfjórðung. Bretlandseyjar að hluta og flest ríki Bandaríkjanna hafa tekið upp beint aðgengi að sjúkraþjálfun, sem og Hollendingar, svo fáein dæmi séu nefnd. Niðurstöður rannsókna á beinu aðgengi að sjúkraþjálfun benda ekki aðeins til fjárhagslegrar hagkvæmni heldur batnaði jafnframt þjónustan. Skjólstæðingar fengu fyrr úrlausn sinna mála og þurftu því styttri meðferð. Beint aðgengi að sjúkraþjálfun hérlendis þýddi milliliðalausa þjónustu með minni kostnaði fyrir skjólstæðinginn. Hann þyrfti ekki að verja fjármunum og tíma í heimsókn á heilsugæsluna eða til sérfræðilæknis, sem myndi létta á álagi þar og draga úr kostnaði ríkisins. Samfélagslegur ábati fengist jafnframt með minni fjarveru frá vinnu. Lítið dæmi sýnir að við gætum verið að tala um verulegar fjárhæðir í ljósi þess að um 35 þúsund manns notfæra sér þjónustu sjúkraþjálfara árlega. Ef helmingur þeirra, sem koma í 25 meðferðir eða færri, sparar sér eina læknisheimsókn vegna tilvísunar, sparast tæplega 16 þúsund læknisheimsóknir. Sparnaður heimila og ríkis hleypur á tugum milljóna, og er þó varlega áætlað. Nú kynni einhver að spyrja: Er beint aðgengi að sjúkraþjálfun hættulegt heilsu og öryggi fólks? Reynslan erlendis frá bendir til að slíkar áhyggjur séu óþarfar. Bandarísk tryggingafélög lýstu því yfir, að lögsóknum vegna meðferða fjölgaði ekki þar sem beint aðgengi hafði verið lögleitt. Rannsóknir hafa einnig sýnt að fagleg ábyrgð sjúkraþjálfara er mikil. Þeir vísi sínum skjólstæðingum til læknis eða beri málefni þeirra undir lækni sé þess þörf. Í dag er samráð við lækna bundið í lög. Á meðan svo er eru sjúkraþjálfarar ekki fullkomlega faglega sjálfstæðir, ólíkt því sem gildir til dæmis um hjúkrunarfræðinga og ljósmæður. Samskipti lækna og sjúkraþjálfara hafa aftur á móti almennt verið mjög góð og gagnkvæm virðing er mikil. Góð samvinna er og verður ávallt mjög mikilvæg. Þegar öllu er á botninn hvolft er það umhyggjan fyrir skjólstæðingum okkar sem skiptir öllu máli. Þorgerður Sigurðardóttir, sjúkraþjálfari M.Sc.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar