Sverrir: Sama hvaðan leikmenn koma Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. apríl 2011 09:30 Sverrir Þór Sverrisson gefur lítið fyrir hvers kyns tal um að Njarðvíkingar séu að reyna að kaupa Íslandsmeistaratitilinn í ár. Njarðvík er með þrjá sterka útlendinga í sínum röðum. Tveir leikmenn hafa verið allt tímabilið en sá þriðji, miðherjinn Julia Demirer frá Póllandi, kom í janúar. Óhætt er að segja að innkoma hennar hafi haft góð áhrif á liðið því það vann níu leiki í röð eftir það. Njarðvík hafði að sama skapi unnið fjóra af síðustu þrettán leikjum sínum áður en hún kom. Njarðvík lagði deildarmeistara Hamars, 3-2, í undanúrslitunum. „Titillinn var ekki hafður í huga þegar hún kom,“ sagði Sverrir í samtali við Vísi en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Við vorum í basli með meiðsli og annað framan af móti sem olli því að við vorum að tapa leikjum sem við hefðum átt að vinna.“ „Við vorum ekki með miðherja í liðinu og reyndum að styrkja okkur með Íslendingi í sumar. Það gekk ekki. [Demirer] var laus og vildi koma. Þar með var rétta jafnvægið komið í liðið og við með leikmenn í öllum stöðum. Þannig þarf það að vera til að geta gert eitthvað í móti sem þessu.“ „Ég er með frekar ungan hóp. Við reyndum að styrkja liðið með Íslendingum en það gekk þar sem flestir vildu fara í sterkustu liðin. Njarðvík var ekki komið á kortið fyrir tímabilið. Mér er slétt sama hvaðan leikmennirnir koma - við þurfum bara að manna liðið þannig að það sé samkeppnishæft.“ „Þegar allt byrjaði að smella saman fór þetta að ganga vel aftur,“ sagði Sverrir en Njarðvík vann fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum á tímabilinu. „Ég skil að þetta sé óvænt út á við en mér kom þetta ekkert rosalega á óvart. Ég gældi við þann möguleika að komast í úrslitakeppnina þó svo að við mættum mjög sterkum andstæðingi [í undanúrslitunum].“ Sverrir á von á skemmtilegri rimmu en fyrsti leikurinn fer fram á heimavelli Keflavíkur klukkan 16.00 í dag. „Baráttan verður út um allan völl. Bæði lið eru með góða leikmenn í öllum stöðu. Ég á von á fjör og hörkubaráttu í þessum leikjum og er vonlaust að spá fyrir um útkomuna.“ Dominos-deild kvenna Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Sjá meira
Sverrir Þór Sverrisson gefur lítið fyrir hvers kyns tal um að Njarðvíkingar séu að reyna að kaupa Íslandsmeistaratitilinn í ár. Njarðvík er með þrjá sterka útlendinga í sínum röðum. Tveir leikmenn hafa verið allt tímabilið en sá þriðji, miðherjinn Julia Demirer frá Póllandi, kom í janúar. Óhætt er að segja að innkoma hennar hafi haft góð áhrif á liðið því það vann níu leiki í röð eftir það. Njarðvík hafði að sama skapi unnið fjóra af síðustu þrettán leikjum sínum áður en hún kom. Njarðvík lagði deildarmeistara Hamars, 3-2, í undanúrslitunum. „Titillinn var ekki hafður í huga þegar hún kom,“ sagði Sverrir í samtali við Vísi en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Við vorum í basli með meiðsli og annað framan af móti sem olli því að við vorum að tapa leikjum sem við hefðum átt að vinna.“ „Við vorum ekki með miðherja í liðinu og reyndum að styrkja okkur með Íslendingi í sumar. Það gekk ekki. [Demirer] var laus og vildi koma. Þar með var rétta jafnvægið komið í liðið og við með leikmenn í öllum stöðum. Þannig þarf það að vera til að geta gert eitthvað í móti sem þessu.“ „Ég er með frekar ungan hóp. Við reyndum að styrkja liðið með Íslendingum en það gekk þar sem flestir vildu fara í sterkustu liðin. Njarðvík var ekki komið á kortið fyrir tímabilið. Mér er slétt sama hvaðan leikmennirnir koma - við þurfum bara að manna liðið þannig að það sé samkeppnishæft.“ „Þegar allt byrjaði að smella saman fór þetta að ganga vel aftur,“ sagði Sverrir en Njarðvík vann fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum á tímabilinu. „Ég skil að þetta sé óvænt út á við en mér kom þetta ekkert rosalega á óvart. Ég gældi við þann möguleika að komast í úrslitakeppnina þó svo að við mættum mjög sterkum andstæðingi [í undanúrslitunum].“ Sverrir á von á skemmtilegri rimmu en fyrsti leikurinn fer fram á heimavelli Keflavíkur klukkan 16.00 í dag. „Baráttan verður út um allan völl. Bæði lið eru með góða leikmenn í öllum stöðu. Ég á von á fjör og hörkubaráttu í þessum leikjum og er vonlaust að spá fyrir um útkomuna.“
Dominos-deild kvenna Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins