Fyrsta tap Mourinho á heimavelli í níu ár - vann 150 leiki í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. apríl 2011 17:54 Jose Mourinho hafði ekki tapað í 150 deildarleikjum í röð. Nordic Photos / AFP Í dag batt Sporting Gijon enda á níu ára taplaust tímabil Jose Mourinho knattspyrnustjóra í deildarleikjum á heimavelli. Á þessum níu árum léku lið Mourinho 150 deildarleiki í röð án taps. Gijon vann þá 1-0 sigur á Real Madrid en með tapinu minnkuðu vonir síðarnefnda liðsins um spænska meistaratitilinn verulega. Barcelona á reyndar eftir að spila við Villarreal á útivelli síðar í dag. Síðast tapaði Mourinho deildarleik á heimavelli er hann var stjóri Porto í Portúgal. Liðið tapaði þá fyrir Beira-Mar, 3-2, þann 23. febrúar árið 2002. Það var reyndar eina tap Mourinho í deildarleik á heimavelli á ferlinum til þessa. Síðan þá hefur hann stýrt Chelsea, Inter og nú Real Madrid með glæsilegum árangri. Lið hans virtust ósigrandi á heimavelli, þar til í dag. Miguel skoraði eina mark leiksins á 79. mínútu með skoti úr teig. Madrídingar sóttu stíft eftir þetta en tókst ekki að skora, þrátt fyrir að hafa fengið nokkur dauðafæri. Margir af lykilmönnum Real voru fjarverandi í dag, vegna meiðsla eða af öðrum ástæðum. Þeirra á meðal má nefna Cristiano Ronaldo, Karim Benzema og Xabi Alonso. Ef Barcelona vinnur í kvöld nær liðið átta stiga forystu á toppi deildarinnar þegar átta umferðir eru eftir af deildinni. Sporting Gijon hoppaði upp í ellefta sæti deildarinnar með sigrinum ótrúlega í kvöld.150 leikir Mourinho án taps: Porto 38 leikir (36 sigrar, tvö jafntefli) Chelsea 60 leikir (46 sigrar, fjórtán jafntefli) Inter 38 (29 sigrar, níu jafntefli) Real Madrid 14 (14 sigrar) Spænski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Í dag batt Sporting Gijon enda á níu ára taplaust tímabil Jose Mourinho knattspyrnustjóra í deildarleikjum á heimavelli. Á þessum níu árum léku lið Mourinho 150 deildarleiki í röð án taps. Gijon vann þá 1-0 sigur á Real Madrid en með tapinu minnkuðu vonir síðarnefnda liðsins um spænska meistaratitilinn verulega. Barcelona á reyndar eftir að spila við Villarreal á útivelli síðar í dag. Síðast tapaði Mourinho deildarleik á heimavelli er hann var stjóri Porto í Portúgal. Liðið tapaði þá fyrir Beira-Mar, 3-2, þann 23. febrúar árið 2002. Það var reyndar eina tap Mourinho í deildarleik á heimavelli á ferlinum til þessa. Síðan þá hefur hann stýrt Chelsea, Inter og nú Real Madrid með glæsilegum árangri. Lið hans virtust ósigrandi á heimavelli, þar til í dag. Miguel skoraði eina mark leiksins á 79. mínútu með skoti úr teig. Madrídingar sóttu stíft eftir þetta en tókst ekki að skora, þrátt fyrir að hafa fengið nokkur dauðafæri. Margir af lykilmönnum Real voru fjarverandi í dag, vegna meiðsla eða af öðrum ástæðum. Þeirra á meðal má nefna Cristiano Ronaldo, Karim Benzema og Xabi Alonso. Ef Barcelona vinnur í kvöld nær liðið átta stiga forystu á toppi deildarinnar þegar átta umferðir eru eftir af deildinni. Sporting Gijon hoppaði upp í ellefta sæti deildarinnar með sigrinum ótrúlega í kvöld.150 leikir Mourinho án taps: Porto 38 leikir (36 sigrar, tvö jafntefli) Chelsea 60 leikir (46 sigrar, fjórtán jafntefli) Inter 38 (29 sigrar, níu jafntefli) Real Madrid 14 (14 sigrar)
Spænski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira