Schumacher telur að mótið í Malasíu verði eins og happdrætti ef rignir 7. apríl 2011 20:54 Michael Schumacher ekur með Mercedes. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Spáð er verulegri rigningu í Formúlu 1 mótinu á Sepang brautinni í Malasíu þegar ræsing mótsins fer frá á sunnudag. Ræsingin á að vera klukkan átta að morgni að íslenskum tíma, en klukkan fjögur síðdegis í Malasíu. Fyrstu æfingar Formúlu 1 keppnisliða á Sepang brautinni eru í nótt. Schumacher ók lítið á æfingum á regndekkjum í vetur, en Pirelli útvegar keppnisdekkin í ár og tvær útgáfur af regndekkjum eru í boði. Michael Schumacher hefur unnið mótið oftast keppenda, eða þrisvar, en hann hefur lítið ekið á regndekkjunum sem eru í boði frá Pirelli. „Ég ók lítillega í Barcelona (á Katalóníu brautinni), en það var svo blautt að það verður áhugaverð reynsla ef það gerist í fyrsta skipti um helgina. Ég þekki ekki mismuninn á regndekkjunum tveimur og það sama má segja um aðra. Þetta verður því skemmtilegt happdrætti. Við skulum sjá hver sigrar", sagði Schumacher frétt á autosport.com í dag. Í ljósi þess að keppnin er ræst af stað sídegis í Malasíu þýðir að meiri möguleiki er á rigningu. Schumacher segir enga vankanta að aka við erfiðar aðstæður, eins lengi og öryggi sé haft að leiðarljósi. Keppendur munu aka á tveimur æfingum í nótt, en þriðja æfingin er á aðfarnótt laugardags og tímatakan snemma á laugardagsmorgun. 24 ökumenn eru skráðir til leiks, eins og í öðrum mótum í lengsta kappakstur ársins hvað ekna kílómetra varðar í keppninni. Ökumenn aka liðlega 310 km í keppninni á sunnudag. Ef rignir á einhverri æfingunni eða í tímatökunni gæti það hjálpað ökumönnum að læra inn á regndekkinn betur en ella á brautinni fyrir keppnina. Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Spáð er verulegri rigningu í Formúlu 1 mótinu á Sepang brautinni í Malasíu þegar ræsing mótsins fer frá á sunnudag. Ræsingin á að vera klukkan átta að morgni að íslenskum tíma, en klukkan fjögur síðdegis í Malasíu. Fyrstu æfingar Formúlu 1 keppnisliða á Sepang brautinni eru í nótt. Schumacher ók lítið á æfingum á regndekkjum í vetur, en Pirelli útvegar keppnisdekkin í ár og tvær útgáfur af regndekkjum eru í boði. Michael Schumacher hefur unnið mótið oftast keppenda, eða þrisvar, en hann hefur lítið ekið á regndekkjunum sem eru í boði frá Pirelli. „Ég ók lítillega í Barcelona (á Katalóníu brautinni), en það var svo blautt að það verður áhugaverð reynsla ef það gerist í fyrsta skipti um helgina. Ég þekki ekki mismuninn á regndekkjunum tveimur og það sama má segja um aðra. Þetta verður því skemmtilegt happdrætti. Við skulum sjá hver sigrar", sagði Schumacher frétt á autosport.com í dag. Í ljósi þess að keppnin er ræst af stað sídegis í Malasíu þýðir að meiri möguleiki er á rigningu. Schumacher segir enga vankanta að aka við erfiðar aðstæður, eins lengi og öryggi sé haft að leiðarljósi. Keppendur munu aka á tveimur æfingum í nótt, en þriðja æfingin er á aðfarnótt laugardags og tímatakan snemma á laugardagsmorgun. 24 ökumenn eru skráðir til leiks, eins og í öðrum mótum í lengsta kappakstur ársins hvað ekna kílómetra varðar í keppninni. Ökumenn aka liðlega 310 km í keppninni á sunnudag. Ef rignir á einhverri æfingunni eða í tímatökunni gæti það hjálpað ökumönnum að læra inn á regndekkinn betur en ella á brautinni fyrir keppnina.
Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira