Umfjöllun: Valur leiðir einvígið 1-0 eftir sigur á Fram Stefán Árni Pálsson á Hlíðarenda skrifar 8. apríl 2011 22:32 Mynd / Stefán Valsstúlkur unnu virkilega mikilvægan sigur, 24-20, í kvöld gegn Fram í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn var jafn stóra part af leiktímanum en Valur sleit sig frá gestunum undir lokin og unnu flottan sigur. Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, var hreint út sagt stórkostleg en hún varði 23 skot og lagði grunninn af sigri Vals í kvöld. Úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna hófst í kvöld í Vodafone-höllinni. Valur og Fram eigast við annað árið í röð í lokaúrslitum N1-deildar kvenna, en Valskonur urðu Íslandsmeistarar fyrir ári síðan í fimm leikja rimmu. Þessi lið mættust í úrslitum Eimskips-bikarins fyrr á þessu ári en þá bar Fram sigur úr býtum. Valskonur hafa aftur á móti unnið báðar viðureignirnar í N1-deildinni í vetur. Gríðarlegur hraði var í leiknum til að byrja með og hélst sá hraða út allan fyrri hálfleikinn. Karen Knútsdóttir, leikmaður Fram, hóf leikinn virkilega vel en hún skoraði fyrstu þrjú mörk gestanna og kom Fram í 3-1. Liðin gerðu mikið af tæknifeilum í fyrri hálfleiknum og misstu boltann oft frá sér. Jafnt var nánast á öllum tölum það sem eftir lifðu hálfleiksins, en Valsstúlkur voru að leika sérstaklega sterkan varnarleik og Guðný Jenný Ásmundsdóttir , markvörður Vals, varði eins enginn væri morgundagurinn eða alls 13 skot í hálfleiknum. Heimamenn hefðu með öllu réttu átt að vera nokkrum mörkum yfir í hálfleik en þær voru sjálfum sér verstar í sókninni. Staðan eftir 30 mínútur var 10-9 fyrir Val. Valsstúlkur hófu seinni hálfleikinn betur og skoruðu fyrstu tvö mörkin. Heimastúlkur breyttu um varnarafbrigði og skiptu yfir í framliggjandi vörn þar sem Karen Knútsdóttir var tekinn úr umferð. Þetta reyndist vel og voru Valsstúlkur með ákveðið frumkvæði út allan síðari hálfleikinn. Anna Úrsúla fékk sína þriðju brotvísun þegar 15 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og tók því ekki meira þátt í leiknum. Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, steig upp í seinni hálfleik og var virkilega drjúg fyrir heimastúlkur. Þegar fimm mínútur voru eftir var staðan 22-18 fyrir Val og útlitið dökkt fyrir Framara. Valsstúlkur komust mest í 6 marka forskot 24-18 þegar lítið var eftir af leiknum, en Fram skoraði síðustu tvö mörk leiksins og því lauk honum með 24-20 sigri Íslandsmeistarana. Það bendir margt til þess að viðureignin í ár milli þessara liða eigi eftir að vera eins spennandi og sú sem fram fór á síðustu leiktíð. Gríðarleg barátta er í leikmönnum sem sést kannski mest á því að brotrekstrar voru 12 í leiknum í kvöld, sex á sitthvort liðið. Spennustigið í leiknum í kvöld var greinilega hrikalega hátt og leikmenn gerðu sig seku um mikið af tæknimistökum. Það verður fróðlegt að sjá hvernig leikurinn á sunnudaginn fer en hann fer fram í Safamýrinni. Valur - Fram 24-20 (10-9)Mörk Vals (skot): Mörk Vals : Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 5 (10), Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 4 (10), Rebekka Rut Skúladóttir 3 (6), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3 (5), Anett Köbli 3/2 (7/4), Karólína B. Gunnarsdóttir 3 (3), Camilla Transel 1 (2), Kristín Guðmundsdóttir 1 (3), Íris Ásta Pétursdóttir 1 (4).Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 23 (24/4, 49%), Sunneva Einarsdóttir 0(0/1), Sigríður Arnfjörð Ásmundsdóttir 0/1(0/0).Hraðaupphlaupsmörk: 6 (Rebekka 2, Ragnhildur, Anna Úrsúla, Karólína, Camilla)Fiskuð víti: 5 (Íris, Anna Úrsúla 2, Ragnhildur)Utan vallar: 12 mínúturMörk Fram (skot): Karen Knútsdóttir 8/2 (15/3), Stella Sigurðardóttir 6/3 (14/4), Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 2 (4), Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (4), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1(2), Pavla Nevarilova 1(2, Birna Berg Haraldsdóttir 1 (2).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 16/2 (24/2, 40%),Hraðaupphlaupsmörk: 1 (Ásta Birna )Fiskuð víti: 6 (Pavla 3, Karen 2, Ásta Birna)Utan vallar: 12 mínútur Olís-deild kvenna Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Sjá meira
Valsstúlkur unnu virkilega mikilvægan sigur, 24-20, í kvöld gegn Fram í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn var jafn stóra part af leiktímanum en Valur sleit sig frá gestunum undir lokin og unnu flottan sigur. Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, var hreint út sagt stórkostleg en hún varði 23 skot og lagði grunninn af sigri Vals í kvöld. Úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna hófst í kvöld í Vodafone-höllinni. Valur og Fram eigast við annað árið í röð í lokaúrslitum N1-deildar kvenna, en Valskonur urðu Íslandsmeistarar fyrir ári síðan í fimm leikja rimmu. Þessi lið mættust í úrslitum Eimskips-bikarins fyrr á þessu ári en þá bar Fram sigur úr býtum. Valskonur hafa aftur á móti unnið báðar viðureignirnar í N1-deildinni í vetur. Gríðarlegur hraði var í leiknum til að byrja með og hélst sá hraða út allan fyrri hálfleikinn. Karen Knútsdóttir, leikmaður Fram, hóf leikinn virkilega vel en hún skoraði fyrstu þrjú mörk gestanna og kom Fram í 3-1. Liðin gerðu mikið af tæknifeilum í fyrri hálfleiknum og misstu boltann oft frá sér. Jafnt var nánast á öllum tölum það sem eftir lifðu hálfleiksins, en Valsstúlkur voru að leika sérstaklega sterkan varnarleik og Guðný Jenný Ásmundsdóttir , markvörður Vals, varði eins enginn væri morgundagurinn eða alls 13 skot í hálfleiknum. Heimamenn hefðu með öllu réttu átt að vera nokkrum mörkum yfir í hálfleik en þær voru sjálfum sér verstar í sókninni. Staðan eftir 30 mínútur var 10-9 fyrir Val. Valsstúlkur hófu seinni hálfleikinn betur og skoruðu fyrstu tvö mörkin. Heimastúlkur breyttu um varnarafbrigði og skiptu yfir í framliggjandi vörn þar sem Karen Knútsdóttir var tekinn úr umferð. Þetta reyndist vel og voru Valsstúlkur með ákveðið frumkvæði út allan síðari hálfleikinn. Anna Úrsúla fékk sína þriðju brotvísun þegar 15 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og tók því ekki meira þátt í leiknum. Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, steig upp í seinni hálfleik og var virkilega drjúg fyrir heimastúlkur. Þegar fimm mínútur voru eftir var staðan 22-18 fyrir Val og útlitið dökkt fyrir Framara. Valsstúlkur komust mest í 6 marka forskot 24-18 þegar lítið var eftir af leiknum, en Fram skoraði síðustu tvö mörk leiksins og því lauk honum með 24-20 sigri Íslandsmeistarana. Það bendir margt til þess að viðureignin í ár milli þessara liða eigi eftir að vera eins spennandi og sú sem fram fór á síðustu leiktíð. Gríðarleg barátta er í leikmönnum sem sést kannski mest á því að brotrekstrar voru 12 í leiknum í kvöld, sex á sitthvort liðið. Spennustigið í leiknum í kvöld var greinilega hrikalega hátt og leikmenn gerðu sig seku um mikið af tæknimistökum. Það verður fróðlegt að sjá hvernig leikurinn á sunnudaginn fer en hann fer fram í Safamýrinni. Valur - Fram 24-20 (10-9)Mörk Vals (skot): Mörk Vals : Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 5 (10), Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 4 (10), Rebekka Rut Skúladóttir 3 (6), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3 (5), Anett Köbli 3/2 (7/4), Karólína B. Gunnarsdóttir 3 (3), Camilla Transel 1 (2), Kristín Guðmundsdóttir 1 (3), Íris Ásta Pétursdóttir 1 (4).Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 23 (24/4, 49%), Sunneva Einarsdóttir 0(0/1), Sigríður Arnfjörð Ásmundsdóttir 0/1(0/0).Hraðaupphlaupsmörk: 6 (Rebekka 2, Ragnhildur, Anna Úrsúla, Karólína, Camilla)Fiskuð víti: 5 (Íris, Anna Úrsúla 2, Ragnhildur)Utan vallar: 12 mínúturMörk Fram (skot): Karen Knútsdóttir 8/2 (15/3), Stella Sigurðardóttir 6/3 (14/4), Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 2 (4), Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (4), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1(2), Pavla Nevarilova 1(2, Birna Berg Haraldsdóttir 1 (2).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 16/2 (24/2, 40%),Hraðaupphlaupsmörk: 1 (Ásta Birna )Fiskuð víti: 6 (Pavla 3, Karen 2, Ásta Birna)Utan vallar: 12 mínútur
Olís-deild kvenna Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Sjá meira