VG í stríði Ólafur Þ. Stephensen skrifar 30. mars 2011 09:11 Framganga Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs vegna hernaðaraðgerða gegn Gaddafí, einræðisherra í Líbíu, hefur verið mótsagnakennd, svo ekki sé meira sagt. Eftir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun 1973, sem heimilaði valdbeitingu gegn Gaddafí, lýsti ríkisstjórn Íslands stuðningi við ályktunina og sagt var frá því opinberlega. Þetta var ábyrg og eðlileg afstaða, í samræmi við afstöðu þorra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna. Menn gengu eðlilega út frá því að stjórnarflokkarnir stæðu báðir að stuðningnum. Það var ekki fyrr en óróa tók að gæta í baklandi VG, þar sem ýmsir telja að aldrei sé réttlætanlegt að grípa til vopna, jafnvel ekki gegn óðum einræðisherrum sem drepa eigin þegna, að Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, lýsti því yfir að hann styddi ekki loftárásir á Líbíu. "Það eina sem ríkisstjórnin ræddi í þessu sambandi var sjálf ályktun öryggisráðsins," sagði Steingrímur í samtali við flokksvefinn Smuguna, og bætti við að í stuttum umræðum í ríkisstjórn hefði aðeins verið samhljómur um flugbann yfir Líbíu. Allir sem hafa lesið ályktun öryggisráðsins vita að hún heimilar mun víðtækari aðgerðir til varnar almenningi í Líbíu en flugbannið eitt og sér. Vandséð er hvernig á að verja þegna Gaddafís fyrir hersveitum hans með öðrum ráðum en að ráðast á þær og gera þær óvirkar. Skýring Steingríms J. er því eftiráskýring, ætluð til að lægja öldur í eigin flokki. Á fundi aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) á sunnudag, þar sem ákveðið var að bandalagið tæki að sér stjórn á aðgerðunum í Líbíu, átti fastafulltrúi Íslands þátt í ákvörðuninni, enda hafa öll aðildarríki NATO neitunarvald. Aftur gerðu menn ráð fyrir að afstaða fastafulltrúans endurspeglaði stefnu ríkisstjórnar Íslands. Í fyrradag reyndi Steingrímur J. Sigfússon aftur að útvega sér fjarvistarsönnun þegar þessa afstöðu Íslands bar á góma. Sagðist hafa verið í Færeyjum og að vinstri grænir hefðu ekki verið spurðir hvort þeir styddu ákvörðun um að NATO tæki að sér stjórn aðgerðanna. Á ríkisstjórnarfundi í gær kom VG svo andstöðu sinni á framfæri. Þetta er líka ómerkileg eftiráskýring til heimabrúks. Þeir sem fylgjast sæmilega með vissu mætavel að á vettvangi NATO var unnið á fullu að undirbúningi þessarar ákvörðunar. Ráðherrum vinstri grænna hefði að sjálfsögðu verið í lófa lagið að taka andstöðu sína upp fyrirfram og krefjast þess að Ísland legðist gegn málinu. Það gerðu þeir ekki og gera málið raunar ekki að neinu úrslitaatriði í stjórnarsamstarfinu. Er ekki ráð að forysta VG hætti þessari hræsni og tvískinnungi og útskýri fyrir flokki sínum að það sé orðið tímabært að hann fullorðnist og viðurkenni að stundum eru engin önnur úrræði til að bregðast við árásum og ógnunum en að grípa til vopna í þágu góðs málstaðar? Það myndi stuðla að því að VG yrði það sem suma flokksmenn langar til að hann verði; stjórntækur flokkur sem kjósendur geta treyst til langframa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun
Framganga Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs vegna hernaðaraðgerða gegn Gaddafí, einræðisherra í Líbíu, hefur verið mótsagnakennd, svo ekki sé meira sagt. Eftir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun 1973, sem heimilaði valdbeitingu gegn Gaddafí, lýsti ríkisstjórn Íslands stuðningi við ályktunina og sagt var frá því opinberlega. Þetta var ábyrg og eðlileg afstaða, í samræmi við afstöðu þorra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna. Menn gengu eðlilega út frá því að stjórnarflokkarnir stæðu báðir að stuðningnum. Það var ekki fyrr en óróa tók að gæta í baklandi VG, þar sem ýmsir telja að aldrei sé réttlætanlegt að grípa til vopna, jafnvel ekki gegn óðum einræðisherrum sem drepa eigin þegna, að Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, lýsti því yfir að hann styddi ekki loftárásir á Líbíu. "Það eina sem ríkisstjórnin ræddi í þessu sambandi var sjálf ályktun öryggisráðsins," sagði Steingrímur í samtali við flokksvefinn Smuguna, og bætti við að í stuttum umræðum í ríkisstjórn hefði aðeins verið samhljómur um flugbann yfir Líbíu. Allir sem hafa lesið ályktun öryggisráðsins vita að hún heimilar mun víðtækari aðgerðir til varnar almenningi í Líbíu en flugbannið eitt og sér. Vandséð er hvernig á að verja þegna Gaddafís fyrir hersveitum hans með öðrum ráðum en að ráðast á þær og gera þær óvirkar. Skýring Steingríms J. er því eftiráskýring, ætluð til að lægja öldur í eigin flokki. Á fundi aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) á sunnudag, þar sem ákveðið var að bandalagið tæki að sér stjórn á aðgerðunum í Líbíu, átti fastafulltrúi Íslands þátt í ákvörðuninni, enda hafa öll aðildarríki NATO neitunarvald. Aftur gerðu menn ráð fyrir að afstaða fastafulltrúans endurspeglaði stefnu ríkisstjórnar Íslands. Í fyrradag reyndi Steingrímur J. Sigfússon aftur að útvega sér fjarvistarsönnun þegar þessa afstöðu Íslands bar á góma. Sagðist hafa verið í Færeyjum og að vinstri grænir hefðu ekki verið spurðir hvort þeir styddu ákvörðun um að NATO tæki að sér stjórn aðgerðanna. Á ríkisstjórnarfundi í gær kom VG svo andstöðu sinni á framfæri. Þetta er líka ómerkileg eftiráskýring til heimabrúks. Þeir sem fylgjast sæmilega með vissu mætavel að á vettvangi NATO var unnið á fullu að undirbúningi þessarar ákvörðunar. Ráðherrum vinstri grænna hefði að sjálfsögðu verið í lófa lagið að taka andstöðu sína upp fyrirfram og krefjast þess að Ísland legðist gegn málinu. Það gerðu þeir ekki og gera málið raunar ekki að neinu úrslitaatriði í stjórnarsamstarfinu. Er ekki ráð að forysta VG hætti þessari hræsni og tvískinnungi og útskýri fyrir flokki sínum að það sé orðið tímabært að hann fullorðnist og viðurkenni að stundum eru engin önnur úrræði til að bregðast við árásum og ógnunum en að grípa til vopna í þágu góðs málstaðar? Það myndi stuðla að því að VG yrði það sem suma flokksmenn langar til að hann verði; stjórntækur flokkur sem kjósendur geta treyst til langframa.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun