Umfjöllun: KR sópaði Njarðvík í frí Stefán Árni Pálsson í Njarðvík skrifar 20. mars 2011 21:05 Pavel var magnaður í liði KR í kvöld. KR vann öruggan sigur á Njarðvík, 80-96, í 8-liða úrslitum Iceland Express deild karla í Ljónagryfjunni í kvöld og vann því einvígið 2-0. Gestirnir léku vel nánast allan leikinn og hleyptu Njarðvíkingum lítið í takt við leikinn. Eitt af stóreinvígum 8-liða úrslitana í Iceland-Express deild karla er án efa milli Njarðvíkinga og KR-inga. Ljónagryfjan í Njarðvík var orðin full tuttugu mínútum fyrir leik og mikil stemmning var í kofanum. KR-ingar unnu fyrri leikinn í DHL-höllinni og því voru heimamenn alveg upp við vegg. Liðin mættust síðast í Njarðvík ekki alls fyrir löngu og þá unnu KR-ingar öruggan sigur, en síðan þá hafa Njarðvíkingar styrkt lið sitt til muna með frábærum leikstjórnanda, Giordan Watson, og einnig hefur Brenton Birmingham tekið fram skóna á ný. Mikið jafnræði var með liðunum til að byrja með og skiptust þau á að hafa forystu. Fannar Ólafsson, leikmaður KR, var komin með þrjár villur eftir aðeins tveggja mínútna leik og fór því strax á bekkinn. Gríðarleg barátta var í leikmönnum beggja liða og ekki leið langur tími þar til að sjá fór á mönnum. Fyrsti leikhluti hélt áfram að vera gríðarlega jafn en gestirnir náðu aftur á móti að setja niður þriggja stiga körfu þegar aðeins ein sekúnda var eftir af leiknum. Staðan var því 27-31 eftir fyrsta fjórðunginn. KR-ingar byrjuðu annan leikhluta af miklum krafti og náðu 12 stiga forystu þegar fjórðungurinn var hálfnaður. Ólafur Már Ægisson og Brynjar Þór Björnsson, leikmenn KR, voru sjóðandi heitir fyrir utan þriggja stiga línuna. Njarðvíkingar hrukku þá í gang og náðu á örskömmum tíma að jafna leikinn, 47-47, en Giordan Watson, leikmaður Njarðvíkinga, fór mikinn á þeim kafla og gestirnir réðu hreinlega ekkert við hann. KR-ingar bættu við fjórum stigum það sem eftir var af hálfleiknum og því var staðan 47-51 í hálfleik og leikurinn galopinn. Þriðji leikhlutinn var algjör eign KR-inga en heimamenn í Njarðvík fundu sig engan veginn. Marcus Walker lék einkar vel í fjórðungnum og kom með þann neista í KR liðið sem þeim vantaði sárlega. KR-ingar höfðu 15 stiga forystu fyrir loka fjórðunginn og því var brekkan brött fyrir Njarðvíkinga en þeir skoruðu aðeins níu stig í þriðja leikhluta. KR-ingar héldu áfram sínu striki í fjórða leikhlutanum léku virkilega vel. Heimamenn náðu smá áhlaupi að KR-ingum þegar um fjórar mínútur voru eftir af leiknum en þá var munurinn sjö stig. Lengra komust þeir aftur á móti ekki og KR sigldi lygnan sjó það sem eftir var af leiknum og sigraði örugglega 80-96.Njarðvík-KR 80-96 (26-31, 20-20, 9-20, 25-25)Njarðvík: Jóhann Árni Ólafsson 19, Giordan Watson 18/6 fráköst/10 stoðsendingar, Melzie Jonathan Moore 18, Nenad Tomasevic 9, Páll Kristinsson 6, Friðrik E. Stefánsson 4/12 fráköst, Guðmundur Jónsson 3, Egill Jónasson 2, Brenton Joe Birmingham 1. KR: Marcus Walker 21, Brynjar Þór Björnsson 20, Pavel Ermolinskij 16/18 fráköst/9 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 12, Fannar Ólafsson 6/5 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 6/4 fráköst, Ólafur Már Ægisson 6, Skarphéðinn Freyr Ingason 5, Hreggviður Magnússon 4. Dominos-deild karla Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
KR vann öruggan sigur á Njarðvík, 80-96, í 8-liða úrslitum Iceland Express deild karla í Ljónagryfjunni í kvöld og vann því einvígið 2-0. Gestirnir léku vel nánast allan leikinn og hleyptu Njarðvíkingum lítið í takt við leikinn. Eitt af stóreinvígum 8-liða úrslitana í Iceland-Express deild karla er án efa milli Njarðvíkinga og KR-inga. Ljónagryfjan í Njarðvík var orðin full tuttugu mínútum fyrir leik og mikil stemmning var í kofanum. KR-ingar unnu fyrri leikinn í DHL-höllinni og því voru heimamenn alveg upp við vegg. Liðin mættust síðast í Njarðvík ekki alls fyrir löngu og þá unnu KR-ingar öruggan sigur, en síðan þá hafa Njarðvíkingar styrkt lið sitt til muna með frábærum leikstjórnanda, Giordan Watson, og einnig hefur Brenton Birmingham tekið fram skóna á ný. Mikið jafnræði var með liðunum til að byrja með og skiptust þau á að hafa forystu. Fannar Ólafsson, leikmaður KR, var komin með þrjár villur eftir aðeins tveggja mínútna leik og fór því strax á bekkinn. Gríðarleg barátta var í leikmönnum beggja liða og ekki leið langur tími þar til að sjá fór á mönnum. Fyrsti leikhluti hélt áfram að vera gríðarlega jafn en gestirnir náðu aftur á móti að setja niður þriggja stiga körfu þegar aðeins ein sekúnda var eftir af leiknum. Staðan var því 27-31 eftir fyrsta fjórðunginn. KR-ingar byrjuðu annan leikhluta af miklum krafti og náðu 12 stiga forystu þegar fjórðungurinn var hálfnaður. Ólafur Már Ægisson og Brynjar Þór Björnsson, leikmenn KR, voru sjóðandi heitir fyrir utan þriggja stiga línuna. Njarðvíkingar hrukku þá í gang og náðu á örskömmum tíma að jafna leikinn, 47-47, en Giordan Watson, leikmaður Njarðvíkinga, fór mikinn á þeim kafla og gestirnir réðu hreinlega ekkert við hann. KR-ingar bættu við fjórum stigum það sem eftir var af hálfleiknum og því var staðan 47-51 í hálfleik og leikurinn galopinn. Þriðji leikhlutinn var algjör eign KR-inga en heimamenn í Njarðvík fundu sig engan veginn. Marcus Walker lék einkar vel í fjórðungnum og kom með þann neista í KR liðið sem þeim vantaði sárlega. KR-ingar höfðu 15 stiga forystu fyrir loka fjórðunginn og því var brekkan brött fyrir Njarðvíkinga en þeir skoruðu aðeins níu stig í þriðja leikhluta. KR-ingar héldu áfram sínu striki í fjórða leikhlutanum léku virkilega vel. Heimamenn náðu smá áhlaupi að KR-ingum þegar um fjórar mínútur voru eftir af leiknum en þá var munurinn sjö stig. Lengra komust þeir aftur á móti ekki og KR sigldi lygnan sjó það sem eftir var af leiknum og sigraði örugglega 80-96.Njarðvík-KR 80-96 (26-31, 20-20, 9-20, 25-25)Njarðvík: Jóhann Árni Ólafsson 19, Giordan Watson 18/6 fráköst/10 stoðsendingar, Melzie Jonathan Moore 18, Nenad Tomasevic 9, Páll Kristinsson 6, Friðrik E. Stefánsson 4/12 fráköst, Guðmundur Jónsson 3, Egill Jónasson 2, Brenton Joe Birmingham 1. KR: Marcus Walker 21, Brynjar Þór Björnsson 20, Pavel Ermolinskij 16/18 fráköst/9 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 12, Fannar Ólafsson 6/5 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 6/4 fráköst, Ólafur Már Ægisson 6, Skarphéðinn Freyr Ingason 5, Hreggviður Magnússon 4.
Dominos-deild karla Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins