Umfjöllun: Haukar tryggðu sér oddaleik eftir sigur á döpru liði Snæfells Stefán Árni Pálsson skrifar 21. mars 2011 20:58 Mynd/Valli Haukar unnu virkilega sannfærandi sigur gegn Snæfell, 77-67, í öðrum leik 8-liða úrslitanna í Iceland Express-deild karla og jöfnuðu því einvígið 1-1. Haukar stjórnuðu leiknum frá fyrstu mínútu og náðu að halda hraðanum niðri sem var lykillinn af sigrinum í kvöld. Íslandsmeistararnir léku án efa sinn allra versta leik á þessu tímabili og það verður hægara sagt en gert að koma liðinu aftur á beinu brautina. Íslandsmeistararnir í Snæfell áttu í stökustu vandræðum með lið Hauka í fyrsta leik einvígisins en náðu samt sem áður að innbyrða sigur. Í kvöld voru Haukar á heimavelli og allt eins líklegir til þessa að koma einvíginu í oddaleik og setja gríðarlega pressu á Snæfellinga. Sean Burton meiddist á ökkla í fyrsta leiknum og því var óvíst hvort þessi snjalli leikstjórnandi myndi spila með liðinu í kvöld. Haukar byrjuðu leikinn virkilega sannfærandi og komust strax í 8-0. Snæfellingar voru engan veginn mættir til leiks og virkilega stirðir. Sean Burton, leikstjórnandi Snæfells, var í byrjunarliði gestanna og virkaði nokkuð ferskur. Þegar fyrsti leikhlutinn var hálfnaður hafði Snæfell komist yfir og allt annar bragur á þeirra leik. Jafnræði var með liðunum út fjórðunginn en staðan var 21-19 fyrir Snæfellinga eftir fyrsta leikhlutann. Heimamenn byrjuðu annan fjórðunginn vel og skoruðu fyrstu sex stig leikhlutans og náðu að komast aftur yfir 25-21. Snæfellingar voru í töluverðum vandræðum og náðu ekki að hrista af sér slenið. Þegar annar leikhluti var hálfnaður var staðan 32-26 fyrir heimamenn sem voru að leika sérstaklega vel. Þá gerðu Snæfellingar áhlaup að heimamönnum og skoruðu næstu átta stig leiksins og náðu að komast yfir 34-32. Heimamenn voru með eins stigs forskot í hálfleik 38-37 og Íslandsmeistararnir þurftu heldur betur að gyrða sig í brók í leikhléi en þeir léku virkilega illa fyrstu tuttugu mínútur leiksins. Haukar hófu þriðja leikhlutann vel og Semaj Inge og Gerald Robinsson, leikmenn liðsins, byrjuðu á fullorðinstroðslum sem kveikti neistann í liðinu. Baráttuglaðir liðsmenn Hauka hentu sér á eftir öllum boltum og uppskáru heldur betur það sem þeir sáðu. Heimamenn náðu 11 stiga forskoti á tímabili í þriðja leikhlutanum en Snæfellingar voru heppnir að vera ekki meira undir. Síðustu tvær mínútur þriðja leikhlutans voru aftur á móti eign Snæfellinga en á þeim kafla náðu gestirnir að minnka muninn í fimm stig og því var staðan 58-53 fyrir lokaleikhlutann. Haukar voru greinilega ákveðnir í því að missa ekki niður það forskot sem þeir höfðu náð í þriðja leikhlutanum og mættu gríðarlega sterkir inn í lokaleikhlutann. Þegar um fjórar mínútur voru eftir af leiknum var munurinn á liðinum orðin 12 stig og útlitið svart fyrir Snæfell. Haukar voru virkilega skynsamir á lokakaflanum og gáfu aldrei færi á sér. Snæfellingar urðu smá saman andlausir og gáfust í raun upp þegar lítið var eftir. Leiknum lauk með tíu stiga sigri Hauka, 77-67, og það má fastlega búast við hörku oddaleik í Stykkishólmi. Íslandsmeistararnir geta gleymt því að verja titilinn ef þeir halda áfram svona spilamennsku og Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari liðsins, þarf að nota öll brögðin í bókinni til að koma sínu liði aftur á lappir. Haukar geta hæglega sent Snæfellinga í sumarfrí í næsta leik en þeir eru með baráttuglatt og skemmtilegt lið. Haukar - Snæfell 77-67 (38-37)Haukar: Gerald Robinson 27/13 fráköst, Semaj Inge 16/8 fráköst/10 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 16, Örn Sigurðarson 12/9 fráköst, Sveinn Ómar Sveinsson 6/6 fráköst.Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 14/5 fráköst, Ryan Amaroso 13/15 fráköst, Sean Burton 13/8 fráköst/5 stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 9, Atli Rafn Hreinsson 9/4 fráköst, Zeljko Bojovic 5, Emil Þór Jóhannsson 2, Sveinn Arnar Davíðsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Njarðvík | Úrslitaeinvígið hefst LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Haukar unnu virkilega sannfærandi sigur gegn Snæfell, 77-67, í öðrum leik 8-liða úrslitanna í Iceland Express-deild karla og jöfnuðu því einvígið 1-1. Haukar stjórnuðu leiknum frá fyrstu mínútu og náðu að halda hraðanum niðri sem var lykillinn af sigrinum í kvöld. Íslandsmeistararnir léku án efa sinn allra versta leik á þessu tímabili og það verður hægara sagt en gert að koma liðinu aftur á beinu brautina. Íslandsmeistararnir í Snæfell áttu í stökustu vandræðum með lið Hauka í fyrsta leik einvígisins en náðu samt sem áður að innbyrða sigur. Í kvöld voru Haukar á heimavelli og allt eins líklegir til þessa að koma einvíginu í oddaleik og setja gríðarlega pressu á Snæfellinga. Sean Burton meiddist á ökkla í fyrsta leiknum og því var óvíst hvort þessi snjalli leikstjórnandi myndi spila með liðinu í kvöld. Haukar byrjuðu leikinn virkilega sannfærandi og komust strax í 8-0. Snæfellingar voru engan veginn mættir til leiks og virkilega stirðir. Sean Burton, leikstjórnandi Snæfells, var í byrjunarliði gestanna og virkaði nokkuð ferskur. Þegar fyrsti leikhlutinn var hálfnaður hafði Snæfell komist yfir og allt annar bragur á þeirra leik. Jafnræði var með liðunum út fjórðunginn en staðan var 21-19 fyrir Snæfellinga eftir fyrsta leikhlutann. Heimamenn byrjuðu annan fjórðunginn vel og skoruðu fyrstu sex stig leikhlutans og náðu að komast aftur yfir 25-21. Snæfellingar voru í töluverðum vandræðum og náðu ekki að hrista af sér slenið. Þegar annar leikhluti var hálfnaður var staðan 32-26 fyrir heimamenn sem voru að leika sérstaklega vel. Þá gerðu Snæfellingar áhlaup að heimamönnum og skoruðu næstu átta stig leiksins og náðu að komast yfir 34-32. Heimamenn voru með eins stigs forskot í hálfleik 38-37 og Íslandsmeistararnir þurftu heldur betur að gyrða sig í brók í leikhléi en þeir léku virkilega illa fyrstu tuttugu mínútur leiksins. Haukar hófu þriðja leikhlutann vel og Semaj Inge og Gerald Robinsson, leikmenn liðsins, byrjuðu á fullorðinstroðslum sem kveikti neistann í liðinu. Baráttuglaðir liðsmenn Hauka hentu sér á eftir öllum boltum og uppskáru heldur betur það sem þeir sáðu. Heimamenn náðu 11 stiga forskoti á tímabili í þriðja leikhlutanum en Snæfellingar voru heppnir að vera ekki meira undir. Síðustu tvær mínútur þriðja leikhlutans voru aftur á móti eign Snæfellinga en á þeim kafla náðu gestirnir að minnka muninn í fimm stig og því var staðan 58-53 fyrir lokaleikhlutann. Haukar voru greinilega ákveðnir í því að missa ekki niður það forskot sem þeir höfðu náð í þriðja leikhlutanum og mættu gríðarlega sterkir inn í lokaleikhlutann. Þegar um fjórar mínútur voru eftir af leiknum var munurinn á liðinum orðin 12 stig og útlitið svart fyrir Snæfell. Haukar voru virkilega skynsamir á lokakaflanum og gáfu aldrei færi á sér. Snæfellingar urðu smá saman andlausir og gáfust í raun upp þegar lítið var eftir. Leiknum lauk með tíu stiga sigri Hauka, 77-67, og það má fastlega búast við hörku oddaleik í Stykkishólmi. Íslandsmeistararnir geta gleymt því að verja titilinn ef þeir halda áfram svona spilamennsku og Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari liðsins, þarf að nota öll brögðin í bókinni til að koma sínu liði aftur á lappir. Haukar geta hæglega sent Snæfellinga í sumarfrí í næsta leik en þeir eru með baráttuglatt og skemmtilegt lið. Haukar - Snæfell 77-67 (38-37)Haukar: Gerald Robinson 27/13 fráköst, Semaj Inge 16/8 fráköst/10 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 16, Örn Sigurðarson 12/9 fráköst, Sveinn Ómar Sveinsson 6/6 fráköst.Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 14/5 fráköst, Ryan Amaroso 13/15 fráköst, Sean Burton 13/8 fráköst/5 stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 9, Atli Rafn Hreinsson 9/4 fráköst, Zeljko Bojovic 5, Emil Þór Jóhannsson 2, Sveinn Arnar Davíðsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Njarðvík | Úrslitaeinvígið hefst LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins