NBA: Rose rosalegur í lokin í sigri Chicago og New York tapar enn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2011 11:00 Derrick Rose fagnar í nótt. Mynd/AP Það bendir allt til þess að Derrick Rose, leikstjórnandi Chicago Bulls, verði kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar á þessu tímabili og hann sýndi af hverju í nótt þegar hann vann leik liðsins við Milwaukee Bucks nánast upp á sitt einsdæmi. Atlanta Hawks tryggði sér endanlega sæti í úrslitakeppninni en New York Knicks tapaði hinsvegar sínum sjötta leik í röð og hefur gjörsamlega hrunið við komu Carmelo Anthony. Derrick Rose var allt í öllu á lokamínútunum þegar Chicago Bulls skoraði tólf síðustu stig leiksins í 95-87 sigri á Milwaukee Bucks. Rose var með 30 stig og 17 stoðsendingar í leiknum en það var framlag hans á síðustu þremur mínútum leiksins sem gerði útslagið en Chicago var þá 83-87 undir í leiknum. „Það versta sem þú getur gert á móti mér er að gefa mér sjálfstraust í einhverju sem ég geri. Ef ég fæ eitthvað sjálfstraust þá verður erfitt að stöðva mig," sagði Derrick Rose eftir leikinn. Rose byrjaði á því að hitta úr tveimur vítum og síðan gaf hann stoðsendingu á Joakim Noah, sem tróð í hraðaupphlaupi. Rose skoraði þá þrjár körfur í röð og endaði síðan á því að gefa stoðsendingu á Ronnie Brewer, sem tróð í hraðaupphlaupi. Rose var því með átta stig og tvær stoðsendingar og kom að öllum stigum Bulls-liðsins í þessum 12-0 lokaspretti. Carlos Boozer var með 14 stig og 11 fráköst hjá Chicago og Joakim Noah bætti við 12 stigum og 11 fráköstum. John Salmons skoraði 25 stig fyrir Milwaukee og Carlos Delfino var með 23 stig.Mynd/APBoris Diaw skoraði 20 stig og Stephen Jackson var með 19 stig þegar Charlotte Bobcats vann 114-106 sigur á New York Knicks, kvöldið eftir að Charlotte-liðið vann glæsilegan sigur í Boston. Carmelo Anthony skoraði 36 stig fyrir New York en það kom ekki í veg fyrir sjötta tap liðsins í röð. New York liðið hefur aðeins unnið 7 af 19 leikjum sínum síðan að Carmelo kom frá Denver. Al Horford var með 23 stig og 12 fráköst þegar Atlanta Hawks tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með 98-87 sigri á New Jersey Nets. Liðið missti Joe Johnson af velli í seinni hálfleik meiddan á þumalputta. Josh Smith skoraði 22 stig fyrir Hawks sem eru í úrslitakeppninni fjórða árið í röð. Anthony Morrow skoraði 25 stig fyrir Nets-liðið sem hefur tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum. Richard Hamilton skoraði 23 stig þegar Detroit Pistons vann 100-88 sigur á Indiana Pacers. Brandon Rush skoraði mest 19 stig fyrir Indiana sem er að berjast um sæti í úrslitakeppnina.Mynd/APJason Terry skoraði 5 af 22 stigum sínum í 13-0 spretti í fjórða leikhluta þegar Dallas Mavericks vann 94-77 útisigur á Utah Jazz. Þetta var fimmta tap Utah í röð. Dirk Nowitzki skoraði 19 stig og hefur nú hitt úr 72 vítum í röð. Blake Griffin var með 22 stig og 16 fráköst þegar Los Angeles Clippers vann 94-90 sigur á Toronto Raptors sem tapaði sínum fjórða leik í röð. Chris Kaman var með 17 stig og 12 fráköst hjá Clippers og Eric Gordon skoraði 17 stig. Ed Davis var með 21 stig og 11 fráköst hjá Toronto. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APAtlanta Hawks-New Jersey Nets 98-87 Charlotte Bobcats-New York Knicks 114-106 Detroit Pistons-Indiana Pacers 100-88 Milwaukee Bucks-Chicago Bulls 87-95 Utah Jazz-Dallas Mavericks 77-94 Los Angeles Clippers-Toronto Raptors 94-90 NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira
Það bendir allt til þess að Derrick Rose, leikstjórnandi Chicago Bulls, verði kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar á þessu tímabili og hann sýndi af hverju í nótt þegar hann vann leik liðsins við Milwaukee Bucks nánast upp á sitt einsdæmi. Atlanta Hawks tryggði sér endanlega sæti í úrslitakeppninni en New York Knicks tapaði hinsvegar sínum sjötta leik í röð og hefur gjörsamlega hrunið við komu Carmelo Anthony. Derrick Rose var allt í öllu á lokamínútunum þegar Chicago Bulls skoraði tólf síðustu stig leiksins í 95-87 sigri á Milwaukee Bucks. Rose var með 30 stig og 17 stoðsendingar í leiknum en það var framlag hans á síðustu þremur mínútum leiksins sem gerði útslagið en Chicago var þá 83-87 undir í leiknum. „Það versta sem þú getur gert á móti mér er að gefa mér sjálfstraust í einhverju sem ég geri. Ef ég fæ eitthvað sjálfstraust þá verður erfitt að stöðva mig," sagði Derrick Rose eftir leikinn. Rose byrjaði á því að hitta úr tveimur vítum og síðan gaf hann stoðsendingu á Joakim Noah, sem tróð í hraðaupphlaupi. Rose skoraði þá þrjár körfur í röð og endaði síðan á því að gefa stoðsendingu á Ronnie Brewer, sem tróð í hraðaupphlaupi. Rose var því með átta stig og tvær stoðsendingar og kom að öllum stigum Bulls-liðsins í þessum 12-0 lokaspretti. Carlos Boozer var með 14 stig og 11 fráköst hjá Chicago og Joakim Noah bætti við 12 stigum og 11 fráköstum. John Salmons skoraði 25 stig fyrir Milwaukee og Carlos Delfino var með 23 stig.Mynd/APBoris Diaw skoraði 20 stig og Stephen Jackson var með 19 stig þegar Charlotte Bobcats vann 114-106 sigur á New York Knicks, kvöldið eftir að Charlotte-liðið vann glæsilegan sigur í Boston. Carmelo Anthony skoraði 36 stig fyrir New York en það kom ekki í veg fyrir sjötta tap liðsins í röð. New York liðið hefur aðeins unnið 7 af 19 leikjum sínum síðan að Carmelo kom frá Denver. Al Horford var með 23 stig og 12 fráköst þegar Atlanta Hawks tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með 98-87 sigri á New Jersey Nets. Liðið missti Joe Johnson af velli í seinni hálfleik meiddan á þumalputta. Josh Smith skoraði 22 stig fyrir Hawks sem eru í úrslitakeppninni fjórða árið í röð. Anthony Morrow skoraði 25 stig fyrir Nets-liðið sem hefur tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum. Richard Hamilton skoraði 23 stig þegar Detroit Pistons vann 100-88 sigur á Indiana Pacers. Brandon Rush skoraði mest 19 stig fyrir Indiana sem er að berjast um sæti í úrslitakeppnina.Mynd/APJason Terry skoraði 5 af 22 stigum sínum í 13-0 spretti í fjórða leikhluta þegar Dallas Mavericks vann 94-77 útisigur á Utah Jazz. Þetta var fimmta tap Utah í röð. Dirk Nowitzki skoraði 19 stig og hefur nú hitt úr 72 vítum í röð. Blake Griffin var með 22 stig og 16 fráköst þegar Los Angeles Clippers vann 94-90 sigur á Toronto Raptors sem tapaði sínum fjórða leik í röð. Chris Kaman var með 17 stig og 12 fráköst hjá Clippers og Eric Gordon skoraði 17 stig. Ed Davis var með 21 stig og 11 fráköst hjá Toronto. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APAtlanta Hawks-New Jersey Nets 98-87 Charlotte Bobcats-New York Knicks 114-106 Detroit Pistons-Indiana Pacers 100-88 Milwaukee Bucks-Chicago Bulls 87-95 Utah Jazz-Dallas Mavericks 77-94 Los Angeles Clippers-Toronto Raptors 94-90
NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira