Lewis Hamilton í kvikmynd frá Disney 29. mars 2011 08:23 Lewis Hamilton verður hluti af nýrri kvikmynd frá Walt Disney samsteypunni sem nefnist Cars 2 og er teiknimynd. Myndin er sjálfstætt framhald af myndinni Cars, sem varð mjög vinsæl þegar hún var sýnd árið 2006. Owen Wilson, kvikmyndastjarna í Hollywood les inn á aðal karakter myndarinnar, sem kallast Lightning McQueen samkvæmt frétt á bbcsport.co.uk. Myndin er framleidd af Pixar fyrirtækinu, sem er undir hatti Disney. Myndin fjallar um ferðalag keppenda í móti sem á að skera úr um hver er fljótasti bíll heims og bíll með rödd Hamiltons er tengd einum keppanda. Ferðast er um Evrópu og Japan og bíll Hamiltons í myndinni má sjá hér. Hamilton réð nýlega Simon Fuller og fyrirtæki hans sem umboðsaðila sinn, en Fuller er stofnandi stjörnuleitarinnar, sem sýnd er á Stöð 2. Önnur kvikmynd er væntanleg á markað í Evrópu, en það er mynd um goðsögnina Ayrton Senna frá Brasilíu, sem lést á sviplegan hátt í keppni á Ítalíu árið 2004. Myndin hefur fengið góða dóma og fjallar um líf Senna á kappakstursbrautinni, en hann lést þegar bíll hans fór útaf á mikilli ferð. Í réttarhöldum útaf slysinu á Ítalíu var niðurstaða dómarans sú að Senna hefði farið útaf vegna þess að stýrisbúnaður í bíl hans brotnaði. Slys Senna var mikið áfall fyrir Frank Williams, en Senna gekk árið sem hann lést til liðs við Williams liðið og var í forystu í mótinu á Ítalíu í miklu kappi við Michael Schumacher þegar hann lést. Formúla Íþróttir Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Lewis Hamilton verður hluti af nýrri kvikmynd frá Walt Disney samsteypunni sem nefnist Cars 2 og er teiknimynd. Myndin er sjálfstætt framhald af myndinni Cars, sem varð mjög vinsæl þegar hún var sýnd árið 2006. Owen Wilson, kvikmyndastjarna í Hollywood les inn á aðal karakter myndarinnar, sem kallast Lightning McQueen samkvæmt frétt á bbcsport.co.uk. Myndin er framleidd af Pixar fyrirtækinu, sem er undir hatti Disney. Myndin fjallar um ferðalag keppenda í móti sem á að skera úr um hver er fljótasti bíll heims og bíll með rödd Hamiltons er tengd einum keppanda. Ferðast er um Evrópu og Japan og bíll Hamiltons í myndinni má sjá hér. Hamilton réð nýlega Simon Fuller og fyrirtæki hans sem umboðsaðila sinn, en Fuller er stofnandi stjörnuleitarinnar, sem sýnd er á Stöð 2. Önnur kvikmynd er væntanleg á markað í Evrópu, en það er mynd um goðsögnina Ayrton Senna frá Brasilíu, sem lést á sviplegan hátt í keppni á Ítalíu árið 2004. Myndin hefur fengið góða dóma og fjallar um líf Senna á kappakstursbrautinni, en hann lést þegar bíll hans fór útaf á mikilli ferð. Í réttarhöldum útaf slysinu á Ítalíu var niðurstaða dómarans sú að Senna hefði farið útaf vegna þess að stýrisbúnaður í bíl hans brotnaði. Slys Senna var mikið áfall fyrir Frank Williams, en Senna gekk árið sem hann lést til liðs við Williams liðið og var í forystu í mótinu á Ítalíu í miklu kappi við Michael Schumacher þegar hann lést.
Formúla Íþróttir Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira