Brynja: Vonbrigði af missa af úrslitakeppninni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. mars 2011 14:17 Brynja Magnúsdóttir, leikstjórnandi HK og markahæsti leikmaður N1-deildar kvenna, var í dag valinn í úrvalslið deildarinnar fyrir síðari hluta tímabilsins. HK kom mörgum á óvart þegar að liðið sló út Stjörnuna í fjórðungsúrslitum Eimskipsbikarkeppni kvenna og liðið vann svo Stjörnuna öðru sinni, nú í Garðabænum, í deildarleik nokkrum vikum síðar. HK vann svo Fylki, 21-20, í næstsíðustu umferð deildarkeppninnar og átti góðan möguleika á sæti í úrslitakeppninni en allt kom fyrir ekki. HK vann sinn leik í lokaumferðinni en þurfti að treysta á að Fylkir myndi tapa fyrir Stjörnunni á sama tíma. Fylkir náði hins vegar jafntefli gegn Garðbæingum og tryggði sér þar með síðasta sætið í úrslitakeppninni. „Við áttum nokkuð erfitt uppdráttar í upphafi tímabils en það gekk betur hjá okkur eftir áramót,“ sagði Brynja en hér fyrir ofan má sjá viðtalið við hana í heild sinni. „Það sem stendur upp úr voru sigrarnir báðir gegn Stjörnunni og jafnvel leikurinn gegn Fylki líka. Þeir sýndu að við höfum verið að bæta okkur.“ Hún segir þó að það hafi verið mikil vonbrigði að hafa ekki komist í úrslitakeppnina. „Gífurlega. Ég held að ég hafi aldrei orðið fyrir jafn miklum vonbrigðum þegar ég leit upp í stúkuna og sá alla hvíta í framan.“ „Ég held að þetta gefi þó góð fyrirheit fyrir næsta tímabil. Þetta er skemmtilegur hópur og það er mjög gaman hjá okkur á æfingum. Mér sjálfri hefur gengið vel og ég náði að komast í gott form eftir að hafa verið meidd í fyrra.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Sjá meira
Brynja Magnúsdóttir, leikstjórnandi HK og markahæsti leikmaður N1-deildar kvenna, var í dag valinn í úrvalslið deildarinnar fyrir síðari hluta tímabilsins. HK kom mörgum á óvart þegar að liðið sló út Stjörnuna í fjórðungsúrslitum Eimskipsbikarkeppni kvenna og liðið vann svo Stjörnuna öðru sinni, nú í Garðabænum, í deildarleik nokkrum vikum síðar. HK vann svo Fylki, 21-20, í næstsíðustu umferð deildarkeppninnar og átti góðan möguleika á sæti í úrslitakeppninni en allt kom fyrir ekki. HK vann sinn leik í lokaumferðinni en þurfti að treysta á að Fylkir myndi tapa fyrir Stjörnunni á sama tíma. Fylkir náði hins vegar jafntefli gegn Garðbæingum og tryggði sér þar með síðasta sætið í úrslitakeppninni. „Við áttum nokkuð erfitt uppdráttar í upphafi tímabils en það gekk betur hjá okkur eftir áramót,“ sagði Brynja en hér fyrir ofan má sjá viðtalið við hana í heild sinni. „Það sem stendur upp úr voru sigrarnir báðir gegn Stjörnunni og jafnvel leikurinn gegn Fylki líka. Þeir sýndu að við höfum verið að bæta okkur.“ Hún segir þó að það hafi verið mikil vonbrigði að hafa ekki komist í úrslitakeppnina. „Gífurlega. Ég held að ég hafi aldrei orðið fyrir jafn miklum vonbrigðum þegar ég leit upp í stúkuna og sá alla hvíta í framan.“ „Ég held að þetta gefi þó góð fyrirheit fyrir næsta tímabil. Þetta er skemmtilegur hópur og það er mjög gaman hjá okkur á æfingum. Mér sjálfri hefur gengið vel og ég náði að komast í gott form eftir að hafa verið meidd í fyrra.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Sjá meira