Anna Úrsúla: Vanmetum ekki Fylki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. mars 2011 15:15 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaðurinn sterki í Val, var í dag valinn besti leikmaður seinni hluta tímabilsins í N1-deild kvenna. „Það eru margir góðir leikmenn í deildinni og það er mikil viðurkenning fyrir mig að fá þessi verðlaun í annað skiptið í vetur," sagði Anna en viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan. „Það er liðinu að þakka. Við höfum staðið okkur vel og ég er sátt." Anna Úrsúla er nú á sínu öðru ári hjá Val og henni líður vel í rauða búningnum. „Það er eins og ég hafi alltaf verið þarna. Það er góður félagsskapur í liðinu, gott umhverfi og góð þjálfun. Mér líður eins og ég sé heima hjá mér." Úrslitakeppnin hefst á morgun en Valur hefur þar titil að verja auk þess sem að liðið varð deildarmeistari á dögunum. „Við erum ekki með jafn mikla breidd og í fyrra en við erum samt með sterka leikmenn eins og Anett Köbli og Ragnhildi Rósu Guðmundsdóttur. Við söknum Hildigunnar (Einarsdóttur) og Ágústu (Eddu Björnsdóttur) en ég tel að við séum með jafn sterkt lið og í fyrra - ef ekki sterkara." Valur varð fyrir áfalli á dögunum er Hildigunnur meiddist illa á æfingu en talið er að hún hafi slitið krossband í hné. „Það er fyrst og fremst hrikalega leiðinlegt fyrir hana en hún ætlaði að reyna að komast út. Hún hefur þó tekið þessu með góðu geði og hefur tekist að dreifa því í hópinn. Hún mætir á allar æfingar og það er mjög góður mórall í liðinu. Svona er þetta bara í íþróttum, það er alltaf næsti leikur og það kemur maður í manns stað." Valur mætir Fylki í undanúrslitum úrslitakeppninnar en þessi lið hafa mæst þrívegis í vetur og Valur unnið alla leikina með minnst tíu marka mun. „Ég held að allir séu sammála um að Fylkir hefur ekki spilað eins vel og þær geta. Það vita þær best sjálfar. En þær sýndu gegn Stjörnunni um daginn að þær eru með þetta í sér. Þær munu mæta kolbrjálaðar í þessa leiki gegn okkur en við munum mæta hörðu með hörðu og gefa allt okkar í þetta." „Ég er ekki hrædd við vanmat. Maður þarf að vera tilbúinn í hvern einasta leik eins og um úrslitaleik væri að ræða." Olís-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Sjá meira
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaðurinn sterki í Val, var í dag valinn besti leikmaður seinni hluta tímabilsins í N1-deild kvenna. „Það eru margir góðir leikmenn í deildinni og það er mikil viðurkenning fyrir mig að fá þessi verðlaun í annað skiptið í vetur," sagði Anna en viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan. „Það er liðinu að þakka. Við höfum staðið okkur vel og ég er sátt." Anna Úrsúla er nú á sínu öðru ári hjá Val og henni líður vel í rauða búningnum. „Það er eins og ég hafi alltaf verið þarna. Það er góður félagsskapur í liðinu, gott umhverfi og góð þjálfun. Mér líður eins og ég sé heima hjá mér." Úrslitakeppnin hefst á morgun en Valur hefur þar titil að verja auk þess sem að liðið varð deildarmeistari á dögunum. „Við erum ekki með jafn mikla breidd og í fyrra en við erum samt með sterka leikmenn eins og Anett Köbli og Ragnhildi Rósu Guðmundsdóttur. Við söknum Hildigunnar (Einarsdóttur) og Ágústu (Eddu Björnsdóttur) en ég tel að við séum með jafn sterkt lið og í fyrra - ef ekki sterkara." Valur varð fyrir áfalli á dögunum er Hildigunnur meiddist illa á æfingu en talið er að hún hafi slitið krossband í hné. „Það er fyrst og fremst hrikalega leiðinlegt fyrir hana en hún ætlaði að reyna að komast út. Hún hefur þó tekið þessu með góðu geði og hefur tekist að dreifa því í hópinn. Hún mætir á allar æfingar og það er mjög góður mórall í liðinu. Svona er þetta bara í íþróttum, það er alltaf næsti leikur og það kemur maður í manns stað." Valur mætir Fylki í undanúrslitum úrslitakeppninnar en þessi lið hafa mæst þrívegis í vetur og Valur unnið alla leikina með minnst tíu marka mun. „Ég held að allir séu sammála um að Fylkir hefur ekki spilað eins vel og þær geta. Það vita þær best sjálfar. En þær sýndu gegn Stjörnunni um daginn að þær eru með þetta í sér. Þær munu mæta kolbrjálaðar í þessa leiki gegn okkur en við munum mæta hörðu með hörðu og gefa allt okkar í þetta." „Ég er ekki hrædd við vanmat. Maður þarf að vera tilbúinn í hvern einasta leik eins og um úrslitaleik væri að ræða."
Olís-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Sjá meira