KR-ingar tryggðu sér annað sætið með sigri á deildarmeisturunum Jón Júlíus Karlsson skrifar 10. mars 2011 20:59 Marcus Walker. Mynd/Daníel KR vann góðan sigur á deildarmeisturum Snæfelli í kvöld, 116-93, í lokaumferð Iceland Express deild karla í körfubolta. Með sigrinum varð KR í öðru sæti deildarinnar og mun mæta Njarðvík í 8-liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn sem hefst á fimmtudag. KR-ingar settu í fimmta gír í þriðja leikhluta og kláruðu leikinn með frábærum kafla. Það var jafnræði með liðunum í fyrsta leikhluta og skiptust liðin á um að hafa forystuna. Hinn öskufljóti Marcus Walker dró vagninn hjá KR í fyrsta leikhluta og skoraði 10 stig. Athygli vakti að eftir fyrst leikhluta var Jón Ólafur Jónsson kominn í villuvandræði en hann var kominn með þrjár villur áður en fyrsti leikhluti var úti. Staðan eftir fyrsta leikhluta 25-22 fyrir heimamenn í KR. Jón Ólafur sat sem fastast á varamannabekknum í öðrum leikhluta þar sem KR náði yfirhöndinni þó þeir næðu aldrei að slíta sér almennilega frá gestunum úr Stykkishólmi. Varnarleikur liðanna var ekki upp á marga fiska og áttu liðin auðvelt með að finna leiðina að körfunni. Ryan Amaroso var drjúgur fyrir Snæfell og skoraði 12 stig í fyrri hálfleik, þar af átta af vítalínunni. Staðan í hálfleik 51-47. KR-ingar voru frábærir í þriðja leikhluta. Snæfellingar fundu fá svör við sterki vörn heimamanna sem gengu á lagið í kjölfarið. Ryan Amaruso kom reyndar ekki við sögu hjá gestunum í síðari hálfleik en hann haltraði útaf í hálfleik meiddur. Það hafði kannski sitt að segja hjá gestunum sem voru 89-70 undir fyrir lokaleikhlutann. Til að bæta gráu ofan á svart setti Ólafur Már Ægisson niður flottan þrist þegar leiktíminn var u.þ.b. að renna út og kórónaði frábæran leikhluta KR-inga. KR-inga létu kné fylgja kviði í lokaleikhlutanum og héldu forystunni um og yfir 20 stigum. KR hefði í raun getað unnið leikinn með stærri mun en þegar ljóst var að sigurinn var í höfn var ungum og upprennandi leikmönnum gefið færi á að spreyta sig. Lokatölur 116-93 fyrir KR sem léku frábærlega í síðari hálfleik. Marcus Walker heitur fyrir KR-inga í kvöld og skoraði 27 stig, Finnur Atli Magnússon var með 18 stig og Pavel Ermolinskij með 15 stig. Hjá Snæfelli var Pálmi Sigurgeirsson atkvæðamestur með 15 stig. KR-Snæfell 116-93 (25-22, 26-25, 38-23, 27-23)KR: Marcus Walker 27, Finnur Atli Magnússon 18/7 fráköst, Pavel Ermolinskij 15/5 fráköst, Ágúst Angantýsson 14, Hreggviður Magnússon 13, Brynjar Þór Björnsson 11/5 fráköst/6 stoðsendingar, Ólafur Már Ægisson 8, Jón Orri Kristjánsson 5/4 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 5/6 fráköst.Snæfell: Pálmi Freyr Sigurgeirsson 15/5 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 14/6 fráköst, Sean Burton 13/4 fráköst, Ryan Amaroso 12/5 stoðsendingar, Zeljko Bojovic 12, Emil Þór Jóhannsson 11, Atli Rafn Hreinsson 7, Sveinn Arnar Davíðsson 4/4 fráköst, Egill Egilsson 3, Daníel A. Kazmi 2. Dominos-deild karla Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Sjá meira
KR vann góðan sigur á deildarmeisturum Snæfelli í kvöld, 116-93, í lokaumferð Iceland Express deild karla í körfubolta. Með sigrinum varð KR í öðru sæti deildarinnar og mun mæta Njarðvík í 8-liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn sem hefst á fimmtudag. KR-ingar settu í fimmta gír í þriðja leikhluta og kláruðu leikinn með frábærum kafla. Það var jafnræði með liðunum í fyrsta leikhluta og skiptust liðin á um að hafa forystuna. Hinn öskufljóti Marcus Walker dró vagninn hjá KR í fyrsta leikhluta og skoraði 10 stig. Athygli vakti að eftir fyrst leikhluta var Jón Ólafur Jónsson kominn í villuvandræði en hann var kominn með þrjár villur áður en fyrsti leikhluti var úti. Staðan eftir fyrsta leikhluta 25-22 fyrir heimamenn í KR. Jón Ólafur sat sem fastast á varamannabekknum í öðrum leikhluta þar sem KR náði yfirhöndinni þó þeir næðu aldrei að slíta sér almennilega frá gestunum úr Stykkishólmi. Varnarleikur liðanna var ekki upp á marga fiska og áttu liðin auðvelt með að finna leiðina að körfunni. Ryan Amaroso var drjúgur fyrir Snæfell og skoraði 12 stig í fyrri hálfleik, þar af átta af vítalínunni. Staðan í hálfleik 51-47. KR-ingar voru frábærir í þriðja leikhluta. Snæfellingar fundu fá svör við sterki vörn heimamanna sem gengu á lagið í kjölfarið. Ryan Amaruso kom reyndar ekki við sögu hjá gestunum í síðari hálfleik en hann haltraði útaf í hálfleik meiddur. Það hafði kannski sitt að segja hjá gestunum sem voru 89-70 undir fyrir lokaleikhlutann. Til að bæta gráu ofan á svart setti Ólafur Már Ægisson niður flottan þrist þegar leiktíminn var u.þ.b. að renna út og kórónaði frábæran leikhluta KR-inga. KR-inga létu kné fylgja kviði í lokaleikhlutanum og héldu forystunni um og yfir 20 stigum. KR hefði í raun getað unnið leikinn með stærri mun en þegar ljóst var að sigurinn var í höfn var ungum og upprennandi leikmönnum gefið færi á að spreyta sig. Lokatölur 116-93 fyrir KR sem léku frábærlega í síðari hálfleik. Marcus Walker heitur fyrir KR-inga í kvöld og skoraði 27 stig, Finnur Atli Magnússon var með 18 stig og Pavel Ermolinskij með 15 stig. Hjá Snæfelli var Pálmi Sigurgeirsson atkvæðamestur með 15 stig. KR-Snæfell 116-93 (25-22, 26-25, 38-23, 27-23)KR: Marcus Walker 27, Finnur Atli Magnússon 18/7 fráköst, Pavel Ermolinskij 15/5 fráköst, Ágúst Angantýsson 14, Hreggviður Magnússon 13, Brynjar Þór Björnsson 11/5 fráköst/6 stoðsendingar, Ólafur Már Ægisson 8, Jón Orri Kristjánsson 5/4 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 5/6 fráköst.Snæfell: Pálmi Freyr Sigurgeirsson 15/5 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 14/6 fráköst, Sean Burton 13/4 fráköst, Ryan Amaroso 12/5 stoðsendingar, Zeljko Bojovic 12, Emil Þór Jóhannsson 11, Atli Rafn Hreinsson 7, Sveinn Arnar Davíðsson 4/4 fráköst, Egill Egilsson 3, Daníel A. Kazmi 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins