ESB sem afvötnun? Eygló Harðardóttir skrifar 15. mars 2011 06:00 Í nýlegri grein heldur Magnús Orri Schram, varaformaður viðskiptanefndar áfram áróðri Samfylkingarinnar um að eina leiðin til að ná tökum á íslenskum efnahag og afnema verðtrygginguna sé að ganga í Evrópusambandið. Þannig virðist aðild Íslands að Evrópusambandinu fyrst og fremst vera hugsuð á efnahagslegum nótum. Evrópusambandið var á sínum tíma stofnað til að tryggja frið og frelsi í Evrópu eftir hamfarir fyrri og seinni heimsstyrjaldar. Leiðin að því markmiði var víðtæk pólítísk samvinna, meðal annars, en ekki aðeins á sviði efnahagsmála. Helsti árangur Evrópusambandsins er einmitt friður og þar með velmegun í Evrópu. Því er það óásættanlegt að jafn merkilegt ríkjasamstarf og Evrópusambandið skuli eiga að verða einhvers konar afvötnunarstöð fyrir íslenskt efnahagslíf, ef marka má málflutning íslenskra aðildarsinna. Það er jafnframt óraunsætt. Reynsla hinna ýmsu aðildarríkja hefur sýnt og sannað að aðild að Evrópusambandinu tryggir ekki efnahagslegan stöðugleika og velsæld. Lykilatriðið er og verður efnahagsstjórnun hvers lands. Embættismenn frá Brussel geta ekki þakkað sér velgengni Svíþjóðar og Þýskalands né axlað ábyrgðina á efnahagshruni Írlands og Grikklands. Þá ábyrgð bera Svíar, Þjóðverjar, Írar og Grikkir með stjórnun sinni á innlendum efnahagsmálum. Evra eða króna tryggir ekki ábyrga stefnu í peningamálum eða fjármálum ríkisins, né ábyrga stefnu í rekstri fyrirtækja og heimila. Allt hagkerfið þarf að spila saman og allir þurfa að bera ábyrgð á efnahagsstjórninni. Ekki bara stjórnvöld og Seðlabankinn og svo sannarlega ekki Evrópusambandið. Upptaka evru myndi gera ábyrga efnahagsstjórnun enn brýnni. Reynslan hefur sýnt að þá er hætta á auknu innflæði fjármagns, aukinni skuldsetningu heimila og fyrirtækja og eignabólum og aðlögun að þrengri kosti er erfiðari með evru og fastgengi. Því tel ég nauðsynlegt að skilja á milli aðildar og upptöku evru. Það er ekkert sjálfsagt við það að taka upp evru, heldur þarf þjóðin að meta kosti hennar og galla burtséð frá aðild. Aðildin má ekki vera einhvers konar inngönguskilyrði að evrunni. Með því er helsti kostur aðildar hunsaður, þ.e.a.s. möguleikar okkar til að koma að borðinu þar sem ákvarðanir eru teknar í framkvæmdastjórninni, Evrópuþinginu og ráðherraráðunum. Það er orðið löngu tímabært að Íslendingar fari að ræða aðild að Evrópusambandinu sem þátttöku fullvalda þjóðar í samstarfi Evrópuþjóða, en ekki sem þynnkumeðal við heimabrugguðum vandræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegri grein heldur Magnús Orri Schram, varaformaður viðskiptanefndar áfram áróðri Samfylkingarinnar um að eina leiðin til að ná tökum á íslenskum efnahag og afnema verðtrygginguna sé að ganga í Evrópusambandið. Þannig virðist aðild Íslands að Evrópusambandinu fyrst og fremst vera hugsuð á efnahagslegum nótum. Evrópusambandið var á sínum tíma stofnað til að tryggja frið og frelsi í Evrópu eftir hamfarir fyrri og seinni heimsstyrjaldar. Leiðin að því markmiði var víðtæk pólítísk samvinna, meðal annars, en ekki aðeins á sviði efnahagsmála. Helsti árangur Evrópusambandsins er einmitt friður og þar með velmegun í Evrópu. Því er það óásættanlegt að jafn merkilegt ríkjasamstarf og Evrópusambandið skuli eiga að verða einhvers konar afvötnunarstöð fyrir íslenskt efnahagslíf, ef marka má málflutning íslenskra aðildarsinna. Það er jafnframt óraunsætt. Reynsla hinna ýmsu aðildarríkja hefur sýnt og sannað að aðild að Evrópusambandinu tryggir ekki efnahagslegan stöðugleika og velsæld. Lykilatriðið er og verður efnahagsstjórnun hvers lands. Embættismenn frá Brussel geta ekki þakkað sér velgengni Svíþjóðar og Þýskalands né axlað ábyrgðina á efnahagshruni Írlands og Grikklands. Þá ábyrgð bera Svíar, Þjóðverjar, Írar og Grikkir með stjórnun sinni á innlendum efnahagsmálum. Evra eða króna tryggir ekki ábyrga stefnu í peningamálum eða fjármálum ríkisins, né ábyrga stefnu í rekstri fyrirtækja og heimila. Allt hagkerfið þarf að spila saman og allir þurfa að bera ábyrgð á efnahagsstjórninni. Ekki bara stjórnvöld og Seðlabankinn og svo sannarlega ekki Evrópusambandið. Upptaka evru myndi gera ábyrga efnahagsstjórnun enn brýnni. Reynslan hefur sýnt að þá er hætta á auknu innflæði fjármagns, aukinni skuldsetningu heimila og fyrirtækja og eignabólum og aðlögun að þrengri kosti er erfiðari með evru og fastgengi. Því tel ég nauðsynlegt að skilja á milli aðildar og upptöku evru. Það er ekkert sjálfsagt við það að taka upp evru, heldur þarf þjóðin að meta kosti hennar og galla burtséð frá aðild. Aðildin má ekki vera einhvers konar inngönguskilyrði að evrunni. Með því er helsti kostur aðildar hunsaður, þ.e.a.s. möguleikar okkar til að koma að borðinu þar sem ákvarðanir eru teknar í framkvæmdastjórninni, Evrópuþinginu og ráðherraráðunum. Það er orðið löngu tímabært að Íslendingar fari að ræða aðild að Evrópusambandinu sem þátttöku fullvalda þjóðar í samstarfi Evrópuþjóða, en ekki sem þynnkumeðal við heimabrugguðum vandræðum.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun