Formúlu 1 ökumaðurinn Kobayashi vill færa Japönum von og jákvæðar fréttir 18. mars 2011 17:42 Japaninn Kamui Kobayashi hjá Sauber liðinu. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Japaninn Kamui Kobayashi hjá Sauber Formúu 1 liðinu kveðst vilja ná hagstæðum úrslitum í fyrsta Formúlu 1 móti ársins í Ástralíu 27. mars, til að færa landsmönnum sínar einhverjar jákvæðar fréttir á erfiðum tímum. Sauber liðið hefur ekið 5.841 km á æfingum í vetur, en í fréttatilkynningu liðsins segir að ský sé fyrir sólu í undirbúningi liðsins vegna ástandsins í Japan. Bílar liðsins verða sérstaklega merktir í fyrsta mótinu til að senda hlýja stuðningskveðju til fólks í Japan, eftir jarðskjálfta og síðan flóðbylgju sem skapaði miklar hörmungar. "Auðvitað hafði ég áhyggjur af landi mínu og fór til Japan eftir æfingarnar í Barcelona. Ástandið er verulega slæmt. Svo margir hafa týnt lífinu, orðið heimilislausir og eru án matar og vatns að vetri til. Hafa séð á eftir ástvinum", sagði Kobayashi um stöðu mála í heimalandi sínu. "Það er erfitt að trúa því að ástandið er verra en í nokkurri bíómynd. Við verðum að standa saman og þurfum hjálp alls staðar að úr heiminum. Ég hef áhyggjur af því að landið geti horfið. Þetta er hræðilegt og fréttirnar skána ekki dag frá degi, eftir jarðskjálftann og flóðbylguna sem fylgdi. Það er ekkert jákvætt til að hlakka til." "Mér finnst ég verði að gera eitthvað. Ég vill hjálpa, en það eina sem ég get gert er að einbeita mér að fyrsta mótinu í Melbourne. Upphaflega hlakkaði ég innilega til mótsins. Núna vill ég gera mitt besta til að ná góðum árangri, sem kannski færir fólki í Japan svolitla von og jákvæðar fréttir", sagði Kobayahsi. Formúla Íþróttir Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Japaninn Kamui Kobayashi hjá Sauber Formúu 1 liðinu kveðst vilja ná hagstæðum úrslitum í fyrsta Formúlu 1 móti ársins í Ástralíu 27. mars, til að færa landsmönnum sínar einhverjar jákvæðar fréttir á erfiðum tímum. Sauber liðið hefur ekið 5.841 km á æfingum í vetur, en í fréttatilkynningu liðsins segir að ský sé fyrir sólu í undirbúningi liðsins vegna ástandsins í Japan. Bílar liðsins verða sérstaklega merktir í fyrsta mótinu til að senda hlýja stuðningskveðju til fólks í Japan, eftir jarðskjálfta og síðan flóðbylgju sem skapaði miklar hörmungar. "Auðvitað hafði ég áhyggjur af landi mínu og fór til Japan eftir æfingarnar í Barcelona. Ástandið er verulega slæmt. Svo margir hafa týnt lífinu, orðið heimilislausir og eru án matar og vatns að vetri til. Hafa séð á eftir ástvinum", sagði Kobayashi um stöðu mála í heimalandi sínu. "Það er erfitt að trúa því að ástandið er verra en í nokkurri bíómynd. Við verðum að standa saman og þurfum hjálp alls staðar að úr heiminum. Ég hef áhyggjur af því að landið geti horfið. Þetta er hræðilegt og fréttirnar skána ekki dag frá degi, eftir jarðskjálftann og flóðbylguna sem fylgdi. Það er ekkert jákvætt til að hlakka til." "Mér finnst ég verði að gera eitthvað. Ég vill hjálpa, en það eina sem ég get gert er að einbeita mér að fyrsta mótinu í Melbourne. Upphaflega hlakkaði ég innilega til mótsins. Núna vill ég gera mitt besta til að ná góðum árangri, sem kannski færir fólki í Japan svolitla von og jákvæðar fréttir", sagði Kobayahsi.
Formúla Íþróttir Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira